Sjómannablaðið Nútíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Nútíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 3
V N Ú‘T í Ð:i N 3 móíorinn bregst ekki vonum sjó- mannsins. Vegna þess hve hann er ábyggi- legur, geta nú fjöldi sjómanna og útgerðarmanna haldið gleði- ríkari jól en ella. "■ ■■■■■..— TUXHAM er bezta trygging sjó- mannsins fyrir happaiíku og feng- sælu ári. Umboðið á Norðurlandi: Verzlunin „P a r í s“, Akureyri. ^iiiiiiiiiiiiniiiiniiHiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiaiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiimiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiHiiiininiiiiiiiiiiii^ jsr. "llljk. Sími 178. Sími 178. 1 Nýkomifll Verzlun Oddeyri: Kaffi, export, melís, strausykur, karidís, flórsykur, hveiti, hafragrjón, hrísgrjón, karföflumjöl, baunir, kex, margar teg„ niakkaronur, búðingspakkar, rús- ÍRur, sveskjur, gráfíkjur, sultutau, súkkuiaði, epli, appelsínur, vínber, Iaukur, allskonar dropar og krydd í jólabaksturinn. Ennfremur 10 — 20 pic, afsiáttur af leir- og postulínsvörum, eld'núsáhöldum og mörgum smávörum. — Notið tækifærið og gerið beztu kaupin tíl jólanna í Verzluti Oddeyri. Allt sent heim, ef óskað er. Brynjóltur E. Stetánsson. Sími 178. Símí 178. i lln|lllllllllllHllllllllIIHIIIIIIIIIUHIIIIIHHIIIIIIIlHIIIIIIHIHIHHBIinilllllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllllllllllirailllllllllillllllllllllllllllllillll|||lll! m<r þeir sögðu mannfjöldanum, sem saman safnast hafði í borginrti, víðsvegar úr keisaradæminu, það sem fyrir þá bar; um komu eng- ilsins, um lofsönginn og hvað við þá hafði verið sagt, og nú hélt hver og einn til síns heimkynnisog sagði frá því, sem skeð hafði í Betlehem; en fjárhirðarnir héldu til hjarða sinna og lofuðu Guð. Jafnvel stjörnur himinsins voru settar á hreyfingu: Vitringar úr Aust- urlöndum, sem þektu ritningarnar og væntu komu frelsarans sáu stjörnu, er sagði þeim, að nú væri fyrirheitið fiam komið. Þessir vitr- •h«*^ngar voru ekki efabh*ndnir eða vah*rúaði|r; þeir lögðu þegar af sfað til að leita að konungsbarninu, sem Jesajas spámaður hafði skrifað um: *Barn, konungur og Ouð«. Þeir vildu finna hann og stjarnan var þeirra leiðarljós og þeir fylgdu henni. En þegar þeir komu til Gyöingalanda, þá hvarf stjarnan, eða var hulin sjónum þeirra. Guð gerði þetta í ákveðnum til- gangi. Á sama háft og hann hafði látið hirðana boða fæðingu frelsar- ans 5 Betlehem, þannig vildi hann einnig láta vitringana tilkynna Her- ódesi og spekingum hans, að nú væri konungur ísraels f heiminn borinn- Ritningarnar voru rannsak- aðar og það kom í ljós, að hann álti að fæðast í borginni Betlehein f Judeu. Þegar vitringarnir austurlensku 1 voru komnir úí fyrir hlið konungs hallarinnar, þá kom stjarnan aftur í Ijós á hirnninum, og nú hvarf hún þeim ekki framar sjónum, fyr en peir Voru komnir aö hrisí pví, seni? Jesú-barnið var í. Þeir gengu inn í húsið og tilbáðu barnið og héidu síðan aftur heim til sín. Oss má vera það Ijóst af aíburð- unum við fæðingu Jesú í þenna heim, og at því hveinig fæðing hans var boðuð, aö aliir geta komið til hans, hvernig sem ástatt er fyr- ir þeim. Vér megum ekki gleyma því, að það var af kærleika ti! vor, að hann lítiliækkaði sjálfan sig og fæddist í þenna heim, til þess að fyrirbúa oss aðgang að himriaiíkL Eg bið þess af hjarta, að þeir sem lesa þessar línur, og sem ekki eru á réítri leið til Drottins himn- esku sala, megi nú þegar koma til Jesú, Jólafurstans. Hann mun við þér taks; kom þú til hans eins og þú ert; þá mun sála þín fyllast hinum sanna jólafögnuði. Hinn rétti sparnaður er að kaupa einungis það ALLRA BEZTA Þess vegna kaupir a 1 þ ý ð a n A-K-R-A Senn koma Jólin. Aumur er sá, er ekkert vitðir, Dapurlegt lilýtur lífið að vera þeim, sem aldrei lifir Jól Frá því er vér vorum böm, hijómar orðið Jól í eyrum vorum eins og klukkna- hringing. Fagnaðarbylgja fer um sál vora. Ársins mesta dýrðarhátíð fer í hönd. Það er hringt inn í líf vort sannri gleði, fegurð, friði, biessun Guðs, sátt við ailt, sem lifir. Þungar hugsanir, hatur, hefnd- arlöngun, allt sem brýtur niður lífsins lög, leggur á flótta fyrir hin- um hvítu herskörum, sem boða nýjan sáttmála milli, Guðs og manna. Myrkrið flýr fyrir ríki birt- unnar. Jólakertið logar í hreysi og höll til merkis um hann, sem er hertogi Ijóssins. <Steini haröara er hjarta það«, sem ekki klökknar á Jóiunum. I iitla afdalabænum segir þreytuleg og mædd móðir börnum sínum Betlehem-söguna. Frásögnin um lausnara mannkynsins af móður- vörum brennir sig inn í sál barn- anna. Hugurinn reikar að jötunni, þar sem Drottinn sjálfur fæddist, holdi klæddur, af því að móðir hans »fékk ekki rúm í gestaher- berginu*. Enn í dag er það svo oft, að margt hið bezta í veröld vorri fær ekki húsaskjól annarstað- ar en í hieysinu í glæstum sam- kvæmissölum er sjaldan eins sönn jólagleði og í fámenninu. Það er ýmislegt, sem dregur lil þess- Fólk leitar út á við, á samkomur og gleðileiki, oftast nær af því einu, að það er á flótta frá sjálfu sér. Vér þekkjum þennan eltingaleik, hvernig menn og konur elta gleð- ina, en öðlast hana aldrei á þann háíf. Samkvæmislífið er yfirleitt fánýtur eltingaleikur — og oft hættulegur. Margir unglingar hafa lært að neyta áfengis einmitt í sam- kvœmum, ekki kunnað við annað en »vera með«, þegar tízkuheriar eða tízkudömur hafa haldið að þeim áfenginu. Samkvæmislífiö bér á landí og annarstaðar er oft skóli í drykkjuskap. Einmitt af því að jafnvægi vantar í sálarlíf vort, einmitt af því sð tómleikinn nístir oss hið innra, leit- um vér gleðinnar utan við oss sjálfa. Þess vegna leita menn gleði í áfengi, á samkomum og á ýmsan annan hátt. Og þó er það löngu vitað, að áfengisrtautn og sönn ánægja fara aldrei saman. Eigi að síður gengur fólk braut þeirrar miklu sjálfsblekk- ingar kynslóð eftir kynslóð. Og það er mjög skiljanlegf, þegar þess er gætt, að helzíu áhrifamenn þjóð- félagsins enn í dag, margir hverjir, halda dauða haldi í drykkjusiðina. Meðan þeir gera það, prestar, kenn- arar, læknar, dómarar og löggjafar, er lítil von þess, að Jólin geti orðið gleðileg á öllum heimilum. Meðan prestarnir fá sig ekki til að sleppa vínflöskunni til fulls. bera þeir ábyrgð á því böli, er af drykkju- skapnum leiðir. Meðan kennurunum þykir ekki hlýða að hafna glasinu í samkvæm- unum, mega þeir vita, að bind- indisprédikanir þeirra fyrir nemend- um verða vettugi virtar. Læknarnir, sem kunna hin beztu skil á hættu þeirri, er af áfengis- nautn leiðir, en drekka sjálfir og vara ekki aðra við hættunni, bregð- ast skildu sinni við þjóðféiagið. Dómarar, sem viku eftir viku horfast í augu við áfengisbölið, og sjá að áfengið á sök á fleiri glæp- um en nokkuð annað í þjóðfélag- inu, eiga að beitast fyrir því. að þessum vágesti verði byggt út úr heiminum, en þeir gera lítið að því, flestir hverjir. Löggjafarnir eiga þó allra heizt að vinna að útrýming áfengis, eftir því sem mögulegt er að lögum, svo framarlega sem þeir skilja það, að hlutverk löggjafans á að vera það að sjá um að, öllum geti liðið sem bezt í þjóðfélaginu, að því leyti sern í hans valdi stendur. Veiztu ekki dæmi þess, að hús- bóndinn hafi komið inn á þvegíð og prýtt heimili sitt, til konu og barna, á jólanótt, drukkinn og ruddalegur, öllu spíllt, bölvandi, rymjandi og stynjandi? Jú, þú þekk- ir eitt dæmi og líklega fleiri. Þú sérð fyrir þér grátna konu, brostnar vonir, hi^sdd börn og svívirt heim- ili. En tneðan þú vilt ekki berjast mótí át'Shgínu, hinum mikla friðar- og gleðispilli, þá getur þú kennt þér um áfengisbölið í þjóðfélaginu. Gleðileg Jól og áfengisnautn eigi ekki samleið. Ef allir kennimenn i kirkju og skóla, dómarar, læknar og löggjaf- ar kristinna þjóða gerðust boðberar bindindis með orðum o& eftirdœmi, vœri skammt þess að bíða, að áfengi yrði átrýmt til nautnar. Aumur er sá, er ekkert vírðir En aumastur er sá, er aldrei virðir rétt annara. Sá, sem fæðist á jólunum, kom til þess að þjóna, ekki sjálfum sér, heldur öðrum, öllum öðrum. Þjóns- lund hans brá birtu og bregður enn birtu yfir veröldina. Þjónslund hans er enn eina von hrjáðrar veraldar. Gleðileg Jól! Br. T.

x

Sjómannablaðið Nútíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Nútíðin
https://timarit.is/publication/868

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.