Sjómannablaðið Nútíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 6
6
N Ú T í Ð T N
f
f
f
Almennar samkomur J
á hverjum sunnudegi j
kl. 8,30 e. h, — |
Sunnudagaskóli kl. J
10 fyrir hádegi. — J
| Júlasamkomur f
{auglystar síðar. {
\ I
Jólin.
Ekkert af viðburðum ársins hrífur
kristna menn eins og jólahátíðin.
Pað er eins og öll tilveran sé þá
þrungin af friði gleði og ástúð.
„Yfir hauður og höf breiðir helginnar tjöld
með sinn dýrlega draum petta dulræna
kvöld“.
Og hvers vegna eru hugir manna
svo gagnteknir af göfugum hugsun-
um um jólin?
Pað vita ailir. Koma Jesú Krists
í heiminn var svo mikill og gleði-
ríkur viðburður, að hann gieymist
aldrei. Allir kristnir menn standa
í svo óendanlega mikilli þakklætis-
skuld við Jesú fyrir hin dýrmætu
áhrif hans á mannlífið. Jólin eru
eins og þyrnirunnurinn sem logaði
en brann ekki. Hve mörg jól sem
við lifum dvínar aldrei yiur þeirra
og birta,
Jólin eru hátíð fríðarins■
Jesús Kristur Iagði afar mikla
áherzlu á friðinn. Og ekkert hefir
þjáð mannfélagið eins og ófriður-
inn. Ógrynni fjár er árlega eytt til
herkostnaðar. Þjóðirnar stynja undir
hernaðarútgjöldunum. Engin lýsing,
hvorki munnlega eða á prenti getur
útmálað allar þær voðalegu hörm-
ungar, sem blóðug stríð valda.
Kristur heilsaði oft lærisveinum
sínum með þessum orðum: »Frið-
ur sé með yður«. Undir þessi orð
eigum við æfinlega að taka og
breyta eftir því. Mennirnir eiga í
allt of miklum deilum. Menn reið-
ast af litlu og fyrirgefa sumir seint
eða aldrei. Pað er ljótt.
Á hverjum jólum hljómar friðar-
boðskapur Jesú Krists til okkar
með nýjum krafti. Og sál okkar
verður friðsamari en aðra tíma.
Við elskum jólin öllu heitar, sem
alitaf boða frið á jörð, vor andi
gðus þá eiukum leitar með innilegri
þakkargjörð. í kofa og höllum
heyrum vér, hve himnesk jólagleðin
er.
Jólin er hátíð gleðinnar.
Þá er ýmislegt gert til þess að
gleðja menn. Þeir fá betri mat en
vanalega, eitthvað nýít til að klæð-
ast í, eða hafa sér til skemmtunar.
Þeir heimsækja vini og vandamenn,
ef hægt er, og skemmta sér á ýms-
an hátt.
Eg man hve glaður eg var á
jólum, er eg var barn. Hve hrifinn
eg var af því að koma í kirkju og
sjá þar prúðbúið fólk, með frið-
samlegan og glaðlegan svip.
Það er sagt að mikili máttur sé
fólginn í hugsunum vorum. Helgi
Péturss heldur því fram, að sam-
stilltir hugir margra þúsunda gætu
e. t. v. stöðvað eldgos og hafís,
Ýmsir brosa kannske að því. En
líklegt er, að hinar göfugu hugsanir
sem streyma út frá mörg hundruð
miljónum manna á jólunum geri
tilveruna þó unaðslegri.
Jólin er hátíð Ijósanna.
Á jólunum er kveiktur fjöldi Ijósa.
Menn vilja lýsa upp öll skot og
afkirr.a. Menn láta ljós lifa nótt-
ina helgu.
Ljósin hafa göfgandi áhrif. Við
erum glaðari þegar bjart er í kring
um okkur. Umhverfið hefir afar
mikil áhrif á okkur. Oleði okkar
og hamingja er svo mskið bundin
vsð birtu og yl.
Hið illa þrífst ekki vel í birtu,
Flestir glæpir stórborganna eru
framdir í skuggahverfum þeirra.
Vsö íslendingar erum farnir að
nota birtuna meír en áður. Eða
eyða meiru fé iii þess að hafa
góða birtu. Við sjáum að það er
nauösynlegt.
Híð andlega líf okkar verður feg-
urra í björtu umhverfi. En mismun-
urinn á jóiunum nú og fyrátímum
er töluverður. Þá var lífið hvers-
dagslega svo fátæklegt hjá ílestum,
að jólin báru svo miklu meira af
en nú.
Jólin eru hátíð kærleikans.
„Hvorki gripir né gull skapa gleðileg jól.
pað er ástúðin ein sem er eilífðarsól".
Margir verða hjálpsamari á jól-
unum en aðra tíma. Pað er sagt
um eldspýtnakónginn Kretiger, að
hann gæfi aldrei beiningamönnum-
En á einum jólum kom maður og
baðst beininga. Hann æilaði að
vísa honum á burí án þess að
víkja honum neinu. En þegar þjón-
ustustúlkan benti honum á að það
væru jól, gaf hann fátæka mannin-
um 10 krónur. Þannig verka jólin
á flesta til hins betra.
Aðalkjárninn í kenningu Krists
var kærleikurinn. Að elska Guð
og náungann var aðalboðorð hans.
Allt líf hans var lofsöngur til kær-
leikans og sannleikans. Óg jólin
minna oss bezt á Jesú og kenn-
ingar hans.
Menn bjóða hver öðrurn gleðileg
jól. Það er fallegur siður. En
mikið hefir það að segja, að það
sé sagt af heiium hug. Innantóm
ý : .. * ii -r, .jú' y'y,
■ v /•' :,í'í i' < i’v.'
I Hattabúð Akureyrar
fæst margt hentugt og faliegt til jólagjafa.
Sigrlður Kristjánsdóttlr.
'jomannasongur
fkýding úr ^fNorsku eftir <Ziafd, Z). Snœvarr.
Ég er á langferð um lífsins haf
og löngum breytinga kenni.
Mér stefnu Frelsarinn góður gaf —
ég glaður fer eftir henni.
Mig ber að dýrlegum, ljósum löndum
par lífsins tré gróa’ á fögrum ströndum
við sumaryl og sólardýrð.
Og stundum sigli ég blíðan byr,
og bræðra samfygld þá hlj?t ég;
og kjölfars hinna, er fóru fyr,
án fyrirhafnar þá nýt ég.
í sólarljósi er særinn fríður;
og sérhver dagurinn óðar líður,
er siglt er fyrir fullum byr.
En stundum aftur ég aleinn má
í ofsarokinu berjast,
Úá skellur niðadimm nóttin á,
svo naumast hægt er að verjast.
Ég greini’ ei vita né landið lengur,
en ljúfur Jesús á öldum gengur
um borð til mín í tæka tíð.
Mitt skip er lítið, en lögur stór
og leynir þúsundum skerja.
En granda skal hvorki sker né sjór
því skipi’, er Jesús má vei'ja.
Hans vald er sama sem var það áður;
því valdi’ er særinn og stormur háður.
Hann býður: Verði blíðalogn!
Pá hinsti garðurinn úti er
ég eygi land fyrir stöfnum,
og eftir sólfáðum sæ mig ber
að sælum, blælygnum höfnum.
Og ótal klukkur ég heyri hringja
og hersing Ijósengla Drottins syngja:
Velkominn hingað heim til vor!
Lát akker falla — ég er í höfn!
ég er hjá Frelsara mínum.
Far vel, þú æðandi, dimma dröfn!
vor Drottinn bregsl ekki sínum,
Á meðan akker í ægi falla
ég alla vinina heyri kalla,
sem fyrri urðu hingað heim.
orð eru lítilsvirði. Allt hjaðnar sem
blekking sé hjartað ei með sem
undir s!ær. Sá sem óskar öðrum
heilla af hjarta breytir vel við
náunga sinn. Hann veldur ekki úlf-
úð og sundurlyndi, kemur ekki illu
af stað, öfundar ekki aðra, níðist
ekki á öðrum.
Jólin hafa alltaf góð áhrif á kristna
menn- Þau eru eins og útsjónarhæð
tii ónumins skínandi Iands. Því
mennirnír hafa ekki ennþá fest var-
anlega byggð í ríki friðar, gleði og
kærleika.
Jóhann Scheving.
' Sími 333.
Ekkert jólabord
1 má vera án rjóma-
tertu og deserz
frá
T ryggva-bakaríi.
lllf
er bezt að kaupa hjá
B. /. Ólafssyni,
málara-
Sími 333.
Beztu kaupin
á brauðum og kök-
um til jólanna er í
Tryggva-bakaríi.
Ath ; Aílt sent heim.