Sjómannablaðið Nútíðin - 01.07.1938, Side 4
4
Guð sér allt
Tvö smásystkini, drengur og
stúlka, voru að leika sér í her-
bergi, þar sem mamma þeirra
hafði skilið eftir fulla kökukörfu.
„Sjáðu hvað þær eru fallegar“,
sagði Karl og rétti til hendinni
til þess að taka eina kökuna.
„Æ, nei, snertu ekki á þeim“,
sagði systir hans. „Manstu ekki
að hún mamma sagði að við
ættum að láta þær vera?“
„En hún taldi þær ekki, og
hún sér ekki þó ég taki eina“,
sagði Karl.
„En mundu það, Karl, að Guð
telur þær, og hann sér hvað þú
gerir“.
Karl lét kökuna vera og sagði:
„Þú hefir rétt fyrir þér, Guð
telur þær víst, það stendur í Biblí-
unni að hann telji stjörnurnar
og að öll vor höfuðhár séu talin“.
Stúlka óskast
á Sjómannaheimilið
Ksmpvangsstræti t.
\T t'l 'T' f T \J
Athugið
allur skófatnaður frá skóverksmiðjunni Iðunni hefir
LÆKKAÐ UM 1.0 PRC.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Skódeildin.
Auálýsin
um skoðun bifreiða og bifhjóla í Eyja-
fjarðarsýslu og Akureyrarkaupstað.
Samkvæmt bifreiðalögunum tilkynnist hér með, að skoðun
bifreiða og bifhjóla fer fram fyrir yfirstandandi ár, sem hér segir:
Hinn 4. júlí mæti A 1 til A 50
— 5. — — A 51 til A 100
— 6. — — A101 til A 150
— 7. — - A151 til A 185
— 8. — — E 1 til E 55
Ber öllum bifreiða- og bifhjólaeigendum að mæta með
bifreiðar sínar og bifhjól þessa tiiteknu daga við slökkviliðsstöðina
á Torfunefi hér í bæ, frá kl. 9—12 árdegis og 1—6 síðdegis.
Peir, sem eiga farþegabyrgi á vörubifreiðar, skulu koma
með þau til skoðunar ásamt bifreiðum sínum. Bifreiðaskattur
fyrir skattárið frá 1. júlí 1937 til 1. júlí 1938, skoðunargjald og
iðgjöld fyrir vátryggingu ökumanns verður innheimt um leið og
skoðun fer fram.
Sýna ber vátryggingarskírteini fyrir sérhverja bifreið, svo og
ökuskírteini hvers bifreiðastjóra.
Vanræki einhver að koma með bifreið sína eða bifhjól til
skoðunar og tilkynni eigi gild forföll, verður hannn látinn sæta
ábyrgð samkvæmt bifreiðalögunum. Petta tilkynnist hér með
öllum þeim, sem hlut eiga að máli, til eftirbreytni.
Akureyri 10. júní 1938,
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Sig. Eggei z.