Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 39
ir leiðtogar verkamanoa studdu stjórnina í ófriönum
og sumir tóku sæti í ráðuneytinu, Macdonald reis
öadverður gegn ófriðnum. Hann var sanntrúaður
friðarvinur, en bylgjur striðsæsingarinnar uxu hon-
um yfir höfuð. Hann féll tvívegis við þingkosningar
og friðarboðskapuj- hans var eins og rödd hrópand-
ans í eyðimörkinni. »Times« sagði, að Macdonald
væri orðinn «herra Enginn«. »Foringi sem allur her-
inn hefði yfirgefið«. Og jafnvel iþróttafélagið í fæð-
ingarbæ hans strikaði hann út af meðlimaskrá sinni.
Svo kom friðurinn. En England hlaut ekki þá ham-
ingju, sem menn höfðu þráð. Atvinnuleysi, verkföll
og alls konar andstreymi krepti að verkalýðnum. Og
nú hófst vegur Macdonalds að nýju. Hann kendi
ófriðnum og þeim, sem með völdin fóru, um ástand-
ið, og þegar hernaðarvímunni tók að létta af fólkinu,
beindist hugur margra að þeim stjórnmálamanni,
sem ávalt hafði unnið fyrir friðinn. MacdonaJds náöi
aftur völdum i flokki sínum og með ræðum sinum
og ritum lagði hann grundvöllinn undir stjórnmála-
starfsemi flokksins. Við kosningarnar 6. desember
síðastliðið varð verkamannaflokkurinn næststærsti
flokkur í þinginú, og 23. janúar myndaði Macdonald
nýtt ráðuneyti, hina fyrstu verkamannastjórn ”á
Englandi.
Pað var ekki árennilegt fyrir verkamannaforingja
að taka við völdum í þessu landi, sem höfðingjar
hafa stýrt frá alda öðli, og það því síður, sem flokk-
ur hans er ekki í meiri hluta í þinginu, og getur engu
komið fram á löggjafarsviðinu, nema með samkomu-
lagi við aðra flokka. Enda hefir breytingin ekki orð-
ið mikil. í utanríkísmálum hefir stjórnin miklu meira
vald og er óháðari þinginu. Aðalstarf Macdonals síð-
an hann varð forsætisráðherra hefir lika legið á því
sviði.
Hann byrjaði með því að viðurkenna Sovjetstjórn-
ina í Rússlandi. Vakti það allmikla gremju hjá íhalds-
(37)