Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 65
komnar, hvernig fólkiö i raun og sannleika er. Ef
paö er illrar ættar og ónýtrar, stoðar lítið að menta
pað, reisa skóla, bæta vegi og brjótast í öðrum
»framförum«. Pær yrðu ekki stórt annað en ný máln-
ing á fúið og hrörnað hús. Útlitið gæti prýkkað og
ofurlítið kynni pað að batna, en illt og ónýtt yrði
pað fyrir pvi. f*að má pví með fullum rétti segja,
að spurningin: hvernig eru íslendingar í raun og
sannleika, hverjar eru kynfylgjur peirra andlegar og
líkamlegar, sé undirstöðuatriði fyrir oss, sem allt
annað byggist á. Allar framtíðarhorfur vorar velta
á pví, hversu henni má svara.
Ýmsir dómar hafa verið á petta lagðir, bæði af ís-
lendiugum og útlendingum, sem hafa ierðast hér, en
misjafnir hafa peir verið og enginn hefir reynt til
að rannsaka íslendinga mannfræðislega svo teljandi
sje. íslendingar hafa alla jafna verið töluvert upp með
sér yflr pví, að peir væru af góðu fólki komnir og
»konungbornir« langt frammi i ættum, en pessi skoð-
un hefir aftur verið mestmegnis bygð á fornsögum
vorum og ef til vill að nokkru sprottin af pjóðar-
drambi. Staðgóð rök hafa ekki verið færð fyrir henni,
pví úr pessu gat ekkert skorið nema nákvæm rann-
sókn á fólkinu. Pá hafa og sumir haldið pví fram,
sjerstaklega Jón sagnfræðingur Aðils, að islenska
kynið væri mjög blandað Keltum og að íslendingar
væru kellnesk blendingspjóð líkt og Skotar, fremur
en eiginlegir Norðurlandabúar, og fundið pessu stað
í sögum vorum. Dómar flestra útlendinga hafa verið
lauslegar og alla jafna rangar ágiskanir, t. d. C. W.
Paikulls, sem ferðaðist hér á síðustu öld. Hann segir,
að íslendingar líkist að vísu Norðmönnum og Sví-
um i norðurhluta Noregs og Svípjóðar, að peir séu
yflrleitt preklega bygðir en pó fótastuttir og búklangir,
og fremur ófriðir. Hann hefir auðsjáanlega haldið oss
lægri vexti en Svía og Norðmenn.
Flestar siðaðar pjóðir hafa varið til pess miklu
(63)