Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2004, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 1. NÓVEMBER 2004
Fréttír DV
Síðastliðinn föstudag fóru fram umfangsmiklar lögregluaðgerðir i Reykjavík, Kefla-
vík, Akureyri og á Borgarnesi. Unnið var að þvi að endurheimta vodkabirgðir sem
stolið var úr verksmiðju Ölgerðar Egils Skallagrimssonar i Borgarnesi i byrjun
október. Lögregla lagði hald á um helming áfengisins. Rannsókn stendur enn yfir.
Verðmæti stolna vodkans er vel yfir milljón krónur.
Anna Pálína
látin
Anna Pálína Árnadóttir,
söngkona og dagskrárgerð-
arkona, lést á laugardags-
morgun á heimili sínu.
Anna Pálina var 41 árs þeg-
ar hún lést. Að því er fram
kemur í frétt Rfldsútvarps-
ins komu út sjö hljómplöt-
ur með önnu Pálínu. Átt-
undu plötuna kláraði hún í
haust og er hún væntanleg
á næstu vikum. Hún var
menntaður kennari. Með-
fram söngferlinum starfaði
hún síðasta áratuginn
einnig sem dagskrárgerðar-
maður á Rás 1. Anna Pálína
skrifaði bókina Ótuktin
sem fjallaði um líf með
krabbameini. Anna Pálína
lætur eftir sig eiginmann og
þrjú börn.
Miklu meira
íslenskt flug
Heildarflugtímar ís-
lenskra flugvéla jukust um
flmmtung í fyrra miðað við
árið 2002. Flug-
tímarnir voru
samtals 158 þús-
und á árinu 2003,
25 þúsund fleiri
en árið áður. Að
því er segir í árs-
skýrslu flugör-
yggissviðs Flugmálastjórnar
munar mestu um að hjá
flugfélaginu Adanta bættist
við 21 þúsund tími. Aukn-
ingin hjá fragtflugfélaginu
Bláfugli var 50% en hjá
Flugleiðum var aukningin
6%. Bent er á það í ár-
skýrslu rannsóknarnefndar
flugslysa að ekkert banaslys
var í fluginu í fyrra.
Ekki meira fé
í golf
Það koma ekki meiri
peningar á næst-
unni úr bæjar-
sjóði Mosfells-
bæjar í uppbygg-
ingu golfaðstöðu
í bænum. Golf-
klúbburinn Kjal-
ar hafði óskað
eftir viðræðum
um aðkomu
Mosfellsbæjar að byggingu
nýs golfskála. „Bæjarráð
bendir á að undirritaður
var samningur milli Golf-
klúbbsins og bæjarfélagsins
í júlí um aðkomu sveitarfé-
iagsins á uppbyggingu 18
holu golfvallar, starfs-
mannahúss og annarrar
aðstöðu þar sem verulegir
fjármunir voru lagðir í
þetta verkefhi að hálfu bæj-
arfélagsins," minnti sam-
hljóma bæjarráð á.
Rændu 100 kössum
af vodka í Bornarnesi
í byrjun síðasta mánaðar var brotist inn í verksmiðju Ölgerðar
Egils Skallagrímssonar á Borgarnesi og um 100 kössum af Pölst-
ar-vodka var stolið. Ölgerðin framleiðir þessa tegund af vodka
fyrir erlenda aðila en einnig er framleiddur íslenskur vodki í
verksmiðjunni. Lögreglan á Borgarnesi rannsakar málið og hef-
ur yfirheyrt eigendur hússins sem verksmiðjan er í.
Lögreglan á Borgarnesi segir að
tekist hafi að ná til baka hluta af
ránsfengnum. Gripið hafi verið til
aðgerða á föstudaginn eftir að
ábendingar bárust um hvar góssið
væri að flnna. Lögreglan í Keflavík, á
Akureyri og í Reykjavík aðstoðuðu
við aðgerðirnar sem voru umfangs-
miklar. Lögreglunni tókst að endur-
heimta um helming þess áfengis
sem stolið var.
Afgangurinn er talinn ganga
kaupum og sölum á svarta mark-
aðnum.
Eigendur grunaðir
Það var í byrjun síðasta mánaðar
sem brotist var inn í verksmiðjuna á
Borgarnesi. Lögregla telur að þrír
„Það voru töluverð
verðmætí tekin í
þessu máli."
menn á tveimur stórum bflum hafl
verið að verki. Farið var inn í birgða-
geymslur og um 100 kassar teknir,
samtals um fjögur hundruð lítrar af
áfengi.
Rannsókn málsins fór strax í
gang en það var ekki fyrr en á föstu-
daginn sem reynt var að endur-
heimta þýfið. Lögreglan staðfesti að
eigendur hússins sem verksmiðjan
er í hefðu verið yfirheyrðir og eru
grunaðir um verknaðinn.
Borgarnes Lögreglan á Borgarnesi telurstuld á 100 kössum af Pölstar-vodka úr verksmiðju í
bænum vera upplýstan. Eigendur byggingarinnar sem hýsir verksmiðjuna liggja undir grun.
Dapurlegt mál
Andri Þór Guðmundsson hjá Öl-
gerð Egils Skallagrímssonar segir
þetta hið dapurlegasta mál.
Pölstar-vodka Talið er að þrír menn á tveimur bílum hafí stolið Pölstarvodkanu i Borgarnesi og selt hluta þess á svörtum markaði.
„Það voru töluverð verðmæti tekin
í þessu máli,“ segir Andri. „Þetta var
Pölstar-vodki sem við ffamleiðum
fyrir erlenda aðila. Hann er í 200 milli-
Ktra flöskum, en flöskur af þeirri gerð
eru ekki á markaði hérlendis.“
Andri telur að verðmæti þess
áfengis sem var stolið sé vel yfir eina
milljón króna.
„Það er alltaf leiðinlegt þegar
svona gerist," segir Andri.
Eðalvodki
Pölstar-vodki er þekktur út um all-
an heim sem eitt af stóru merkjunum
á eftir Smimoff- og Absolutevodka. í
áfengisverslun rfldsins er hægt að
kaupa Pölstar red-vodka í 700 milli-
h'tra flöskum á 2800 krónur.
Samkvæmt heimildum DV er
verðið á svarta markaðsvodkanu þó
eitthvað undir verðinu hjá ÁTVR.
Lögreglan á Borgamesi segir málið
í sjálfu sér upplýst. Það á þó enn eftir
að klára máÚð og koma sökudólgun-
um bak við lás og slá.
simon@dv.is
Friðrik Þór hefur misst kjarkinn
Svarthöfði hefur fylgst af mikl-
um áhuga með umræðum um til-
nefningar til Edduverðlaunanna í
ár. Þar er fyrirferðamestur Friðrik
Þór Friðriksson en hann og félagar
hans hóta að draga kvikmyndina
Næsland úr keppni. Af því að hún
fær ekki nógu margar tilnefningar.
Eða öllu heldur af því að hún fær
ekki jafn margar tilnefningar og
hinar bíómyndirnar. Það hefur
verið sagt frá þessari hótun Frið-
riks á síðum DV. Svipað og þegar
sagt var frá hótun Friðriks Þórs um
að hann ætlaði að kæra þann
þekkta handrukkara, Annþór Krist-
Svarthöfði
ján Karlsson, fyrir líkamsárás en
Friðrik hélt því fram á síðum DV að
þessi piltur hefði barið hann í tætl-
ur á Ölstofu Kormáks og Skjaldar.
Það hefur hinsvegar komið á
daginn að Friðrik Þór þorir ekki að
kæra. Þess vegna telur Svarthöfði
litlar líkur á að Friðrik láti verða af
því að draga Næsland úr Eddu-
verðlaununum. Hann skortir
kjarkinn. Enda kannski enginn
jafnaðarmaður í sér, kallinn. Vill
Hvernig hefur þú þad?
„Ég hefþað bara fínt takk,"segir Kalli Bjarni ldol-stjarna.„Enda er ég búinn að vera
að klára alia enda i sambandi við útgáfu nýju plötunnar og að undirbúa smá ferð þar
sem ég kynni plötuna. Síðan ég vann Idolið hefég lítið komið við sjómennskuna
en stokkiö í allan fjandann annan eins og að mála báta og beita línu. Platan á
samt hug minn allan þessa dagana."
leyfa þeim sterku að berja á þeim
sem aumari eru og vill að góðar
myndir fái einfaldlega minna lof
en hinar slæmu.
Svarthöfði hefur skemmt sér
yfir þessu undanfarið og vonar að
gamanið frá Friðrik Þór haldi
áfram. Hann er auðvitað listamað-
ur, gamli maðurinn, og í honum
togast skemmtilegar andstæður.
Þetta er í raun eins og að vera í bíó,
stundum, og fyrir það getum við
þakkað Friðrik Þór.
Nú er því bara að bíða eftir
næstu frétt. Næstu hótun Friðriks
Þórs sem hann stendur ekki við.
Allt er þegar þrennt er.
Svarthöföi