Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2004, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 1. NÚVEMBER 2004
Menning DV
Umsjón: Páll Baldvin Baldvinsson pbb@dv.is
Seiðandi tangókvöld í
Iðnó á þriðjudagskvöld
Tangósveit lýðveldisins hefur
staðið fyrir mánaðariegum
tangókvöldum i iðnó í rúmt
ár. Þriðjudaginn 5. nóvem-
ber verður þriðja kvöld
þessa vetrar.
Þá geta tangóþyrstir dans-
arar, leikir og iæröir, fengið
leiðsögn í þessum seiðandi
dansi og notiö tónlistar
frábærra tónlistarmanna.
Húsiö verður opnað kl.
20.00, fyrsta klukkutimann
er boðið upp á leiðsögn en kl.
21.00 stlgur Tangósveit lýð-
veldisins á stokk og leikur til
kl. 23.00.
Sveitin erskipuð þeim Hjör-
leifi Valssyni fiðluleikara, Tatu
Kantomaa bandoneonleik-
ara, Ástvaldi Traustasyni
harmónikuleikara, Vigni Þór
Stefánssyni píanóleikara og
Gunnlaugi T. Stefánssyni
kontrabassaleikara.
Miðaverðerkr. 1.000.
Sýning á handverki
og hönnun
Á laugardag opnaði Handverk og hönnun
sýningu á nytjahlutum úr textíl i sýningar-
sal sínum í Aðaistræti 12. Sýningin er hald-
in I kjölfar samkeppni sem fjölmargir tóku
þátt í og valdi dómnefnd muni frá sextán
aðilum til sýningar.Á sýningunni eru fjöl-
breyttir hlutir úr textil.
Þeirsem sýna eru.Anna Guðmundsdóttir,
Ásdls Birgisdóttir, Birna Friðriksdóttir, Björg
Eiríksdóttir, Fríða S. Kristinsdóttir, Guðlaug
Halldórsdóttir, Guðný Maria Höskulds-
dóttir, Helga og Agnes Aspelund, Helga
Björg Jónasardóttir, Herdís Tómasdóttir,
Hrafnhildur Sigurðardóttir, Jóhanna G. Jó-
hannesdóttir, Rósa Helgadóttir, Sigríður
Ásta Árnadóttir, Sigríður Elfa Sigurðardótt-
ir og Snjóiaug G. Sigurjónsdóttir.
Sýningin stendur frá 30. október til 14.
nóvember í Aðalstræti 12oger opið alla
daga frá kl. 13.00 til 17.00 nema mánu-
daga.
Sinfóniuhljómsveit íslands.
Einsöngvari: G uðrún Jóhanna
Ólafsdóttir.
Stjórnandi: Gerrit Schuii.
Efnisskrá: Óperuforieikir og ari-
ur eftir Mozart, Rossini,
og Luna, Divertimento
eftir Mozart, Les préludes
eftir Liszt.
Háskólabíó 28. október.
Tónlist
Guðrún Jóhanna
og Gerrit Schuil
Sigurður Þór Cuðjónsson
fór að hlusta á björtustu von þjóðar-
innar i óperuheimi útlanda
G uðrún Jóhanna Ólafsdóttir sannaöi fjöl-
hæfni sína á þessum tónleikum. Hún er
jafnvíg á dýpt og óumræðilegan þokka
Mozarts, sprikiandi fjör og tækniþrautir
Rossinis og ástríðuþrungna gamansemi
spænsku zarzueia-óperettunar.
Ailar gerðir óperunnar hófMozart i æðra
veldi, jafnvel hina gamaldags atvariegu
óperu,„opera seria“en hann samdi þá sið-
ustu afþeim öllum,„La Ciemenza di Tito"
(Mildl Títusar), sem fjallar um ýmsar ástar-
flækjur í lifí Títusar keisara f Róm. Frægasta
arian í óperunni,„Parto, parto" er sungin af
viniTítusar sem heitirSextus og varhlut-
verkið upphaflega samið fyrir getdings-
rödd enernú yfirleitt sungiö af
messósópranrödd.Arian varfallega sung-
in en þvi er ekki að leyna að alræmdur
hljómburður hússins var upp á sitt versta
hvað sönginn varðaði. En þróttmikill klar-
inettleikur Sigurðar Ingva Snorrasonar
komstveltilskila.
Konsertaria Mozarts K505 hefur verið köll-
uð ástarjátning I tónum. Hún varsamin
fyrir Nancy Storace sem fyrst söng
Súsönnu f Brúðkaupi Flgarós. Þetta er
dúett milli söngraddar og einleikspfanós
með stuðningi hijómsveitar. Mozart lék á
píanóiö þegar verkið var frumfiutt og
Nancy söng. Þetta er ekki virtúósaverk
heldur innileg tónlist, þrungin þeirri hlýju,
nærgætni og viðkvæmni sem sprettur upp
þegar„skyldar sálir“ fá aö njóta sin saman.
Flutningurinn var svo sannfærandi að
gagnrýnandinn leyfði sér eitt andartak að
veröa svo sentimental að fmnast Mozart
sjálfur sitja við flygilinn ogNancyað slá
honum slna hjartanlegustu gullhamra.
Sjaldgæfsamvinna, næmi og tilfinning f
flutningi.
Forleikur óperunnar var hins vegar fremur
daufgerður og sömuleiðis divertimento
Mozarts K138, nema hægi kaflinn sem var
fallega spiiaður. Forleikurinn að Sem-
iramide eftirRossini varleikinn einkenni-
lega hrjúft en samt rffandi skemmtilega.
Verkiö eftir Liszt var flutt með stll, þunga
og krafti.
Gáskafullur hraðinn, ísmeygileikinn og
flugeldasýningarnar f söngnum t hinni
frægu aríu„Une vocepoco fa“úrRakar-
arnum I Sevilla eftirRossini varsem léttur
leikur fyrir Guðrúnu Jóhönnu og hljóm-
sveitin varsannarlega með á nótnum.
Hámark tónleikanna var þó spænska
óperettulagið eftir Pablo Lunaen þessi
tónlist er lítt kunn hér á landi. Söngurinn
var afburðallflegur og
skemmtilegurog
tæknin fin. Og viti
mennlVarekki
enn þá
skemmtilegra
aukalag sem
varalgjör
rúsína f pylsu-
endanum.
Guðrún Jóhanna
Ólafsdóttir
Hafir þú í hyggju að kála þér, en veist ekki alveg hvaða aðferð
væri best að nota þá er hægt að komast í sýnikennslu í Þjóðleik-
húsinu því þar eru íslensku aðferðirnar tíundaðar. Ég segi ís-
lensku aðferðirnar því gasinu er sleppt enda ákaflega óíslensk
aðferð við að drepa sig.
Á einum og hálfum klukkutíma
drepast flestar persónurnar sem til
verksins eru kynntar, detta niður af
svölum, reyna að ganga í sjóinn,
skera sig á púls, bruna hratt á mótór-
hjóli inn í vegg, snaran stendur fyrir
sínu að ógleymdri afsöguðu hagla-
byssunni sem ein óhamingjusöm sál
treður upp í sig og þeytir heilanum á
sér í slettum upp á vegg í nokkuð
flottu litasjói.
Klisjur og frasar
Klisjur og frasar á örþunnum lín-
um er uppistaða persónusköpunar
Hrafnhildar Hagalín í leikritinu
Norður sem frumsýnt var í Þjóðleik-
húsinu á föstudagskvöld. Salt og pip-
ar, svart og hvítt, hátt og lágt.
Maður getur ímyndað sér að höf-
undur hafi setið með stórt hvítt blað
fyrir framan sig og tengt saman tvo
og tvo punkta, dregið örþunna línu á
milli þeirra og fundið upp á því að
allir sem fara á flugstöð eru pör af
einhverju tagi. Ungt par sem getur
ekki lengur verið saman og heldur
ekki sundur. Gamalt par sem er eins
og ein heild. Hjón sem geta alls ekki
verið hjón vegna þess að hann er í
öðru pari sem hún veit ekki að hann
tilheyrir.
Úps þá er kominn þríhymingur í
stað línunnar á blaðinu hjá höfúndi.
Vasaljósaleikurinn
Framhjáhaldaparið er eins og
keyptur kækur úr bíómynd ffá 1969
þar sem leikstjórinn hefði líklega val-
Elísabet Brekkan
fór að sjá nýja leikritið
hennar Hrafnhildar
Hagalín og hefur margt
um það að segja.
Leiklist
ið Peter O’Toole í aðalhlutverk.
Frásagan fjallar sum sé um hóp
manna sem staddir em á flugstöð á
leiðinni norður en það verður seink-
un á vélinni og því tækifæri til þess
að lyfta fram örlögum þeirra sem
bíða.
Aðferðin er svolítið lík vasaljósa-
leiknum þar sem hópur stendur á víð
og dreif í myrkri og einn beinir svo
vasaljósinu og sá sem lendir í geisl-
anum á að segja eitthvað spekings-
legt.
Formtilraun
Það er alveg greinilegt að Hrafn-
hildur Hagalín hefur hér verið að
gera formtilraun og það er góðra
gjalda vert. Það má vera að þessi
formtilraun hefði skilað sér betur
hefði nálgun leikstjórans verið önn-
ur.
En sem formtilraun þá er þetta nú
ansi hreint erfitt leikrit. Eða sem leik-
rit er þetta nú ansi hreint erfið
formtilraun.
Allt þetta fólk á þessari flugstöð er
ffústrerað og óhamingjusamt. Nema
hugsanlega afgreiðslustúlkan sem
var í flugfreyjubúning frá gamla Loft-
leiðatímabilinu og Edda Amljóts-
dóttir glæddi spaugilegu ltfi og var
unun á að horfa.
Á flugstöðinni biðu ýmis pör,
gömlu hjónin sem voru á leiðinni
norður til þess að láta jarða son sinn
sem hafði dáið á óeðlilegan hátt. Lít-
ill drengur var á leiðinni til pabba
síns þar sem hann fer svo í ökutúr
sem endar með dauða þeirra beggja.
Ungt par vafrar um stöðina: hún er á
förum vegna þess að hún þarf að
hugsa sig um. Hann lyftir henni svo
ffam í salinn þar sem hún er alblóð-
ug og steindauð búin að skera sig á
púls fyrir norðan.
Mykur og snjókoma
Þegar norður kemur ráfar gamla
Erlingur Gíslason og Margrét Guðmundsdóttir Náttúrulega snillingar.
Halldóra Björnsdóttur og Þröstur Leo
Gunnarssonar Komu klisjunni ákaflega vel
tilskila.
konan út í myrkrið og snjókomuna
og sest á bekk og verður úti, miðaldra
framhjáhaldaparið lendir í þvi að
hann fleygir sér fram af svölum ó ó ó
líka fýrir norðan, og hjónin þar sem
eiginmaðurinn átti við kyn-áttunar-
erflðleika að stríða skaut sig með af-
sagaðri haglabyssu, tæknilega smart.
Kona mannsins sem notaði byssuna
hleypur svo niður í fjöru en er svo
heppin að henni er bjargað.
Svona efúr á að hyggja hefði verið
hægt að gera margt sniðugt úr þessu
handriti, því það getur ekki verið að
höfundur hafi séð eða sjái tilveruna
svona bókstaflega, sé svo þá þarf hún
náttúrulega að leita læknis.
Hvar var leikstjórinn?
Leikstjórinn hefur greinilega
gleymt að velja sér einhverja leið til
að fylgja og einhvern veginn ekki
ákveðið sig hvað hann vildi með
verkinu.
Það var greinilegt að þeir leikarar
sem vanastir voru gátu stjórnað sér
sjálfir og leitað í sfna reynslukistu
með það hvernig karakterinn ætti nú
að vera, en það kom svo niður á
yngstu leikurunum sem einnig vom
með úr mirmstu að moða í texta og
heildarpersónusköpun að leikstjórn-
arhlutinn var svona gloppóttur.
Eins og alltaf nú til dags var þykkt
hljóðteppi eða svo kölluð hljóðmynd
yfir öllu, svona einhvers konar púls-
tónar. Þessi hljóðmotta var svo sem í
lagi en það er misskilningur að halda
að hljóð og myndir og ál-flugtröppur
sem hægt er að hlaupa í, bjargi sýn-
ingum. Leikstjórinn hefði reyndar átt
að eyða aðeins meiri tíma í leikarana
í stað tímans sem ábyggilega hefur
farið í vafstur kringum leikmyndina
sem var ekki aðeins ljót heldur líka
furðulega óhentug.
Kjöt og bein
Þetta em þaulvanir og góðir leik-
arar sem þurfa ekki annað en að leita
í gullkistu reynslu sinnar til þess að
hlaða örlitlu kjöti utan á þessar ör-
þunnu beinagrindur.
Leikstjómarhluti verksins er sum
sé mjög óskýr. Hvert vill leikstjórinn
fara með þessari sýningu? Hvað er
hann að segja og hvaða aðferðum
beitir hann?
Manni er næst að halda að leikar-
ar hafi valsað meira og minna frjáls-
ir, og þess vegna verður unga parið
Norður eftir Hrafnhildi Haga-
lin. Leikstjóri: Viðar Eggerts-
son. Leikarar: Guðrún S. Gísla-
dóttir, Sigurður Skúlason, Edda
Arnljótsdóttir, Erlingur Gisla-
son, Margrét Guðmundsdóttir,
Halldóra Björnsdóttir, Þröstur
Leó Gunnarsson, Vigdís Hrefna
Pálsdóttir, ívar Örn Sverrisson,
Baldur Trausti Hreinsson,
Björgvin Franz Gíslason, Þór-
unn Lárusdóttir, Rafn Kumar
Bonifacius, Sigurður Stefán
Flygenring, Valdimar Örn
Flygenring. Lýsing: Páll Ragn-
arsson. Búningar: Filippía I.
Elísdóttir. Leikmynd: Rebekka
A. Ingimundardóttir
Hljóðmynd: Jón Hallur Stefáns-
son. Frumsýning á Stóra sviði
Þjoðleikhússins 29. október
2004.
Leiklist
nokkuð ótrúverðugt þótt Vigdís
Hrefna Pálsdóttir hafi virkilega lagt
sig alla fram við að vera ung, sorg-
mædd og taugaveikluð þá var mót-
leikari hennar ívar Örn Sverrisson
alls ekki að fatta af hverju hann var
þarna.
Það hefði verið betra að láta
Björgvin Frans Gíslason leika
kærastann því Björgvin hefur nær-
vem og það hafði hann svo sannar-
lega í sínu litla hlutverki unga
dópsalans eða hvað hann var þessi
sautján ára strákur sem var enn ein
klisjan. Hann var í símanum með
fráhneppta úlpu, nennti ekki að
passa ókunnan strák og reykti, sem-
sagt fullkominn eiturlyijasali. Lögg-
urnar tvær vom nú svolítið Kalla
Blómkvistlegar, enn ein klisjan. Tvær
löggur á innanlandsflugvelli að leita
að dópsala, sem þær finna svo.
Erlingur snillingur
Erlingur Gíslason er auðvitað
snillingur og í sínum gamla sarpi á
hann fullt af góðum köllum sem
hann dregur bara upp úr pússi sfnu
og einn slíkan góðan og blíðan feng-
um við að Sjá svo fullkomlega
áreynslulaust. Sama má segja um
Margréti Guðmundsdóttur.
Guðrún Gísladóttir fór á kostum í
sveiflunum sem einkenndu frústrer-
uðu eiginkonuna sem vissi ekki en
grunaði þó að maðurinn hennar
væri ekki allur þar sem hann var séð-
ur.
Sigurður Skúlason leikur eigin-
mann hennar og samspil þeirra er
mjög trúverðugt. Framhjáhaldaparið
er í höndum þeirra Halldóm Björns-
dóttur og Þrastar Leós Gunnarssonar
og þau komu klisjunni ákaflega vel til
skila. Þómnn Lámsdóttir var frábær í
litlu hlutverki sem einstæða móðirin.
Rembast eins og rjúpur
Þannig að þegar á heildina er litið
þá gerðu leikarar allt sem þeir gám,
rembdust eins og rjúpur við staura
og lögðu líf sitt í hættu en engu að
síður vom fagnaðarlæti áhorfenda
ákaflega hljóðlát.
Það er eins og formtilraunin sé
ekki lengur í gildi eftir að handritið
lendir í fangi leikstjórans.
Hvort er hér verið að lyfta tóm-
hyggju á stall eða berjast gegn henni?
Kannski er þetta bara tómhyggju-
sýning. Svona er tómhyggjan, haha
nú vitið þið það!!