Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2004, Síða 23
DV Fókus
MÁNUDAGUR 1. NÓVEMBER 2004 23
Jð tókum allt
blandaí surreu
skila þeirri rey
Richards verður
pabbi Depp
Rokkafinn Keith Richards
hefur samþykkt að leika föður
sjóræningjans Jacks Sparrow í
nýrri mynd um sjóræningjana
í Karabíahafinu. Johnny
Depp, aðalleikari myndanna,
sagði einmitt í viðtölum á sín-
um tíma að fyrirmyndin að
karakter sínum í fyrstu mynd-
inni, Pirates of the Caribbean,
væri Keith Richards og síðan
hefði hann spunnið út frá því
Það kemur talsvert á óvart að
Keith hafi tekið þetta að sér,
en hann hefur ekki verið
þekktur fyrir kvikmyndaleik
fram að þessu. Hlutverk hans
í myndinni verður ekki stórt
og er meira hugsað til gam-
ans. Samt sem áður verður
forvitnilegt að sjá hvemig
kappanum mun reiða af á
hvítatjaldinu.
Aðalfundur Bretta-
félags íslands
Nú á miðvikudaginn
verður aðalfundur
Brettafélags fslands
haldin aðTunguhálsi 11
kl. 19.30. Þarverðurfarið
yfir starfsemi síðasta
vetrar og ný stjórn kosin.
Ef maeting verður góð og
fundurinn gengur vel fyr-
ir sig gefst kannski tími til
að skoða eina eða tvær
brettamyndir, auk þess
sem einhverjar veitingar ' ■ k
verður í boði. Brettafélag- ,
ið hefur staðið fyrir alis
kyns uppákomum tengdum jaðaríþróttum upp
á síðkastið og vonandi verður engin breyting
þar á í vetur. Meðal þess sem félagið stóð fyrir í
ár voru nokkrar snjóbrettaferðir, m.a. upp á
Snæfellsjökul, og fljótlega verður farið í ferð til
útlanda svo eitthvað sé nefnt. Brettafélagið
vantar alltaf duglega starfskrafta þannig að
sem flestir eru hvattir til að mæta á fundinn og
bjóða sig fram í eitthvað embætti.
Frönsk mynd á
sunnudag
Frakkarnir í Alliance
franfaise láta ekki að sér
hæða og brydda sífellt upp
á sniðugum nýjungum. f
kvöld mæta þeir í Háskóla-
bíó með hjálp kvikmynda-
klúbbsins Filmundar og
horfa á myndina Herbergi
galdrakvennanna, eða
Chambre des magicennes.
Myndin er frá árinu 2000
og er gerð eftir kafla úr skáldsögunni
Les Yeux Bandés, sem hægt væri að þýða sem
Umbundnu augun, og er eftir hina norsku Siri
Hustvedt, eiginkonu Pauls Auster. Leikstjóri
myndarinnar heitir Claude Miler en hann hefur
gert fjölmargar myndir og þykir ná vel innilok-
unartilfinningunni i herbergi kvennanna.
Myndin er tekin á stafrænar myndavélar og er
með enskum texta. Sýningin hefst klukkan
20.00. Meðlimir íAlliance fá ókeypis inn.
„Það er reyndar mjög langt síðan upprunalega hugmyndin að því
að gera svona verk varð til, ætli það hafi ekki verið £ kringum 1997-98.
Síðan þá hef ég viljað koma þessari hugmynd á eitthvað form og svo í
fyrra gafst tækifærið þegar ég var beðinn um að koma með verk inn á
listahátíð sem haldin var í Hallgrímskirkju,“ segir tónlistarmaðurinn
Jóhann Jóhannsson sem á miðvikudaginn mun flytja verkið Virðulegu
forsetarí Neskirkju. Um er að ræða tónverk fyrir 12 manna lúðrasveit,
slagverksleikara og svokölluð drone-hljóðfæri. Verkið kemur út um all-
an heim í þessum mánuði á vegum Touch-útgáfunnar bresku, en það
fyrirtæki gaf einnig út fyrsta disk Jóhanns, Englaböm, fyrir tveimur
árum.
Flytjendur á tónleikunum verða þeir sömu og tóku þátt í upptöku
plötunnar, þ.e. blásarasveit úr röðum Caput-hópsins undir stjórn
Guðna Franzsonar, Skúli Sverrisson, Matthías M.D. Hemstock, Hörð-
ur Bragason og auðvitað Jóhann sjálfur.
„Frumflumingur verksins tókst það vel að ákveðið var að taka þetta
upp og gefa út. Við tókum allt upp í Hallgn'mskirkju með það fyrir aug-
um að hljóðblanda í surround-bíókefi. Tilgangurinn með því var að
reyna að koma til skila þeirri reynslu að sitja í Hallgrímskirkju og hlusta
á þetta live," segir Jóhann, en þegar verkið er flutt eru hljóðfæraleikar-
arnir á víð og dreif um kirkjuna. Sumir aftast en aðrir fremst.
„Við notum rýmið í kirkjunni mikið og það skiptir miklu máli í
flutningnum," segir Jóhann sem er mjög ánægður með hvernig upp-
tökurnar tókust til. Platan, Virðulegu forsetar, er tvöföld og þar má
finna verkið á venjulegum geisladiski og DVD þar sem umrædda sex
rása surrond-hljóðblöndun verður að finna. Verkið verður, eins og
áður sagði, flutt á miðvikudag í Neskirkju kl. 21.00