Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2004, Blaðsíða 32
I—* i i J a
jjfoxm5xot Við tökum við I
fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem
birtist, eða er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta
fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar
| nafnleyndar er gætt. i ^ > r-/ r \ C \ t \
■— zjzjU zJUjJD
SKAFTAHLÍÐ24, 105REYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910 ] SÍMIS50S000
• Flótti er ríkjandi meðal emb-
ættismanna í ráðhúsinu. Fyrstur
til að fara var Vilhjálmur H. Vil-
hjálmsson borgarlög-
maður sem þoldi ekki
við oghætti.Áhæla
hansfór Bjömlngi
Sveinsson borgarverk-
fræðingur sem hættir
eftir rúmlega ársstarf til
að taka við starfi sparisjóðsstjóra.
Hann mun hafa sagt að hann
þyldi ekki lengur ráðhúsklíkuna.
Helga Jónsdóttir borgarritari,
Sigurður Snævarr borgarhag-
fræðingurog Kristín Einarsdótt-
ir, framkvæmdastjóri miðborgar-
stjómar, em öll í flóttahug ef
marka má að þau hafa öll sóst
eftir starfi utan ráðhússins. Talað
er um valdhroka „litlu ljótu
klíkunnar" sem stjórnað sé af
Degi B. Eggertssyni, formanni
stjómkerfisnefndar og Þórólfi
Ámasyni borgarstjóra...
Snýr maður þá
sjónvarpinu öfugt?
3
Rokklingurinn orðinn stór Byggir
blokkir og eignast barn
„Mig minnir að ég hafi byrjað í
Rokklingunum árið 1989, þá var ég
9 ára,“ segir Thorberg Einarsson,
fyrrverandi Rokklingur og
núverandi byggingarverkamaður.
Thorberg, eða Tobbi eins og
hann er gjarnan kallaður, var einn
aðalliðsmanna Rokklinganna,
söngsveitarinnar sem gerði garð-
inn frægan í lok níunda áratugarins
og náði miklum vinsældum. Tobbi
segir tímann með Rokklingunum
hafa verið skemmtilegan, enda nóg
að gera við söng og dans á þeim
tíma. Tobbi vakti athygli margra á
plötum Rokklinganna fyrir bros sitt
og skemmtilegan söng.
„Þetta var að minnsta kosti gott
fyrir egóið,“ segir Tobbi og hlær.
„Þetta var gaman og ég sé ekki eftir
því að hafa prófað þetta," segir
hann, en Tobbi komst í Rokkling-
ana þegar hann fór í söngprufu
sem Birgir Gunnlaugsson, betur
þekktur sem B-ið og G-ið í BG, og
Ingibjörg héldu. Thorberg var á
þessum árum búsettur í Grindavík
og hann og Júlíus Daníelsson sveit-
ungi hans fengu báðir inn í þessa
vinsælu söngsveit. Lítið hefur farið
fyrir þeim félögum síðan Rokkling-
Tobbi og Rokklingarnir Rokklingarnir
slógu Igegn um miðjan niunda áratuginn
og Tobbi fann fyrirþví. Hafði gaman aföllu
saman og útiiokar ekki frekari sigra á
söngsviðinu. Thorberg er þriðji frá vinstri í
neðriröð.
arnir liðu undir lok í byrjun ársins
1991 en Júlíus hefur snúið aftur í
Idol-stjörnuleit þar sem honum
hefur gengið vel að heilla Bubba og
félaga.
„Nei ég hef nú lítið komið fram
síðan Rokklingarnir hættu,“ segir
Tobbi sem nú starfar við húsbygg-
ingar hjá Pallaþjónustunni. „Það er
einna helst að ég syngi í sturtunni.
Svo er ég líka helvíti góður í bíln-
um,“ segir Tobbi sem undanfarin
ár hefur stundað sjóinn af kappi.
Hann er nú nýkominn í land og í
byggingarvinnuna.
„Ég á von á barni með kærust-
unni minni, Júlíönnu Ólafsdóttur,
5. nóvember svo það er nóg að
gera,“ segir Tobbi sem segir að
hann myndi hiklaust leyfa barninu
sínu að ganga í Rokklingana gæfist
til þess tækifæri. „Og að því gefnu
að barnið vilji það sjálft," segir
Rokklingurinn fyrrverandi sem enn
er rokkari.
Á von á sínu fyrsta barni Thorberg hefur
fengist við ýmislegt frá þvihann yfirgaf
Rokklingana, t.d. verið á sjó og byggthús.
Biður núíofvæni eftir sínu fyrsta barni sem
væntanlegt er Iheiminn um miðjan mánuð-
inn.
- En varstu ríkur afþessu?
„Nei það varð ég ekki,“ segir
Tobbi og brosir. „Ætli mig hafi ekki
vantað umboðsmann til þess,“
bætir hinn verðandi faðir við.
Sjónvarp fyrir samkynhneiqða
Þorvaldur Kristinsson formaður
Samtakanna 78 segir að hann eigi
ekki von á að sérstök sjónvarpsstöð
verði sett á laggirnar fýrir samkyn-
hneigða hérlendis. Nýlega fór slflc
stöð, Pink TV, í loftið í Frakklandi og
svipaðar stöðvar er nú að finna í
Bandaríkjunum, Kanada og Ítalíu.
„Þetta hefur aldrei komið til um-
ræðu í okkar hóp hér heima á ís-
landi," segir Þorvaldur. „Hins vegar
gerir alþjóðavæðingin á þessum vett-
vangi það að verkum að við eigum
auðvelt með að nálgast þetta efni. Til
dæmis má nefna að margir þættir af
þessum sjónvarpsstöðvum ytra em
fáanlegir á DVD-diskum.“
Sjálfur hefúr Þorvaldur séð efni frá
þessum stöðvum, einkum frá Evr-
ópu, og hann segir að margir þætt-
Þorvaldur Kristinsson „Hins vegar
gerir alþjóðavæðingin á þessum vett-
vangiþað að verkum að við eigum
auðvelt með að nálgast þetta efni.
imir séu mjög áhugaverðfr. „Þeir hafa
svo aftur góð áhrif á okkar menningu
hér heima. Það er alltaf athyglisvert
að fýlgjast með hvað okkar fólk ytra
er að stússa þá og þá stundina," segir
hann.
Allt óruglað um helgina
Stöð 2 og Fjölvarpið vom
ómglaðar um helgina. Ástæðan var
prófanir á hinu nýja digital-kerfi sem
Islenska útvarpsfélagið er að taka í
notkun. Þeir sem ekki em áskrifend-
ur gátu því horft á fjölda erlendra
stöðva auk Stöðvar 2 og Sýnar.
„Vonandi er þetta búið núna,“
segir Pálmi Guðmundsson markaðs-
stjóri hjá íslenska útvarpsfélaginu.
Hann segir prófanir á hinu nýja
digital-kerfi ástæðu þessarar
óvæntu kjarabótar fyrir sjón-
varpsáhorfendur.
Pálmi segir jafnframt að byrjað
verði að afhenda hina nýju mynd-
lykla eftir helgi. Hann reiknar með
sex vikum í að afgreiða póstnúmer
frá 101 til 260. Fólk á vegum ís-
lenska útvarpsfélagsins muni banka
upp á og skipta um myndlykla en
þeir sem ekki geta beðið mega koma
upp á Krókháls og fá sér nýjan lykil.
„Þetta mun skýrast betur á næstu
vikum,“ segir Pálmi. Hann býst ekki
við því að Stöð 2 verði órugluð næstu
daga en vonar að þessi stutti tími sem
áhorfendur fengu Stöð 2
frítt muni selja
einhverjar
áskriftir.
Pálmi Guðmundsson markaðsstjóri
Segir prufanir á nýjum myndlyklum
ástæðuna fyrir þessari óvæntu
sjónvarpshelgi.
Retís ehf.
201 Kópavogt
S S44 8855
F 544 8854
retis@retis.is
www.retis.is
Kassakerfi
Touch-store afgreiðslukerfið er eitt
öflugasta kerfi sinnar tegundar á
markaðnum í dag.
íslenskt kerfi með frábæra eiginleika.
Tekur sölumann aðeins 30 min að læra
á grunneiginleika kerfisins.
i n v e n t
SNERTA
Fjöldinn allur af viðbótareiningum
fáanlegur og tenging möguleg við öll
helstu fjárhagskerfi.
Viðskiptahugbúnaður
dk viðskiptahugbúnaður byggir á
heildstæðu kerfi, þar sem
notendaviðmót er samræmt á milli allra
kerfishluta.
Kerfið er mjög notendavænt, myndrænt
og hægt að vera með marga óskylda
glugga opna samtímis.
Kerfið er byggt upp af mörgum
kerfiseiningum sem velja má saman
eftir þörfum. Alltaf er hægt að bæta við
kerfiseiningum á þægilegan máta.
í þjónustu erum við best
3
«0
(0
c
£
>
■
t
Q)
X
<0
(fí
Ifí
ra
*
i
lm
3
*0
(0
c
v3
.Q
Ul
3
£
fO
+•*
CL
X
(fí
<0
>
c
<fí
3
GS
L.
C3
T3
X
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
•-sr