Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2004, Side 8
8 MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004
Fréttir DV
hermann
„ Við stöndum á bak við
Scott. Leikmenn liðsins hitt-
ust á laugardaginn og fóru
yfir málið. Þetta er gríðar-
legt áfall fyrir alla."
Þegar sjúkraflutningamenn bar
að var púlsinn tekinn að veikjast á
Flemming Tolstrup. Hann var
fluttur á Heilsugæslustöð Suður-
nesja þar sem hann var úrskurðað-
ur látinn.
„Við erum með mjög góða dyra-
verði og öflugt eftirlitsmyndavéla-
kerfi," segir Páll. „Okkar menn
brugðust hárrétt við. Hringdu strax
á lögregluna og voru að undirbúa
lífgunartilraunir þegar sjúkraflutn-
ingamennina bar að. Þetta er mik-
ið sjokk fyrir okkur sem rekum
staðinn."
Flemming Tolstrup var 33 ára
þegar hann lést.
Viðbrögð danska hersins
DV hafði samband við Lone
Traehol, offursta í danska flug-
hernum. Hún segir að Flemming
hafi verið reyndur flugmaður sem
hafi dáið við skyldustörf.
„Við höfum látið fjölskyldu
Flemmings vita,“ segir Lone.
„Danski herinn hefur enga lögsögu
yfir rannsókninni. Hún er í hönd-
um íslensku lögreglunnar. Um leið
og rannsókn á líki Flemmings er
lokið munum við sækja hann á
herflugvél og flytja til Danmerkur.
Þar mun fjölskyldan halda minn-
ingarathöfn og félagar hans í hern-
um votta honum virðingu sína.“
Æfði hnefaleika og drap
mann með einu höggi
Scott Ramsay er mikill áhugamaður um hnefaleika. _____
Guðjón Vilhelm Sigurðsson, hnefaleikaþjálfari í
Keflavík, segir að Scott hafi ætlað að byrja að / \
æfa með hnefaleikafélagi Keflavíkur B.A.G. i /
vetur. Hann hafi þó ekki verið byrjaður á /
reglulegum æfingum með félaginu. I
„Hann hefur mikinn áhuga á hnefaleik- I
um, “ segir Guðjón Vilhelm. „Þetta er prýð- \
isdrengur, afbragðsrólegur og ætlaði að \
vera með okkur i vetur. Hann á engan feril \ jÆKSB/
sem boxari þó hann hafi eitthvað æft og hef- \.
ur aldrei verið orðaður við ofbeldi."
Guðjón Vilhelm segir að í hnefaleikabransanum sé
það ekki óþekkt að menn hafi dáið í hringnum við aðeins eitt högg.
Stundum myndist eins konar gúlþur í heila manna sem geti sprungið við
eitt högg og valdið alvarlegum afleiðingum.
„Það er alltafeinn og einn sem er veikur fyrir," segir Guðjón.„Þetta gæti
eins hafa gerst við fótboltaskalla og hnefahögg."
Knattspyrnumaðurinn Scott Ramsay sló danska hermann-
inn Flemming Tolstrup þungu hnefahöggi á skemmtistaðn-
um Traffic í Keflavík á aðfaranótt laugardags. Flemming
Tolstrup rotaðist og lést skömmu síðar. Málið telst upplýst.
Eftirlitsmyndavélar á Traffic tóku árásina upp og fyrir ligg-
ur skýlaus játning Scotts Ramsay sem sleppt var úr gæslu-
varðhaldi í gær. Danski herinn segir Flemming Tolstrup
hafa verið drepinn með skyldustörf.
Hús Scotts f Keflavík Fórþangað beint
eftir varðhaldið í gær.
Á aðfaranótt laugardags réðst
Scott Ramsay, leikmaður meistara-
flokks Keflavíkur í fótbolta, á
Flemming Tolstrup, danskan her-
mann. Scott sló hann í höfuðið og
Flemming lést skömmu síðar. Vitni
á staðnum segja danska hermann-
inn hafa verið að daðra við kær-
ustu Scotts. Eftirlitsmyndavélar
tóku árásina upp og því telst málið
upplýst. Scott var sleppt úr gæslu-
varðhaldi í gær en vill ekki tjá sig
um málið.
„Við stöndum á bak við Scott.
Leikmenn liðsins hittust á laugar-
daginn og fóru yfir málið. Þetta er
gríðarlegt áfall fyrir alla,“ segir
Rúnar Arnarson formaður knatt-
spyrnudeildar Keflavíkur. Hann
segir liðið hafa fengið aðstoð
prests. Leikmenn reyni að styðja
hvorn annan.
Átökin milli Scotts og Flemm-
ings blossuðu upp á skemmti-
staðnum Traffic í Keflavík á aðfara-
nótt laugardags. Scott sló danska
hermanninn einu hnefahöggi í
andlitið og hvarf svo á brott. Lög-
reglan handtók Scott á heimili
sínu. Að sögn lögreglunnar var
hann ofurölvi.
Átök á eftirlitsmyndavél
Starfsmenn Traffic huguðu að
Flemming eftir að hann var sleginn
í andlitið. Pálmi Þórarinsson, einn
af eigendum staðarins, segir að
hermaðurinn hafi verið sleginn í
rot. Dyraverðir hafi flutt hann í sér-
stakt starfsmannaherbergi og
hringt á sjúkrabíl.
Barinn á Traffic Fyrir framan þennan bar var danski hermaðurinn Flemming Tolstrup sleginn
til bana.
Flemming var yfirliðþjálfi í
danska flughernum. Hann var feng-
inn til að fljúga með sex öðrum her-
mönnum sem siglingarfræðingur. í
frétt Ekstrablaðsins af málinu kem-
ur fram að hermennirnir sex sem
voru hér á landi með Flemming hafi
hlotið sálfræðiaðstoð og muni snúa
aftur til Danmerkur þegar rannsókn
málsins er lokið.
Scott Ramsay á að baki farsælan
feril sem knattspyrnumaður hér á
landi. Hann er skoskur, 29 ára gam-
all.
danski hermaðurinn vera að reyna
við unnustu sína. Scott hafi á
ákveðnum tímapunkti farið út og
þá hafi Flemming fært sig upp á
skaftið. Þegar Scott sneri aftur hafi
runnið á hann æði og hann slegið
Danann.
Lögreglan í Keflavík handtók
Scott Ramsay seint á aðfaranótt
laugardags. Hann var á laugardag-
inn úrskurðaður í gæsluvarðhald
Scott sloppinn
Lögreglan í Keflavík vildi sem
minnst gefa upp um atburðarásina
sem varð til þess að Flemming
Tolstrup lét lífið.
DV ræddi við vitni á staðnum
sem sagði að Scott hefði verið af-
brýðisamur. Honum hefði þótt