Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2004, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2004, Síða 9
DV Fréttir MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004 9 Tilboð á dönskum bjór * Hljómsveitin Á móti sól hélt uppi stuðinu á skemmtistaðnum Traffic á laugardagskvöld. Að sögn Guðmundar Magna Ásgeirsson hljómsveitarmeðlims var stemningin með besta móti. Ekki var mikið um ólæti. Kannski vegna atburða síðustu nætur. „Já, fólk hegðaði sér betur en vanalega. Þetta voru mjög fínir tónleikar en óneitanlega setti þetta mál svip sinn á 'I kvöldið," segir Magni. Nokkrir tónleikagestir höfðu samband við DVog kvört- uðu undan„svörtum húmor" söngvara Á móti sói. Hann á að hafa haft á orði að sérstakt tilboð væri á barnum á - dönskum bjór. Magni játar því að hafa heyrt þessu fleygt um kvöldið. „Það er náttúrlega ekki hægt að ásaka alla Keflvíkinga um það sem einn gerir," segir Magni.„Þetta er auðvitað hrika- legt mál og ótrúlegt að maðurinn skuli hafa látist við eitt högg. Lífið heldur samt áfram. Ég held að þessi orð hafi ekki farið fyrir brjóstið á neinum." til mánudags en sleppt um fjögur- leytið í gær. Þá hafði Scott játað að hafa slegið manninn. Sú staðreynd, ásamt því að árásin náðist á eftir- litsmyndavélar, útskýrir af hverju rannsóknin tók svo skamman tíma. Ekki náðist í Scott Ramsay í gær. simon@dv.is GLÆSTUR FERILL SCOTTS RAMSAY Nafn: Scott Ramsay Fæddur: 2. október 7 975 Lið erlendis: Stranraer, Patrick, East Stirling í Skotlandi. Ferill í deildarkeppni á íslandi: 7 996 Reynir S. (C-deild) 7 997 Reynir S. (B-deild) 1998 Grindavík (A-deild) 1999 Grindavík (A-deild) 2000 Grindavík (A-deild) 2001 Grindavík (A-deild) 2002 Grindavík (A-deild) - Samdi við KR í október2002 en hætti hjá liðinu í apríl 2003 og fór heim til Skotlands. Kom aftur til Islands í maí og gekk til liðs við Keflavík. 2003 Keflavík (B-deild) 2004 Keflavík (A-deild) Titlar á ísland: Deildabikar með Grindavík (2000) 1. deildarmeistari með Keflavík (2003) Bikarmeistari með Keflavík (2004) Jórdanskur einkalæknir Arafats segir að palestíriska þjóðin eigi að heimta fullar skýringar á veikindum leiðtoga síns og dánarorsök. Hann annaðist Arafat í aldarfjórðung og undrast hve hratt honum hrakaði á sjúkrahúsinu í París. □nkalæknir Arafats krefst krufningar I viðtali við arabísku sjónvarpsstöðina AL-Jazeera segir jór- danskur einkalæknir Arafats, Ashraf al-Kurdi, ýmislegt undar- legt við veikindi og dauða leiðtoga Palestínumanna. Hann kveðst hafa komið til höfuðstöðvanna í Ramallah í októberlok, þá hafði Arafat litla matarlyst og var með rauða bletti í andlitinu. Hann og aðrir sérfærðingar hefðu því rannsakað hann og kom- ist að því að hann þjáðist af skorti á blóðflögur. Þeim hafi hins vegar ekki tekist að finna ástæðu þessa og því ákveðið að senda Arafat á sjúkrahús í París til frekari rann- sókna. Að sögn AI-Kurdi átti hann að fara með Mahmud Abbas til Parísar, þegar Arafat hrakaði, en Abbas flýtti sér úr landi án þess að láta hann vita. Jórdanski læknirinn segist svo engar frekari fregnir hafa fengið frá franska sjúkrahúsinu fremur en aðrir, palestínskir ráðamenn hafi sagt sér að í kringum Arafat væri járntjald og að einungis Súa, eigin- kona Arafats, hefði vitað hvað á gekk. Engu væri líkara en að frönsku læknunum hefði verið bannað að segja frá ástandi Arafats opinberlega. Hann undrast og hversu hratt leiðtoganum hrakaði eftir komuna á sjúkrahúsið og ekki síður að læknar þar skyldu ekki sjá sóma sinn í því að hafa þá samband við hann en hann annaðist Arafat í rúman aldarfjórðung. Al-Kurdi segir að palestínska þjóðin eigi heimtingu að fá allar upplýsingar um veikinda og dauða leiðtoga síns og minnir á ítarlegar fjölmiðlafréttir af heilsufari Bills Clinton og Dicks.Cheney. Ástæður veikinda og dauða leiðtoga Palest- ínumanna svo og meðferðina á franska sjúkrahúsinu verði að rannsaka og gera opinberar og því krefst hann þess að Arafat verði krufinn hið fyrsta. Ashraf al-Kurdi, jórdanskur einkalækn- ir Arafats „Sendum Arafat til Frakklands í frekari rannsóknir en fáum engar upplýsing- ar frá sjúkrahúsinu þar." Frábær verðtilboð á heilsársdekkjum/vetrardekkjum. 155/80R13 frá kr, 4.335 $S$0 185/65R14 frá kr, 5.300 /t590 195/65R15 frá kr. 5,900 8.990 195/70R15 8 pr.sendib.frá kr.BAÍS 12'JuO Léttgreiðslur Sækjum og sendum bílinn þinn! BÍUKO' Jniuutxitm bilkoiis. Smiöjuvegi 34 j Rauð gata | bilko.is | Simí 557-9110

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.