Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2004, Síða 12
12 MÁNUDACUR 15. NÓVEMBER 2004
Fréttir T3V
Rótarýmenn
fækkafötum
Félagar í Rótary í
NewYorkkoma
fram naktir á alman-
aki sem kemur út
um áramótin. Karl-
amir eru orðnir leiðir
á hefðbundnum fjár-
öflunarleiðum. Þeir
fengu hugmyndina
úr myndinni Calendar Girls
sem fjallar um miðaldra
breskar konur sem pósuðu
naktar á almanaki. Karlarnir
em miðaldra og í misjöfnu
formi. Almanakið hefúr
mætt mótstöðu annarra
Rótarýklúbba og þá kváðu
sumar eiginkonumar rauðar
af reiði.
Ellibelgir tekn-
ir meðkókaín
Lögreglan í Austurrlki
hefúr í nógu að snúast þegar
eldri borgarar em annars
vegar. Um helgina var hópur
eldri borgara handtekinn
fyrir eiturlyfjasölu. Um er að
ræða glæpaklíku eldri borg-
ara sem hafði lifibrauð af því
að sjá vændiskonum í Vin
fyrir nægu kókaíni. Gömlu
mennimir sóttu eiturlyfin til
Belgíu og fóm jafnan ak-
andi. Málið hefúr vakið at-
hygli en stutt er síðan þýskir
lögreglumenn handtóku
hóp ellilífeyrisþega - þeir
höfðu stundað bankarán.
DóttirPino-
chets iðrast
Elsta dóttir
Augustos Pinochet,
fyrrum einræðis-
herra í Chile, viður-
kenndi um helgina
að hún væri gjör-
samlega miður sín
yfir 17 stjómarárum
föður síns þar í landi.
Pyntingar á föngum sem þá
hafi viðgengist hafi verið
óréttlætanleg villimennska.
Opinber skýrsla um pynt-
ingamar er í smíðum, byggð
á viðtölum við 35 þúsund
fyrrverandi fanga. Dóttir
Pinochet telur ólíklegt að
faðir sinn hafi fyrirkipað
pyntingamar sjálfur.
„Maður mætir sífellt fleiri brott-
fluttum Austfirðingum á götum
Reykjavíkur. Samfelldur brott-
flutningur var afsvæöinu meö
stuttu hléi þegar framsóknar-
áratugurinn gekkyfírmeð til-
heyrandi skuttogaravæöingu.
Um árabil stjórnaði ég þætti í
Ríkisútvarpinu sem hét ÚrAust-
fjarðaþokunni. Ég byrjað yfír-
leitt á sama inngangi:„Sýnt
hefur
Landsíminn
framá .....
að tíundi hluti þjóðarinnar bjó
á Austurlandi allt frá land-
námstíð og fram undirmiðja
20 öld. Nú búa þar um 4 prós-
ent þjóðarinnar. Hvað veldur?“
Það hlýtur að gleðja mitt aust-
fírska hjarta að skynja þá bjart-
sýni og sjá þá margþættu upp-
byggingu sem hafín er á Mið-
Austurlandi," segir Vilhjálmur
Einarsson, fyrrverandi skóla-
meistari á Egilsstööum.
Svo virðist sem Jóni Þorra Jónssyni, sem játað hefur rán í Búnaðarbankanum við
Vesturgötu fyrir ári, hafi snúist hugur um frásögn sína af ástæðu ránsins. Hann
sagðist upphaflega hafa rænt bankann til að greiða skuld við handrukkara. Síðan
sagði hann við DV að sagan væri uppspuni. Nú er hann aftur með handrukkara-
söguna fyrir dómi. Meintur vitorðsmaður hans neitar að hafa vitað hvað stóð til.
Búnaðanbankaræningi
vildi friða handrukkara
Munur á vasahníf og verkfæri og fræðigrein umdeilds hæstarétt-
ardómara voru meðal viðfangsefna í lokaræðum lögmanna í
bankaránsmáli sem dómari fékk til umfjöllunar fyrir helgi. Tveir
karlmenn á þrítugsaldri, Jón Þorri Jónsson og Helgi Sævar Helga-
son, bíða nú dóms vegna ráns sem sá fyrrnefndi hefur viðurkennt
að hafa framið í Búnaðarbankanum við Vesturgötu fyrir sléttu
ári. Helgi Sævar neitar að hafa átt nokkurn þátt í ráninu.
Jón Þorri veitti DV viðtal þegar mál
hans og Helga Sævars var þingfest í
sumar. Þá sagði hann, spurður um þá
frásögn sína við skýrslutöku hjá lög-
reglu að handrukkarar hefðu hvatt
hann til bankaránsins vegna skulda:
„Ég sagði það bara af því að ég vissi að
sú skýring yrði auðveld. Auðvitað var
það ekki rétt.“
Jóni Þorra virðist þó hafa snúist
hugur því við aðalmeðferð málsins
nú í október hélt hann sig við hand-
rukkarasöguna og þá skýringu að
stærstur hluti ránsfjárins, sem var
rúmar 400 þúsund krónur, hafi farið í
að greiða fíkniefnaskuld.
Hvenær er hnífur verkfæri?
Jón Þorri rændi Búnaðarbankann
við Vesturgötu þann 18.
nóvember fyrir ári.
Ránið vakti feikna at-
hygli enda áttunda
bankaránið á árinu, j
og í raun það átt-
unda á sjö mánuð- !
um.
Helgi Sævar
beið hans fyrir .
utan bankann ,
og ók á brott |
með
í héraðsdómi fyrir helgi Jón
Þorri bar sig nokkuð vel fyrir
dómi en gjaidkerinn sem afhenti
honum peningana óskaði eftir
þviað Jón viki úrsalnum meðan
hún bæri vitni.Jón varð viö þvi.
„Þessi hnífur, sem
sækjandi kýs að kalla
svo, er í raun miklu
frekar verkfæri."
„Það vill nú svo til að
ég á sjálfsvona hníf
og veit hversu viðsjár-
verðir þeir geta verið."
þýfið og Jón innanborðs. Myndavél
við umferðarljós varð til þess að Jón
var handtekinn strax þá um kvöldið, í
hassvímu að spila tölvuleik. Helgi
segist ekkert hafa vitað hvað til stóð
og Jón Þorri hefur tekið á sig alla sök.
Það gerði hann raunar líka í eina
dómsmálinu sem hann hefur á
sakaskrá og snýst um stuld og
misnotkun á Visa-korti í félagi við
annanmann.
Aðalmeðferð í málinu lauk í
gær. Helst bar þar til tíðinda
rökræður miili Sigríðar Frið-
jónsdóttur sækjanda og verjanda
Jóns Þorra, Jóns Höskuldssonar.
Fyrst var rifist um hníf sem
Jón Þorri hélt á meðan á rán-
inu stóð.
„Þessi hnífur, sem sækj-
andi kýs að kalla svo, er í raun
miklu frekar verkfæri," sagði
Jón í ræðu sinni og Sigríður
var ekki sammála og sagði:
„Það viil nú svo til að ég á
sjáif svona hmf og veit
hversu viðsjárverðir þeir
geta verið."
Peningar gjaldkera
freisting
Svipað var uppi á
teningnum þegar verj-
andi Jóns Þorra reyndi
að færa sönnur fyrir
því að Jón hefði
hvorki haft uppi
ógnandi tilburði né heldur hafi hann í
raun rænt peningunum, í þeim skiln-
ingi orðsins. Vildi verjandinn þá
meina að þar sem Jón hefði ekld beitt
hnífnum eða beint í átt gjaldkerans
og einungis beðið um peninga í poka
að þá hefði í raun ekki verið um rán
að ræða heldur miklu fremur grip-
deild, sem samkvæmt lögum kallar á
mun vægari refsingu þar sem ofbeldi
er ekki beitt. Máli sínu til stuðnings
vimaði hann í fræðigrein Ólafs Barkar
Þorvaldssonar hæstaréttardómara
sem skrifuð var í afmælisrit Gunnars
heitins Schram lögmanns.
Breyttir menn
„Eg er bara búinn að vera á sjón-
um meira og minna síðan þetta gerð-
ist fyrir ári,“ sagði Jón Þorri við blaða-
mann að loknu þinghaldi í héraðs-
dómi í gær. „Ég vona að þessu fari að
ljúka enda er ár sfðan ránið var
framið. Ég vill fara að taka út minn
dóm, hver sem hann verður," sagði
hann en Helgi Sævar var ekki við-
staddur aðalmeðferðina í gær. Báðir
hafa þeir snúið við blaðinu frá því
ránið var framið.
Það verður verkefni Símonar Sig-
valdasonar héraðsdómara að skera úr
um hvort hnífurinn sé í raun verkfæri,
hvort Jón Þorri hafi tekið eða rænt
peningunum og hvort Helgi Sævar
hafi í raun verið virkur þátttakandi í
ráninu. Það kemur í ljós 2. desember
þegar Simon gerir upp málið með
dómi. heigi@dv.is
Rapparinn OrDirty Bastard allur - skilur eftir sig 13 börn
Fékk hjartaáfall í hljóðveri
Rapparinn Ol’Dirty Bastard, sem
var einn af stofnendum hip-hop
stórsveitarinnar Wu-Tang Clan, lést
í hljóðstúdíói í New York um helg-
ina. Tónlistarmaðurinn, sem hét í
raun Russel Jones, hafði kvartað
undan verk fyrir brjósti áður en
hann datt niður. Sjúkraliðar voru
kvaddir á vettvang en tókst ekki að
bjarga lífi hans. Dánarorsök hefur
ekki verið staðfest en talið er að um
hjartaáfall hafi verið að ræða.
Dirty Bastard átti sér langan feril
sem einkenndist af mikilli eitur-
lyfjaneyslu og lögbrotum henni
tengdri. Hann var dæmdur í fang-
elsi árið 2000 fyrir fíkniefriabrot og
sat inni í nær þrjú ár og naut meðal
annars meðferðar við geðsjúkdóm-
um. Áður hafði hann meðal annars
verið handtekinn fyrir hryðjuverka-
hótanir, fyrir að vera í skotheldu
vesti og vegna gruns um þátttöku í
skotbardaga við lögreglu.
Talsmaður Dirty Bastard segir
dauða hans ekki vegna eiturlyfja-
notkunar. Hann hafi ekki neytt eit-
urlyfja undanfarið og staðist tilskil-
inn eiturlyfjapróf hjá yfirvöldum.
„Heimurinn hefur misst mikinn
listamann og við sem þekktum
hann syrgjum góðan vin," sagði
talsmaðurinn. Dirty Bastard lætur
eftir sig þrettán böm.
OI'Dirty Bastard Látinn
aðeins 35 ára gamall.