Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2004, Side 14
74 MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004
Fréttir T3V
Fullnægingartæki fyrír konur
I #
Læknar hafa fundið upp fyrir slysni tæki sem veitir
konum raðfullnægingar. Dr. Stuart Meloy hefur ver-
ið að vinna að nýju tæki sem dregur á verkjum t
hrygg og öxlum. Litlum rafskautum er komið fyrir á
hryggnum og straumi hleypt á sem örvar miðtauga-
kerfið og dregur þannig úr spennu og sársauka. Dr.
Meloy var að prófa tækið á einum af kvenkyns sjúk-
lingum sínum þegar hún byrjaði að stynja og skjálfa
og stífnaði öll upp. Læknirinn hélt hann væri að
kvelja sjúklingin og flýtti sér að slökkva á rafskaut-
unum. Þegar konan náði andanum aftur sagði hún
undrandi lækninum að hún hefði fengið óvænta og
afara kröftuga fullnægingu. Dr. Meloy hyggst þróa
tækið áfram og vonast til að með því sé hægt að
hjálpa konum sem eiga i erfiðleikum með að fá full-
nægingu.
Hettusótt-
artilfellum
Sölearí
reuandi
Hettusóttartilfellum hjá unglingum
og ungu fólki í Bretlandi fjölgarmeð
árunum. Llklegasta skýringin ersú
umræða sem verið hefur þar í landi
um tengsl hettusóttarbóluefnisins
við einhverfu. Þegar umræðan kom
upp hætti fólk að þiggja bólusetn-
ingu við sjúkdómum. Hettusótt get-
ur valdið alvarlegum fylgikvillum
eins og heilabólu, heyrnarskerðingu
og bólgu i eistum sem getur valdið
ófrjósemi.
Vítamín og bætiefni eru seld undir ýmsum formerkjum; sögð virka á þennan eða
hinn kviUann. Steinar Aðalbjörnsson næringarfræðingur segir fólk oft kaupa
köttinn í sekknum og hér að neðan svarar hann ýmsum fullyrðingum um þessi efni.
Satt & logiöjim heilsuvörun
Ginseng gerir þlg gáfaðri: Ekkert er í vísind-
unum um það hvort ginseng geri mann gáf-
aðri. Hitt er annað mál að flestar tegundir af
ginseng hafa einhver örvandi áhrif og við
örvun miðtaukerfis, þ.m.t. heilans, má vel
vera að fólki finnist það vera gáfaðra.
A-vftamín bætir sjónina: Ef um er að ræða skort á
A-vftamíni, sem er tilfellið hjá fæstum (slending-
um, þá getur viðbót af A-vítamíni bætt sjónina.
Töfralyf gegn
tóbaksfíkn
og offitu
Bretar biða nú spenntir eftir nýju
töfralyfi sem væntanlegt er á mark-
að á næsta ári. Lyfið er sannkallað
töfralyf ef marka má lýsingar fram-
leiðenda á virkni þess. Ekki einasta
slærþaö á tóbaksfikn fólks heldur
dregur það úr matarlystinni. Lyfið
gengur undir nafninu Rimonabant
og hafa þrjú þúsund sjálfboðaliðar
tekið það inn i tilraunaskyni.„Þetta
er einstakt meöal og niðurstöðurnar
eru hreint ótrúiegar," segir dr. David
Haslam, formaður Offitusamtaka
Breta. Haslam telur engan vafa leika
á að lyfið muni bjarga mannsiifum
auk þess sem það muni hafa þau
áhrifað kostnaður vegna heilbrigð-
isþjónustu minnki.
Steinar segir mikilvægt að neytendur geri sér grein fyrir því að
margt sem er til sölu hérá landi sé gagnslaust þó svo að neysl-
an skapi enga hættu sé fariö eftir ráðleggingum um magn.„Sem
neytendur verðum við að vera gagnrýnin á þær upplýsingar
sem okkur eru veittar og spyrja hvaðan þessar upplýsingar
koma. Efgreinilegt er að upplýsingarnar eru ekki studdar með
vísindalegum gögnum og viðskiptasjónarmið ráða hvernig
upplýsingarnar eru framsettar, þá er æskilegt að þeim sé tekið
með varúð. Við val á fæðubótarefnum, fæðuauka, plöntu-
extröktum og öðrum slikum efnum er oft gott að hafa eftirfar-
andi að leiðarljósi: Efauglýstir eiginleikar vörunnar eru ofgóðir
til að geta verið sannir, þá eru þeir liklega ósannir!"
C vítamfn dregur úr skaða af völdum reykinga: Best er fyrir
likamann ef fólk reykir ekki. C vítamfn er andoxari og get-
ur því dregið úr skaðlegum áhrifum, t.d. súrefnis, á frumu-
himnur Ifkamans. Skaðleg áhrif vegna oxunar eru meiri
hjá reykingamönnum en hjá þeim sem ekki reykja. Það
virðist sem neysla á C vftamfni geti komið að gagni við að
draga úr oxunarskaðsemi reykinga.
Kreatfn gerir þlg sterkari: Talið er að við getum bætt
ákefð f stuttum, snörpum átökum ef við neytum
fæðubótarefna sem innihalda kreatfn. Niðurstöður
rannsókna, sem nær eingöngu hafa verið gerðar á
karlmönnum 18-35 ára, benda til þess að neyslan sé
án óæskilegra hliðarverkana fyrir þann hóp.
Kofffn er fitubrennsluefni: Koffín hefur á
óbeinan hátt örvandi áhrif á miðtauga-
kerfið, þ.m.t. heila. Við örvun miðtauga-
kerfis erum við Ifklegri til að hreyfa okkur
og sú hreyfing er í raun ástæða þess að við
brennum meiri orku og þar með meiri fitu
frekar en bein fitubrennsluáhrif kofffns.
Þess ber þó að geta að neikvæðar hliðar-
verkanir geta fylgt neyslu á koffínrfkum
matvælum og er ófrfskum konum, konum
með börn á brjósti, börnum og þeim sem
eru viðkvæmir fyrir kofffni ráðið frá þvf að
neyta kofffns í miklu magni.
B-12 vítamfn læknar þynnku: Það er
Ijóst að það gengur á B-vftamínforð-
ann við langvarandi drykkju. Aftur á
móti er ekkert í vfsindunum um já-
kvæð áhrif af stærri skömmtum B-
12 vftamfns á þynnku sem kemur f
kjölfar eins kvölds ofdrykkju.
Króm dregur úr sykurlöngun: Króm er
mikilvægur hlekkur í insúlfnviðbrögð-
um Ifkamans. Hjá þeim sem eru með
sykursýki geta insúlfnviðbrögðin verið
skert og þvf er talið að króm geti
hjálpað þeim við blóðsykurstjórnun.
Aukin neysla á krómi er ekki talin
stuðla að betri blóðsykurstjórnun hjá
þeim sem ekki þjást af sykurýki.
Sólhattur læknar flensu: Sólhattur læknar
ekki fiensu. Mjög mismunandi er þó hvort
niðurstöður rannsókna styðja að sólhatt-
ur geti dregið úr áhrifum flensu, Ifkt og
haldið hefur verið fram með C vftamfn.
Sólhattur gerir sennilega ekki ógagn -
spurningin er hvort hann gerir gagn.
Kalfum er vöðvaslakandi: Kalíum (K) gegnir mikilvægu
hlutverki í starfsemi taugakerfis og vöðva. Kalíum hef-
ur m.a. hlutverki að gegna í taugaboðum til vöðva um
að slaka skuli á herptum vöðva. Styrk kalíum er mjög
vel stjórnað f Ifkamanum og fyrir heilbrigt fólk er alger
óþarfi, og reyndar óæskilegt, að neyta mikils magns
kalíums sem fæðubótarefnis í þeirri trú að það hafi
vöðvaslakandi áhrif.
Steinar Aðalbjörnsson
næringarráðgjafi Svar-
ar hér nokkrum fullyrð-
ingum um heilsuvörur og
| hvað er I raun satt íþeim.
D vftamfn styrkir bein: D- vftamín hefur m.a. áhrif á það
hversu vel við nýtum kalk úr fæðunni. Kaik er mikilvægt
í uppbyggingu og viðhaldi beina og þvf eru það gömul
og ný sannindi að D vftamfn og kalk eru nauðsynleg f
hæfilegu magni til að móta og viðhalda sterkum bein-
um. Hreyfing eykur einnig styrk beina.
D-LINK Þráðlaus netbúnaður
Innifalið í verði: ( 12.900,-
• ADSI mnrlem ----------—----------
ADSL módem
Þráðlaus 54 Mbps sendir
4 porta skiptir (switch)
Beinir (router) og eldveggur
Innifalið í verði:
• Þráðlaus 108 Mbps sendir
• Þráðlaust 108 Mbps netkort f/ferðavélar