Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2004, Qupperneq 20
20 MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004
Sport DV
Keflvíkingar
I rappinu
Nokkrir af leikmönnum
körfuknattleiksliðs Keflavikur
hafa tekið sig til og tekið upp
stuðningsmannalag fyrir félagið.
í laginu má heyra Arnar Frey
Jónsson og Nick Bradford rappa
frumsamda texta en það er
Gunnar Stefánsson sem syngur
viðlagið. Lagið er í þekktari kant-
inum og heitir Walk This Way og
var gert ífægt af hijómsveitun-
um Run DMC og Aerosmith.
Keflvíkingar eru ekki einu
íþróttamennirnir sem fást við
tónlist í frítíma sfnum því hafn-
firski handknattleikskappinn
Logi Geirsson, sem leikur með
Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni,
var fenginn til að semja lag fyrir
lið sitt. Á heimasíðu kappans,
www.logi-geirsson.de, má einnig
finna frumsamið lag eftir kapp-
ann sem hefur vakið
mikið lof hjá
íþróttaáhuga-
mönnum og er
honumgreini- ^
iega 7^1
margt y
til lista
lagt.
Jón Arnór
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lið-
ið virðist beinlínis kafna þegar líða
fer á leikinn og mótherjinn er af
betri endanum. Haukar stóðu sig
einnig vel til að byrja með gegn Kiel
heima og heiman en lyktir þeirra
leikja eru ekkert sem Haukar kæra
sig um að rifja mikið upp. Að sama
skapi var tap þeirra í leiknum gegn
Savehof of stórt miðað við að í leik
liðanna hér heima voru Haukamir
með undirtökin allan leikinn og ein-
tómur klaufaskapur sem varð til
þess að Svíamir jöfnuðu þann leik
og náðu þar með mikilvægu stigi.
Aldrei vom Haukamir samt lfk-
legir til að komast yfir gegn Savehof.
Meðalmennskan virtist allsráðandi
eins og leikmenn sjálfir trúðu því
ekki að þangað væri hægt að sækja
stig eins og Páll Ólafsson, þjálfari,
vildi meina. Enda sat karlinn á sér
mestallan leikinn og starði opin-
mynntur á það sem fram fór.
Þetta er ekki í fyrsta
sinn sem liðið virðist
beinlínis kafna þegar
líða fer á leikinn og
mótherjinn er afbetri
endanum.
í upphafi var ekki að sjá að Hauk-
ar væm lakara liðið enda var jafnt á
öllum tölum fyrstu 20 mínútur leiks-
ins. Undir lok fyrri hálfleiks fór þó að
bera á slæmum mistökum hjá
Haukum og Svíarnir gripu tækifærin
um leið og þau gáfúst.
í seinni hálfleik hélt Savehof
áfram að auka það forskot sem þeir
höfðu náð og Haukar virtust lítinn
áhuga hafa á að komast aftur inn í
leikinn fyrr en í blálokin þegar þeim
tókst með harðfylgi að minnka
muninn í þrjú mörk, 32-29. En það
er alltaf erfitt að elta og Haukar
eyddu of miklu púðri of seint í leikn-
um til að eiga raunhæfa möguleika á
að jafna eða komast yfir. Leikmerm
Savehof gengu á lagið og klámðu
leikinn auðveldlega með sex marka
mun 38-32.
Birkir fvar Guðmundsson, mark-
vörður, stóð sig ágætlega og varði
ein fimmtán skot í leiknum en litlum
sögum fer af framlagi annara leik-
manna. Einna helst var baráttuhug-
ur í harðjaxlinum Halldóri Ingólfs-
syni en aðrar skyttur og stjörnur
Haukanna vom vart sjáanlegar.
Þrátt fyrir tapið er lið Hauka
komið í EHF keppnina þar sem liðið
lenti í þriðja sæti í riðlinum á undan Halldór markahæstur gegn Savehof Gamla brýnið Halldór Ingólfsson var
US Creteil sem tapaði á heimavelli markahæstur Haukamanna gegn Savehofá laugardaginn ásamt Þóri Ólafssyni með sjö
sínum fyrir Kiel. aibermdv.is mörk'
Valencia og Deportivo eru enn ekki komin í toppbaráttuna
traustur
Dynamo St. Petersburg sigr-
aði Lokotmotiv Novosibirsk á
útivelli, 103-86, í rússnesku úr-
valsdeildinni í körfuknattleik á
laugardaginn. Dynamo byrjaði
leikinn sterkt og hafði 14 stiga
forystu eftir fyrsta fjórðung, 35-
21. Jón Amór Stefánsson stóð
sig vel að vanda. Hann skoraði
12 stig, tók 4 fráköst, gaf 4
stoðsendingar og var með fjórar
fiskaðar villur. Jón
spilar lykilhlutverk í
iiði Dynamo og
virðist alltaf skila 0 l^, W
því sem ætlast M m
ertilaf J
honum.
lifisins í rúss- MaJ ,
nesku deildinni
hefur verið von- '
um framar og
hefur Dynamo ’’ —; •
aðeins tapað
eínum leik af .
fyrstu sex það *
sem af er.
Jakob stiga-
hæstur
Jakob Sigurðarson, körfu-
knattleiksmaður, stendur sig vel
með Birmingham Southem í há-
skólaboltanum í Bandaríkjun-
um. Liðið mætti Alabama A&M í
síðustu viku og vann 79-68. Jak-
ob var stigahæstur með 24 stig,
tók tvö fráköst, gaf tvær
stoðsendingar og stal tveimur
boltum. Skotnýting Jakobs var
góð, 50% í tveggja stiga skotum
og nýtti Jakob sjö af tíu vítaskot-
um sínurn. Birmingham hafði
góða forystu í hálfleik, 47-30 en
leikmenn Alabama bitu frá sér
svo urn munaði í seinni hálfleik
en náðu Jakob og félagar hans
engu að síður að halda fengnum
hlut. Leikurinn var liður í
Coaches Vs. Canver Classi sem
er boðsmót sem haldið er til
styrktar góðu málefni.
Claudio Ranieri,
þjálfari meistaraliðs
Valencia, er í skotíínu að-
dáenda liðsins eftir enn
einq dapran leik liðsins
um helgina.
Lið hans gat aðeins
slefað aumt jafntefli
gegn Zaragoza á ein-
um erfiðasta heima-
velli í landinu þrátt
fyrir að Ranieri
hafi lagt
áherslu á
sóknarleikinn frá upphafi. Hefur
karlinum alls ekki tekist vel upp
með liðið hingað til og er komin
í sömu spor og hann var hjá
Chelsea áður en Mourinho var
ráðinn. Hefur Valencia leikið af-
leitlega undanfarnar vikur eins
og reyndar annað stórlið,
Deportivo, en venjan hefur verið
að bæði lið séu í toppslagnum ár
eftir ár en ekki um miðja deild
eins og raunin er nú.
Lið Depor hafði þó sigur um
helgina á Levante á heimavelli 1-
0 en þrátt fyrir að hafa marga
skothelda sóknarmenn í sínum
röðum þurfti markið að koma úr
vítaspyrnu.
Lið Levante heldur þó áfram
að koma á óvart enda liðið með-
al þeirra efstu í spænsku deild-
inni.
Þjálfari þess er hinn þýski
Bernd Schuster sem margir
knattspyrnuáhugamenn þekkja
vel enda sjálfur stjarna á sínum
tíma. Hann virðist hafa það sem
þarf til að þjálfa með góðum ár-
angri því áður en hann tók við
taumum hjá Levante þjálfaði
hann smáliðið Xerez og var ekki
langt frá því að koma þeim pilt-
um upp fyrir fáeinum árum.
Annað félag sem hefur komið
á óvart á leiktíðinni er lið
Espanyol en leikmenn þess eru
vanari að standa í botnbaráttu
en að vera nálægt toppnum. Þeir
unnu lið Racing Santander um
helgina 2-1.
alben@dv.is
SAVEHOF-HAUKAR 38-32
Mörk Savehof: Jonas Larholm 9,
Jan Lennartsson 8, Kim Andersson
7, Erik Fritzon 6, Robert Johansson
5m Tommy Atterháll 2, Joakim
Stenqvist 1.
Varin skot Savehof: Robert Bladh 3,
Per Sandström 15.
Mörk Hauka: Halldór ingólfsson 7,
Þórir Ólafsson 7, Asgeir Örn Hall-
grímsson 5, Vignir Svavarsson 4,
Andri Stefan Guörúnarson 3, Freyr
Brynjarsson 3, Jón Karl Björnsson 1,
Gísli Jón Þórisson 1, Gunnar Ingi
Jóhannsson 1.
Varin skot Hauka: Birkir fvar Guð-
mundsson 15.
Þriöja sætið varð hlutskipti Hauka í F-riðli meistaradeildarinnar í handbolta þrátt
fyrir slakan leik liðsins gegn Savehof í Svíþjóð á laugardaginn. Það dugir liðinu til
að öðlast þátttökurétt í EHF keppnina en miðað við leik liðsins gegn Svíunum
þurfa leikmennirnir gott spark í rassinn til að ná árangri þar.
IIamIimm /
meistaradeildinni
Handknattleikslið Hauka reið ekki feitum hesti frá síðustu
viðureign sinni í F-riðli meistaradeildarinnar í handbolta þegar
liðið mætti Savehof frá Svíþjdð í fyrradag en liðið beið lægri hlut
fyrir Svíunum, 38-32. Fyrstu 20 mínútur leiksins tókst Haukum
að halda í horfinu en því miður fyrir strákana úr Firðinum er
handboltaleikur lengri en það.