Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2004, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2004, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004 Menning DV Þorbjörn Broddason Vald fjölmiðla, áhrif og ábyrgð Umsjón: Páll Baldvin Baldvlnsson pbb@dv.is Næsti hádegisfundur Sagnfræð- ingafélags um spuminguna Hvað er vald? verðui' í Norræna húsinu þriðju- daginn 16. nóvember og hefst stund- víslega kl. 12.05. Þá flytur Þorbjöm Broddason félagsfræðingur erindi sem hann nefnir: Fjórða grein valdsins. Fjölmiðiar, áhrif og ábyrgð. Þorbjöm hefur verið frumkvöðull í rannsólóium á fjölmiðlum hér á landi. Ilann hefur veri virkur í opinberri úmræðu um fjölmiðla, starfsaðstæður þeirra, sérstöðu ríkisútvarpsins sem hann hefur smtt dyggilega, og erindi einkarekinna miðla á markað. Þorbjöm hefúr dregið umræðuefni sitt saman á eftirfarandi hátt: Fjölmiðl- ar búa ekki yfir neinu formlega skil- greindu þjóðfélagslegu valdi. Eigi að síðui gegna þeir miklu og sívaxandi hlutverki á okkar dögum og þeir hlutast óspart til urn málefni almennings. í er- indinu verður sú afstaða tekin að fjöl- miðlar búi yfir raunverulegu valdi í klassískum félagsfræðilegum skilningi og að í ljósi þess beri að meta áhrif þeirra. Ábyrgð fjölmiðlafólks (eigenda, stjómenda og starfsmanna) og kröfúr almennings á hendur því ber einnig að skoða f þessu sama ljósi. Sýnt verður fram á með sögulegum dæmum og dæmum úr íslenskum nútíma hvemig breytingar á ríkjandi boðskiptaháttum hafa ævinlega vakið bæði ugg og and- stöðu málsvara gróinna gilda og full- trúa gróinna hagsmuna. Oft hafa þær einnig dregið diik á efdr sér í menning- arlegum og pólitískum sldlningi. Hádegisftmdir Sagnfræðingafélags- ins um vald hafa þegar vakið nokkra umræðu í fræðasamfélaginu sem hefur sýrst út í almenna opinbera umræðu. Stöðvar 2 - Idol - vekurýmsar spurningar. Stór hópur ungs fólks safnast saman og reynir sig í söng frammi fyrir dómnefnd, sjónvarps- vélum og áhorfendum. Krakkarnir velja sér undantekningalaust erlend lög til flutnings. Ilangflestum tilvikum ersögurinn eftirherma, flytjandi rennir sér eftir slóð fyrri flytjenda, hermir áherslur og öndun og skilar einhvers- konar karókí-útgáfu afþekktu erlendu lagi. FLYTJANDI nær oftast seint tökum á lagi meö erlendu texta. Það þarfekki annað en aö líta á feril þeirra Sigríðar Beinteins.Ásbjörns Morthens og Þor- valds Þorvalds. Ekkert þeirra hefur náð erlendum fram, öll þeirra tónlist sem náð hefur hljómgrunni hjá þjóðinni er á íslensku, hugsuð í samtvinnun lags og Ijóðs á því máli sem er listamannin- um eðlislægt. Túlkun i söng byggist á þekkingu á hljóðheimi Ijóðsins, þeim hrifum sem orð vekja í skilningi flytj- andans, hvernig málskynjun hans set- urmarksittásöng. ÞETTA sannast sinn eftir sinn í slökum flutningi í Idol. Fólk ^yeit einfaldlega iekkert hvað það 1 eraðsyngja. I Það skilurtext- ann í besta falli áyfirborðs- kenndan hátt. Það er því hreint undarlegt að dómnefndin og aörir aðstandend- ur, dagskrárstjóri innlends efnis, dóm- nefnd og framleiðandi, skuli ekki hafa sett markið hærra skjólstæðingum sín- um og áhorfendum til góða, og tak- markað lagaval í öllum prufum, á öll- um stigum keppninnar við íslenska texta hið minnsta, helstíslensk Flugur sönglög. Með þvi móti væri flytjendum auðveldað stórlega að ná tökum á viðfangsefninu, dómnefnd yrði fyrri til að sjá hvar raunverulegt talent væri á ferð og okkur áheyrendum yrði hlust- unin bærilegri. REYNDAR vekur það nokkra furðu að forystumenn íslenskra texta og lagaflytjenda skuli ekki hafa lagt fram þá kröfu svo augljós sem hún er. Hvar er hagsmunagæslan? Harðsviraðir kaupsýslumenn sem eru að búa til skemmtikrafta á borð viö Nylon átta sig á þessu. Ballabransinn er að stóru leiti farinn að byggjast á íslenskum textum. Þeirsem hafa sterkasta stöðu i hverskyns flutningi tónlistar hafalærtafeigin raun.sumireftir áratuga rúnt um samkomu- húslandsins,að landinn vill syngja á Islensku. ÞVl er það furðulegt aö jafn markaðs- sækið teými og stýrir Idol fyrir Stöð 2 skuli ekki hafa fattað að það yrði prógramminu að öllu leyti til góða ef sú einfalda krafa yrði hérmeð sett fram að hér eftir syngi menn allt í þess- ari hæfileikakeppni - á íslensku. Það má til dæmis taka ákvörðun um það - snögglega - á morgun. Þá erdagurís- lenskrar tungu. Svik um síðir Það var að frumkvæði Baltasars Kormáks að ráðist var í sviðsetningu Betrayal eða Svika eins og það kall- ast í þýðingu Gunnars Þorsteinsson- ar, fyrst fyrir norðan og nú á föstu- dag hér syðra. Sýningin fékk ágæta aðsókn nyrðra og hrópandi lof hjá Soffíu Auði Birgisdóttur. Betrayal þótti tímamótaverk þeg- ar það var frumsýnt 1978. Þar var rakin hversdagslega framhjáhalds- saga afturábak í tíma, hvert atriði var fastnjörvað; sagan hefst 1969 oglýk- ur átta árum síðar. Aðilar málsins eru þrír, vel stæður útgefandi og kona hans, bæði úr hámenntastétt Lundúna og vinur þeirra, umboðs- maður rithöfunda. Þeir eru báðir menntaðir í virtustu háskólum landsins, Oxford og Cambridge, í bókmenntum og kynnast sem rit- stjórar ljóðatímarita. Þeir eru báðir gyðingar. Hún er líka úr efstu lögum samfélagsins, samanber tilvitnun þess efnis að hún drekki eftirmið- dagskaffi með vinkonu sinni í Fort- nums og Mason um 1970! Ungar konur sem gerðu það voru fæddar með silfurskeiðar í munnunum. Leikurinn lýsir þríhyrningi í efsta lagi íhaldsamasta samfélags Norður -Evrópu á árunum 1969 til 1978. Skiptir allt þetta einhverju máh? Það skipti öllu máli þegar leikurinn kom fram, rétt eins og samstofna leikir Noels Coward um svipuð efni á þriðja og fjórða áratugnum stóðu og féllu með tímavísun sinni. Það er fá- sinna að halda að hægt sé að svipta leiknum ffá þessum rótum án þess að hann tapi stórum hluta af efni sínu. Síðan má reyndar spyrja hvað skilja íslenskir áhorfendur yfirleitt af samfélagslegu og persónulegu rými verksins - og aftur ef það er slitið af rótum, skilja þeir þá eitthvað meira og betur? Því er á þetta bent að í sviðsetn- ingu Eddu Heiðrúnar Backman er tekinn sá póll að færa atburðarásina til okkar daga: því lýkur 2004 - fram- hjáhaldið hefst átta árum áður. í sýningunni er litið hjá stéttarstöðu, ströngmn tíma verksins, þjóðemi, nánast eins og það skipti ekki máli. Og hvað er þá eftir? Málstíll Pinters er alltaf eitt mikil- vægasta atriði verka hans. Þau em illþýðanleg fyrir bragðið. Gunnar Þorsteinsson hefur ekki átt sjö dag- ana sæla að koma textanum á ís- lensku - sem aftur kallar á spurning- una: hvaða íslensku? Hér stíga menn út úr bíl, fara í almenningsgarða og búa til stefnumót! Þýðingin er bók- málskennd, laus við að klingja í lif- andi máli okkar tíma. Hvernig tekst svo til:? Edda hefur haft sér til liðsinnis vaxandi leik- myndahönnuð, Jón Axel. Lausnir hans á mörgum ólíkum stöðum leiksins er snjöll. Leiknum er hagan- lega komið fyrir á rýminu sem er eins og alltaf á Litla sviðinu illa þén- anlegt verkum fyrir rammasvið og raunar í þessu tilviki raunar hring- svið. Edda brúar erfiðar skiptingar - tíminn er ekki síður sagður í búning- um, hvernig persónurnar breytast í tímans rás frá hinum opna klæðnaði 1969 til lokaðra klæða 1977 - þær verða ábyrgari þegnar, eldast og þroskast - bilið brúar hún með tón- list Gunnars Hrafnssonar á sviðinu og leggur að auki yfir hljóðrás sem er eina ferðina enn í leiksýningum okk- ar tíma ofsögn. Hún hættir þar að treysta texta skáldsins og leikurun- um sínum - að ógleymdum áhorf- endum. Ekkert leikskáld síðustu aldar lagði jafii rfka áherslu á hraða og Pinter. Má raunar segja að hann hafi heimtað endurskoðun á þeim mikla hraða sem hafði lengi tíðkast í bresku leikhúsi. í sýningunni á Litla sviðinu eru mikílvægustu kaflar leiksins - upphafsatriðið - þegar all- ar aðstæður eru kynntar, leiknir á tillitslausum hraða sem skautar yfir það tilfinningalega rými sem vakir milli persónanna. Undarlegt þegar allar aðstæður kalla á hægagang. Það eru jú gamlir elskendur sem eru að tala saman í fyrsta sinn eftir langt hlé í sambandi sem dó í tilgangs- leysi. Sama skeytingarleysi setur svip á samskipti vinanna tveggja sem eru ekki lengur leikfélagar, voru aldrei þeir elskendur sem þeir gátu orðið, ekki vottar fyrir skilningi á því, eru nú orðnir meira en viðskiptafél- agar, heldur eru umsemjendur - keppinautar í bisness og kviðmágar að auki. Þeir Ingvar Sigurðsson og Felix Bergsson eru undarlega á reiki í sýn- ingunni. Ingvar á gamalkunnum nótum sem leikstjórinn hefur ekki getað forðað honum frá, raunar má ætla að hlutverkskipti hefðu hæft verkinu betur. Felix sýndi að mínu viti mestan vilja til að ná utanum sinn mann, þó honum tækist engan veginn að sýna hversu lágt umboðs- maðurinn hans er tilbúinn að leggj- ast til að koma duldu höggi á vin sinn. Jóhann Vigdís fær það hlutverk að konuna sem veldur broti á boð- Sögn ehf., Á senunni, Leikfélag Akureyrar og Leikfélag Reykja- víkur sýna Svik eftir Harold Pinter. Þýðing: Gunnar Þor- steinsson. Leikstjóri: Edda Heiðrún Backman. Leikmynd: Jón Axel Björnsson. Búningar: Filippía I. Elísdóttir. Lýsing: Benedikt Axelsson. Tónlist: Gunnar Hrafnsson. Hljóðmynd: Gunnar Sigurjónsson. Leikend- ur: Vigdis Jóhanna Arnardóttir, Felix Bergsson, Ingvar Sigurðs- son, EllertA. Ingimundarson. Frumsýning í Reykjavík: 72. nóvember 2004. Leiklist orðinu: þú skalt ekki girnast... Henni er um mun að sýna okkur hvað henni gengur til: kalt viðmót hennar í praktískri lausn í upphafi, lygi hennar og yfirbreiðsla verður dauf, leikur hennar að tveim mönnum bragðlítill - hún verður að gera bet- ur en að táldraga tvo menn á sviði, hún verður að táldraga heiian sal! Ellert Ingimundarson lék þjón á veitingastað. Úr hvaða farsasýningu LR var hann nýsloppinn? Sýningin um girnd og tál og munaðarfúlla ást, afbrýði og dul, var einstaklega kynlaus, jafnvel upp- hafsárásin þegar tildrög að sjö ára ástarsambandi verða til í hinu fræga gripi hans um hönd hennar þegar hún víkur undan honum - hreyfing- in varð dauð - enda bætt í: hún tek- ur á móti og hendur þeirra hringast saman: skrifaði Pinter það? Sviðsetning íslenskra listamanna á þessu snilldarlega verki Pinters um siði og ástarmál áttunda áratugs síð- ustu aldar var þannig vonbrigði. Framhjáskot, yfirvegað og mátt- laust. Og þegar maður verður vitni að svoleiðis niðurstöðu þá verður það undrunarefni og veldur síðar sárri gremju. Péll Baldvin Baldvinsson Sígildur gripur gefinn Hönnunarsafni Expressó-vél frá Pavoni Einar f Kaffiboði og Aðalsteinn Ingólfsson, forstöðumaður Hönnunarsafns íslands, dreypa á kaffi úr kaffivél frá La Pavoni. DV-mynd Skyggna Kaffihúsamenningin í Reykjavík er fastur liður í borgarlífinu. Kafii- húsasagan er reyndar merkilegur kapítuli í sögu þorpsins sem varð bær og loks borg. Kaffihúsin voru virkir samkomustaðir hárra sem lágra. Þar voru fundir og skemmtan- ir. Þegar fjölgun stríðsáranna var yf- irstaðin varð snögg fjölgun í rekstri kaffi og veitingastofa í bænum: ástæðan var þröngbýli á heimilum, fjöldi einstaklinga sem bjó í leiguher- bergjum og allir þurftu að eiga sér samastað til að hitta aðra. Kaffihúsin voru helsti skjól þeirra sem bjuggu þröngt. Bylting verður í kaffimenningu borgarinnar þegar Guðmundur í Mokka stofnaði þann vinsæla stað á Skólavörðustíg. Þar var í fyrsta sinn boðið upp á ítalskt kaffi. Fyrir þann tíma var ýmist boðið uppáhellt eða soðið kaffi. Á Mokka var í fyrsta sinn boðið uppá kaffi úr sérstakri kaffivél. Einar Guðjónsson, eigandi versl- unarinnar Kaffiboðs á horni Grettis- götu og Rauðarárstígs, hefur fært Hönnunarsafni fslands að gjöf ein- tak af espressó-kaffivél La Pavoni fyrirtækisins í Mílanó, svokallaða Europiccola, sem er af mörgum talin meðal úrvalsverka nútíma hönnun- ar. Og það sem er ekki síst merkilegt við kaffivélina er að enginn veit í raun og veru hver e'r höfundur hins endanlega útlits hennar. Desiderio Pavoni er talinn hafa fundið upp espresso kaffivélina árið 1902 og þremur árum seinna stofn- aði hann La Pavoni fyrirtækið. Fram eftir öldinni voru kaffivélar stromp- laga gufukatlar með áföstum pípum og ventlum af ýmsu tagi. Árið 1948 var fjölhaginn Gio Ponti fenginn til að gera bragarbót á útliti þeirra og hannaði þá kaffivél í láréttu formi sem hægt var að nota á afgreiðslu- borðum. Með tilkomu þessarar vélar var lagður grunnurinn að þeirri kaffi- húsamenningu sem við þekkjum í dag. Hins vegar var engin leið að laga sér gott kaffi með heitri mjólkur- froðu heima í eldhúsi fyrr en 1961 þegar óþekktur hagleiksmaður hjá La Pavoni bjó til Europiccola vélina með litlum katli úr steyptu látúni, löngu handfangi sem gerði mönnum kleyft að stjórna nákvæmlega fiæði sjóðandi vatns gegnum kaffikorginn og sérstökum gufukrana. í þessari vél mátti laga átta vel útilátna skammta af sterku kaffi, nægilegt fyrir ítalska meðalfjölskyldu. Europiccola vélin hefur ekkert breyst í tímans rás, eitt þekktasta dæmi um samstillt útlit og verkan - „form follows function" sem menn þekkja. Árið 1974 var síðan framleidd 16 bolla útgáfa af þessari kaffivél, svokölluð Professional, með sérstök- um þrýstimæli áföstum. Einar Guðjónsson er sérstakur áhugamaður um kaffimenningu og hefur á undanförnum árum kapp- kostað að flytja inn bestu kafiivélar og kaffitegundir á hverjum tíma, auk bolla og helstu hjálpartækja sem hinn sanni kaffiunnandi þarf á að halda. Hann viðurkennir þó að Europiccola vélin sé honum ávaUt ofarlega í huga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.