Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2004, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2004, Page 29
DV Fókus MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004 29 Hvað veistu um Colin Firth? Taktu prófið _ 1. í hvaða landi bjó Colin Firth fyrstu fimm árævinnar? a. Indlandi b. Ástralíu c. Nígeríu d. Suöur-Afriku Angelina Jolie er ánægð með að vera loksins einhleyp og sjálfs síns herra. Leikkonan á tvö hjónaband að baki og segist ekki sakna hjónasælunnar. Hún sinnir nú móðurhlutverkinu af krafti og ætlar að ætlar að ættleiða annan dreng. 2. Fyrsta kona Colins var Meg Tilly. Við gerð hvaða myndar kynntust þau? a. Valmont b. Deep Blue Sea c. SecretGarden d. 1919 3. Colin á þrjá syni. Hvað heita þeir? a. Brian, Matthew og Neil b. Thomas, Charles og Edward c. Richard, Mateo og Paulo d. Will, Mateo og Luca. 4. Colin hefur átt f opinberum erjum við kollega sinn. Hvað heitir hann? a. Stephen Fry b. Rupert Everett c. Hugh Grant d. Jeremy Irons 5. Colin leikur Mr. Darcy f Bridget Jon- es. Upprunalega lék hann Mr. Darcy f Hroka og hleypidómum. Hver er höf- undur þeirrar sögu? a. William Shakespeare b. Jane Austen c. George Eliot d. Emily Bronté 6. Árið 1984 vakti Colin fyrst verulega athygli. í hvaða mynd? a. Empire b. AnotherCountry c. Maid in Manhattan d. Temptations 7. Colin hefur einu sinni verið til- nefndur til Emmy-verðlauna fyrir aukahlutverk í sjónvarpsþáttaröð. Hvað heitir hún? a. Tumbledown b. Wings ofFame c. Conspiracy d. The Turn of the Screw Leikkonan Angelina Jolie segist njóta lífsins núna og vera ánægð með hlutskipti sitt sem einstæð móðir. Angelina er 29 ára og á að baki tvö hjónabönd, fyrri eigin- maður hennar var leikarinn Jonny Lee Miller og sá síðari Billy Bob Thornton. Þeir eru góðir vinir hennar í dag. Leikkonan segir að eftir að hafa verið eiginkona meg- inpartinn af fullorðinsævi sinni sé hún núna fyrst að uppgötva að það er alls ekki vont að vera einhleyp og sjálfs síns herra. í nýlegu viðtali við breska dag- blaðið Daily Mirror viður- kennir hún að eiga tvo elsk- huga en samböndin séu ekki á alvarlegu stigi. Hins vegar segist hún eiga í mjög al- varlegu sambandi við þriðja karlmann- inn en það er sonurinn Maddox sem hún ætt- leiddi frá Kambódíu fyrir tveim- ur árum. Angelina hefur ákveð- ið að ætt- leiða annað barn, rúss- neskan dreng sem heitir Gleb sem hún fann á mun- aðarleys- ingjahæli í Moskvu í sumar. Angelina segir að í framtíð- aráformum sínum sé karlmaður sem verði föðurímynd drengjanna. Eftir að hafa ættleitt Maddox hefur leikkonan tekið móðurhlutverkið mjög alvarlega og heldur tvö heim- ili fyrir drenginn. Annað í Englandi og hitt í Kambódíu því hún ætlar ekki að ræna barnið ættjörðinni. Leikkonan hefur sótt um kam- bódískan rfkisborgarrétt sem hún fær á næstu mánuðum. Móður- hlutverkið er augljóslega Angelinu afar hugleikið. Hún lýsir því til dæmis hvernig hún yfirfærði hlut- verk sitt í Alexander mikla yfir á eigið líf. Hún túlkar barnsmissi í Alexander og segist hafa ímyndað sér að Maddox væri dáinn. Tára- flóðið lét ekki á sér standa. „Ég sat úti í horni og öskraði og grét til skiptis. Þessar hugsanir reyndust mér alltof erfiðar og ég varð að bægja þeim frá mér,“ segir Angel- ina. Nýafstaðnar forsetakosningar í Bandaríkjunum eru Angelinu ofar- lega í huga og er hún alít annað en ánægð með niðurstöðuna. „Áður fyrr gat ég sagt að bandaríska þjóð- in væri frábær en eftir að meiri- hluti þjóðarinnar kaus George W. Bush og það sem hann stendur fyr- ir get ég ekki varið þjóðina. Jafnvel ekki þá sem ég elska," segir Angel- ina Jolie. Alexander mikli verður frum- sýnd á næstunni. Tvær aðrar myndir með Angelinu eru á loka- sprettinum en það eru Love and Honor og Mr. and Mrs. Smith - sú síðarnefnda kemur í bíó á næsta ári. 8.1 hverri þessara mynda leikur Colin Firth ekki? a. Love Actually b. Girl with a Pearl Earring c. Peter's Friends d. FeverPitch . * í ■' Einhleyp og ánægð Leikkonan segir aö eftir aöhafa verið eiginkona megin- hluta fullorðinsævi sinnar séhúnnú fyrst Mæðginin Angelina meö synmum Maddox. Myndin var tekin i september þegar mæöginin sóttu frumsýningu myndarinnar Shark Tale í Feneyjum. ■spuauj s. mSd 8 vbDJ!dsuoD y Apunoj aö uppgötva að ^ ^ jagjouV‘9 'uaisnv suop 'S -U3J3A3 uadny > vera einhleyp og sjálfs sfns herm oanj BooajowjiiMTiuowiDATOiJaöjN-i 1 ra' =WS Nancy Dell Ollo er kona með sjálfsmyndina í lagi Telur sig fylla skarð Díönu prinsessu Nancy Dell Olio er þekktust fyrir að hafa verið kærasta Sven Görans Erikssons sem þjálfaði enska lands- liðið í fótbolta. Samband þeirra lék á reiðiskjálfi um mitt síðasta sumar þegar upp komst að Sven hafði sængað hjá einkaritara sínum. Nancy tók þessum tíöindum að vonum illa og fór svo að upp úr slitnaði milli þeirra. Sjálfsmynd Nancy virðist í það minnsta ekki hafa skaðast vegna framhjáhaldsins. Nú heldur hún því nefnilega fram að hún sé hin „nýja Díana" ensku þjóðarinnar. „Frá því ég kom fyrst tÚ Englands þá fannst mér ég vera staðgengill Díönu heitinnar prinsessu - ég væri konan sem þjóðin hefði saknaö," sagði Nancy í viðtali við ítalskt tímarit á dögunum. Hún segir blaðamenn oft hafa skrifað um skarðið sem prinsessan skildi eftir sig og menn hafi velt því fýrir sér hvort það skarð yrði nokkru sinni fyllt. Nancy telur sig hafa fyllt þetta skarð að nokkru ef ekki öllu. Þrátt fyrir að Sven hafi sótt um skilnað segir Nancy allt í góðu þeirra á milli. Sven hafi aldrei borið ástarhug til annarrar konu og allra síst hafi hann elskað einkaritarann sem hélt fram hjá með. Nancy Dell Olio Segir fótboltaþjálfarann, Sven Göran Eriksson, aldrei hafa elskað neina nema sig. Stjörnuspá Hjálmar Árnason þingmaður verður 54 ára í dag. „Maðurinn hneykslast ekki og leyfir náunganum að móta eigin skoðanir sem er góður kostur í fari hans. Hann vill kanna möguleika sína um þessar mundir og allt sem gæti auðveldað honum að . hagnýta sér þá en ætti aldrei að jlaga sig að væntingum annarra. Hann er vissulega fær um að sjá alla erfiðleika sem ögrandi ” ^áfanga og lætur ekkert buga sig," segir í stjörnu- “ . spánni hans. Hjálmar Árnason \A, Vatnsberinn (20.jan.-1s. febrj vv ----------------------------------- Sýndu forsjálni en gleymdu aldrei náunganum. Málin taka stökkbreyt- ingum á örskömmum tíma hjá stjörnu vatnsberans ef hann sýnir sjálfsaga (verki. M Fiskarnir (19. febr.-20. mars) Yfirborð fiska birtist hér lyngt og brosið á sínum stað. Þú hefur nægt sjálfs- traust og innri styrk undir álagi, einkum í starfi/námi þinu, en þú þarft hins vegar að þróa með þér meira sjálfsálit í heildina. T Hrúturinn (21.mars-19.i Kiassísk stjörnuspeki segir að hrútar séu brautryðjendur og þar eru sannarlega sannindi á ferð en hérna kem- ur fram að þú verður að ákveða hvernig þú tekur á þessari meðfæddu tilhneigingu og lifa ánægð/ur með hana i þessum ágæta en harða heimi. Ö NaUtÍð (20. aprll-20. mal) D Mikilvægasti eiginleikinn sem þú getur þróað í viðskiptum er í raun ein- göngu tilfinning þín um mikilvægi. Styrkur nautsins er mikill og öflugur i mjög víðum skilningi. Engin takmörk eru fýrir því sem þú getur gert, verið eða öðlast. Fram- kvæmdu! l\l\bwm\\ (21.mal-21.júnl) Tvíburinn ætti að hafa hugfast þessa dagana að sífelld þjálfun styttir þann tíma sem nauðsynlegur er til að framkvæma verk og auka afköst. Gefðu sjálfinu skýrari fýrirmæli í vikunni og til- einkaðu þér að starfa í mun meira mæli með öðrum. Krabbm (22.júni-2ijúií)____________ Þú birtist hér merkilegur ein- staklingur og hefur að bera hæfileika og eiginleika sem ná langt út fyrir allt það sem þú hefur þegar gert og upplifað. Jl l\Ón\b(23.júll-22.ágúst) Þú ert minnt/ur á að skamm- tímafórnir eru oftar en ekki það gjald sem þú greiðir fyrir öryggi til langs tíma. Al- gengt er að þú kjósir auðveldari leiðina en þú ættir að nýta betur geysifrjótt hugvit þitt, næmi og (myndunarafl á uppbyggi- legan hátt. jja Meyjan (23. ágúst-22. septj ^ Stjama þín virðist huga og vinna markvisst að málstað og tileinkar sér að ná markinu þó viðhorf annarra sé annað. Ekki slá hlutunum á frest. Því hrað- ar sem þú bregst við, því meiri orku hefur þú og því áhugasamari og sjálfsöruggari verður þú til að takast á við það sem bíður þín. o VogÍfl (23.sept.-23.okt.) Æfðu þig betur í að hlusta helm- ingi meira en þú talar og byggðu samræð- ur þínar í kringum vel orðaðar og þaul- hugsaðar spurningar og minntu þig stöðugt á að tal skilar þér í sjálfu sér ekki árangri frekar en hlustun. ni Sporðdrekinn (24.okt.-21.n0vj Sparnaður er lykilorð hérna þeg- ar stjarna þín birtist. Þér er sérstaklega bent á að halda kostnaði í skefjum fram að jólum og efla framkvæmdagleði þína mun betur og fyrir alla muni ekki sökkva þér á kaf í smáatriðaflækjur. / Bogmaðurinn (22.n0v.-21.des) Þér lyndir vel við nánast alla ef þú tilheyrir stjörnu bogmanns en oft lendir þú í þrætum við aðra vegna hug- sjóna þinna sem er ekki neikvætt. Þú birt- ist hér reyndar á báðum áttum um mikil- vægt mál í lífi þínu og ættir ekki að tví- stíga varðandi það. Steingeitin (22.des.-19.janj Þú færist um þessar mundirfrá jákvæðri hugsun til jákvæðrar þekkingar og ferð frá því að óska þér og vona til þess að vera alveg örugg/ur um að geta gert hvað sem þú einbeitir þér að. z SPÁMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.