Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2004, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2004, Blaðsíða 31
DV Síðasten ekkisíst MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004 31 Án samstöðu - engin völd! Fátt mun skerpa hugann betur en að vera leiddur fyrir aftökusveit. Reykjavíkurlistinn var ekki beinlínis leiddur fyrir aftökusveit í síðustu viku, en um tíma leit út fyrir að hann væri að leysast upp í frumeindir sín- ar, eða svo notað sé litríkara líkinga- mál: að hann væri að fremja pólitískt sjálfsmorð. Reykjarvíkurlistinn slapp við þau grimmu örlög, en án efa hef- ur það skerpt hugsunina. Eftir ára- tuga einveldi Sjálfstæðisflokksins eiga Reykjavíkurlistaflokkamir völd sín og áhrif samstöðunni að þakka, samstöðu um málefni og borgar- stjóra. Hafi einhverjir gleymt þessu tímabundið, þá rifjaðist það upp í síðustu viku. Ný ímynd Reykjavíkurlistans Reykjavíkurlistinn hefur átt í nokkrum vandræðum síðustu miss- erin. Nýjabrumið er horfið og flokk- amir samdauna valdinu. Reykjavlk- urlistinn er ekki lengur nýr og ferskur í huga kjósenda, ffamboðið hefur fullorðnast, jafnvel orðið svoh'tið miðaldra. Þórólfur Ámason var vel liðinn og vinsæO borgarstjóri, en hann gaf ekki Reykjavíkurlistanum skýran póOtískan prófíl. Þetta var vandamál fyrir Ostann. Með því að velja Steinunni Valdísi Óskarsdóttur sem borgarstjóra skapar Reykjavíkur- Ostinn sér tækifæri tíl að hressa upp á ímynd sína. Steinunn Valdís stendur fyrir reynslu og þekkingu á borgar- málum, auk þess sem hún er vanur stjórnmálamaður og hefur því betri stöðu en Þórólfur tO að skýra og verja Birgir Hermannsson skrifarum R-listann, Sjálfstæðisflokkinn og pólitíkina í borginni. Kjallari póOtísk stefnumál. Síðast en ekki síst er hún ung kona og því verður ímynd ráðhússins önnur og ferskari en mið- aldra karlamyndin af stjómarráðinu. Reynsla og frammistaða Stein- unnar Valdísar mun þó koma fyrir lít- ið, ef flokkarnir standa ekki saman og missa trúna á samstarfið. Sjálfstæðismenn í vanda Stjórnarandstaðan í Reykjavflc er veikburða. Sjálfstæðisflokkurinn átti aldrei neina möguleika meðan Ingi- björg Sólrún Gísladóttir var borgar- stjóri. Þetta breyttist h'tið með Þórólfi Árnasyni, þrátt fyrir vonir sjálfstæðis- manna um annað. Sjálfsagt hefur ekki verið jafri skemmtflegt að vera sjálfstæðismaður í Reykjavík síðan Reykjavfkurhstinn vann og í síðustu viku. Sú gleði gæti orðið skammvinn, enda spurning hvaða möguleika flokkurinn á gegn sameinuðum Reykjavflcurlista. Flokkurinn virðist einnig dæmalaust litlaus í stjómar- andstöðu sinni. Margra vikna kenn- araverkfaO virðist tO að mynda ekki gefa flokknum nein tækifæri tfl að gagnrýna meirihlutann eða gefa borgarbúum tækifæri tO að íhuga þeirra eigin hugmyndir um skólamál. „Þórólfur Árnason var velliðinn og vinsæll borgarstjóri, en hann gafekki Reykjavíkurlist anum skýran pólitískan prófíL Þetta var vandamál fyrir listann Sjálfstæðisflokkurinn hélt því fram áratugum saman að fjármál borgar- innar fæm í steik ef þeir stjómuðu ekki borginni einir og óstuddir. Eftir að Reykjavíkurlistinn tók við hafa sjálfstæðismenn haldið áfram af gömlum vana, svona Lflct og þeir gætu ekki hætt tuðinu. Skuldir og óráðssía heyrist stöðugt. Þessi pólitflc hefur ekki skflað flokknum neinu. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er í mik- ifli lægð um þessar mundir, auk þess sem ætla má að höfuðvígi hans sé ekki lengur í Reykjavflc, heldur suð- vesturkjördæminu. Það er því ekki lfldegt að Sjálfstæðisflokkurinn muni ná meirihluta í Reykjavflc nema ReykjavíkurOstinn liðist í sundm og flokkurinn sé utan rfkisstjómar og geti því höfðað tíl óánægðra kjós- enda. Skynsamlegt framboð Það er varla skynsamlegt fýrir flokkana sem standa að Reykjavflc- urlistanum að bjóða fram hver fyrir sig. Framsóknarflokkur og Vinstri- grænir njóta lfldega innan hstans meiri áhrifa en kjörfylgi þeirra segir til um. Framsóknarflokkurinn er í sérstaklega erfiðri stöðu í Reykjavík og gæti jafnvel dottið út úr borgar- stjórn byði hann fram sér. Fyrir Samfylkinguna er betra að semja við hina flokkana fyrir kosningar heldur en að gera það eftir kosningar með tilheyrandi hrossakaupum. Sjálfsagt kemur að því að flokkarnir bjóða ffam hver fyrir sig, en varla fyrr en þeir em vissir um að Sjálfstæðis- flokkurinn hlýtur ekki hreinan meirihluta heldur svipað kjörfylgi og í Alþingiskosningum. Fórnarkostnaður of mikill í Kárahnjúkum HrafrikeO Tryggvason fjármála- ráðgjafi skrifar: I dag eru framkvæmdir á fuflu á Austurlandi vegna Kárahnjúka- virkjunar og miðar þeim víst sam- kvæmt áætlunum. í dag eru sem betur fer orðnar breyttar forsendur í efnahagsmálum íslendinga til Lesendur bjartari tíma í framtíðinni. Alþjóða- væðingin er farin að setja svip sinn á íslenskt efnahagslíf og fram- kvæmdir sem gefa aðeins 1,5% aukningu þjóðarfamleiðslu og mik- 0 náttúruspjöO í kjölfarið á land- svæðum sem endurnýjast árlega án þess að þurfa að kosta neinu tfl og má bjóða ferðamönnum og öðrum upp á náttúruperlur til skoðunar árlega. Fórnarkostnaðurinn við þessar framkvæmdir er of mikfll fyrir ís- lenska efnahagskerfið og heiminn allan. Það er ábending mín að faflið verði frá frekari framkvæmdum um aldur og ævi og verksummerki verði tO sýnis öðrum tO áminnis um að gera svona aldrei aftur. Það er þeg- ar kominn einhver kostnaður vegna framkvæmdanna og verktakar og fjárfestar hafa vænst síns ávinnings eitthvað fram í tímann meðan hún væri að skila sinni arðsemi. Það má bjóða þessum aðilum sanngjarnar skaðabætur til miska vegna þess að framkvæmdir eru stöðvaðar um aldur og ævi. Austurland er ákjósanlegt fyrir ýmsa starfsemi og mannauður get- ur komið sér fyrir á Héraði og víðar á svæðinu í hinum nýja breytta heimi alþjóðavæðingarinnar. Þau verðmæti sem munu skapast í stað- inn verða miklu verðmætari og gefa miklu meira í þjóðarbúið til langs tíma. Hrafnkell T ryggvason „Það er ábending mín að fallið verði frá frekari framkvæmdum um aldur og ævi og verksummerki verði til sýnis öðrum til áminnis.“ Meira um olíuna, takk! Kona úr Grafarvogin- umhringdi Mér finnst algjörlega ófært, ef satt er, að nú ætli fjölmiðlar að fara að hætta að fjafla um olíu- málið svokaflaða. Mér finnst nefnOega að þó umfjöllun um það hafi verið mikil, eins og mér skOst að skýrslan sé löng, að þá hafi nokkuð dregið úr fréttum af málinu síð- an Þórólfur sagði af sér. Nú þegar hann er far- inn gætu menn einbeitt sér að því að fara ítarleg- ar í þessi mál, urnfang þeirra og horfur í ffarn- haldinu. Ég hreinlega krefst þess sem neytandi í þessu landi að skýr svör komi fram ffá þeim sem ábyrgð bera og að eftir þeim sé gengið. Ég hlýddi á einhvem skammast út í fjöl- miðlamenn fyrir að ganga hart á eftir svömm manna í málinu en á móti spyr ég: Vom þessir sömu menn og nú er reynt að fá svör hjá að hlífa fólki meðan á samráðinu stóð? Nei, segi ég, og hvet blaðamenn til að gefast ekki upp. | Meira af þessu Kona úr Grafarvoginum sem hringdi v,ll meiri og Itarlegri umfjöllun um oliusamráðið. aðl)«aðvera besíi ícosiuf Hvað er að kennurum? Reiður pabbi grunnskólabams skrifar Ég get hreinlega ekki orða bund- ist vegna þeirra tíðinda sem berast nú úr herbúðum kennara á þá leið að þeir hyggist hringja sig inn veika eftir að bráðabirgðalög vom sett. Hefur þetta fólk ekki sómatilfinn- ingu eða vott af siðferði? Kennarar áttu afla mína samúð í upphafi þessa verkfafls en eftir því sem á leið hef ég hreinlega misst afla trú á því að í þeim hópi sem á tyfli- dögum kaflar sig háskólagengna uppalendur sé sómakær sál. Nú verður þetta fólk að hlíta landslögum eins og aflir aðrir og hætta þessum bölvaða fi'flaskap og vinna vinnuna sína eins og aðrir. Hvort kennarar endurheimta virð- ingu barna og foreldra verður tím- inn einn að leiða í ljós. með ReyniTraustasyni • Eitt sterkasta aflið innan Framsóknar- flokksins er Guðs- mannagengið sem beitti sér gegn Al- freð Þorsteinssyni borgarfufltrúa í borgarstjórakrepp- unni. Guðsmennirnir tengjast Hvítasunnusöfnuðinum þar sem ákafinni í andstöðunni gegn Alfreð gengur næst trúnni á Guð. Hvíta- sunnumenn virðast hafa gleymt því að Alfreð gekk fram af ákafa í því að fefla niður skuld safnaðarins við borgina vegna leflcskóla sem stofna átti en mistókst. Alfreð skar því söfnuðinn úr snömnni... • Sá sem upphaf- lega tengdi Fram- sóknarflokkinn og Hvítasunnusöfnuð- inn órofa böndum var þingmaðurinn fyrrverandi Guð- mundur G. Þórar- insson sem sópaði megninu af söfriuðinum inn í flokk- inn. Nú er Guðmundur genginn sinn veg úr flokknum en arfleifð hans lifir. Á meðal trúaðra fram- sóknarmanna sem muna tímana tvenna gengur hann nú undir sæmdarheitinu Guðmundur góði... • Stefán Jón Haf- stein, oddviti Sam- fyfldngar, er sagður hafa upplifað höfri- un þegar hvorki Ingibjörg Sólrún Gísladóttir né Al- freð Þorsteinsson studdu hann tfl, embættis borgarstjóra. Þetta er sagt geymt en ekki gleymt og því er spáð að Stefán Jón muni taka stjórnarsæti í Orkuveitunni sem losnar á næstunni þegar SteinunnVal- dís Óskarsdóttir verður borgarstjóri. Þar mun hann velgjá Alfreð undir uggum með því að sýna LínuNet og fleiru áhuga... • Hjálmar Ámason var í vígahug á flokksstjórnarfund- inum í Borgarnesi á Norðvesturlandi á dögunum. Sögur herma að hann hafi ætlað í ræðustól og tala þar um stríðandi fyOdngar í Framsóknarflokknum og þá sér- staklega útíagann og óvininn KristinH. Gunnarsson. Að sögn gekk maður undir manns hönd tfl að stöðva kapp- ann vígreifa sem tókst. Altalað er að Hjálmar beri þá von í brjósti að með því að þóknast for- ystu Framsóknar verði hann næsti ráðherra Framsóknarflokksins... • Hið konunglega fjelag fylgist grannt með aflri umfjöflun um konungborna skjólstæðinga sína. Vegna umfjöflunar Sjónvarpsins á mánudagskvöldum um konungsfjölskyldur Evrópu af hinu dansk-þýska Glúcksborgarkyni íhuga félagsmenn nú að fyrsti heið- ursfélaginn verði Markús öm Ant- onsson útvarpsstjóri. Þá em félags- menn einnig þakldátir Markúsi fyrir beina útsendingu frá brúðkaupi danska prinsins Friðriks og Maríu konu hans... vJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.