Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2004, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2004, Side 32
i—i s t t I i rf^stíiSKO!: Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar ^jnafnleyndar er gætt. 0 5090 SKAFTAHLÍÐ 24, 10SREYKJAVÍK[STOFNAÐ 1910 \ SÍMI550 5000 Sr • Lfkamsárás sem ffamin var með exi á veitingastaðnum hafnfirska, A. Hansen, í byrjun september, þegar ungur maður réðst að öðrum og veitti alvar- lega áverka með slökkviliðsexi, vakti mikinn óhug. Árásarmað- urinn, Börkur Birgisson, situr nú í gæsluvarðhaldi og bíður dóms. Berast þær ífegnir nú ffá Litía- Hrauni að Börkur hafi þar hlotið glænýtt gælunafn að íslenskum sið. Mun Börkur nú þekktur meðal samfanga sinna sem Börkur skráma. Mun nafngiftín eitthvað tengd þeirri staðreynd að Börkur hafi ráð- ist á sitjandi mann með exi en sá síðarnefhdi ein- ungis hlotið af skrámur. Mun það ekki þykja flott í öll- um kreðsum Hraunsins.............. Allirákafií jólainnkaupunum „Mér finnst það satt best að segja ábyrgðarhluti af JC að afhenda mér ekki verðlaunin," segir Sigurjón Þórðarson, alþingismaður Frjáls- lynda flokksins sem fyrir tæpu ári var sæmdur nafnbótinni versti ræðu- maður þingsins af með- limum JC hreyf- ingar- innar. I Sá versti Sigurjón Þórðarson var I valinn versti ræðumaður eldhús- I dagsumræðanna og fékk að laun- I um bók og námskeið. Námskeiðið | hefur Sigurjón enn ekki fengið. Sigurjón hefur það sem af er yfir- standandi þingi talað sem nemur þremur klukkustundum í ræðustól alþingis og þrátt fyrir að hann hafi fengið bókina „Public speaking for dummies," eða ræðutækni fyrir aula, eins og væri hægt að íslenska bókina, sitja JC meðlimir enn á aðal- verðlaununum sem er ræðtmám- skeið hjá félagskap JC. „Ég hef verið að reyna að setja mig í samband við þá tíl að geta nú komist á námskeiðið en hef lítil svör fengið. Mér veitti greinilega ekki af því enda tók ég þessu alveg og væri alveg til í að komast á námskeiðið sem fyrst,“ segir Sigurjón sem vill bæta ræðutæknina sem JC mönnum huggnaðist svo illa fyrir ári. Á heimasíðu JC-ísland er kynning á tvenns konar nám- skeiðum i ræðumennsku. Námskeiðin heita einfaldlega ræðumennska I og II og er í texta sagt um ræðumennsku I: „Eflir hæfni einstaklingsins til að taka til máls og tjá sig Sá besti Steingrímur J. Sigfússon tekur hér við verðlaunum úr hendi Árna Árnasonar hjá JC. Steingrímur þótti bestur I eldhúsdagsumræðum en fast á hæla honum komu Ögmundur Jón- asson og Halldór Ásgrímsson. fyrir framan hóp af fólki.“ Sigurjón og starf hans á alþingi fellur vel und- ir þessa skilgreiningu, námskeiðið hentar því fínt. Ennfremur segir um námskeiðið: „Námskeið fyrir alla sem hafa eitthvað til máianna að leggja og vilja koma vel fyrir, efla sjálfstraust og ímynd." Ekki náðist í forsvarsmenn JC á íslandi vegna málsins í gær. Hefur ekki lesið Þráin „Björgólfur hefur ekki lesið bók- ina enda verið í fríi erlendis undan- farnar tvær vikur og er væntanlegur heim frá London nú í vikubyrjun," segir Ásgeir Friðgeirsson, kynning- arfulltrúi Samson- hópsins, um bók Þráins Bertels- sonar, Dauðans óvissi tími, sem í raun er skáldverk um Björgólf Guðmunds- son og samtíma hans. Bók Þráins hefur þegar fengið góðar viðtökur og selst vei þó enn sé langt til jóla. Þykir efnisval Þráins djarft þar sem ijallað er um ævi Björgólfs Guðmundssonar á skáld- legan þátt en þó með beinum tilvís- unum í staðreyndir þar sem engum blandast hugur um við hvern er átt. „Þessi bók hefur ekki verið rædd formlega í Samson- hópnum og ég á ekki von á því áð það verði gert. Skáld geta skrifað sínar bækur en aðrir yppa bara öxlum og halda áfrarn," segir Ás- geir Friðgeirsson. Þráinn Bertelsson Djarft skáldverk um frægan mann. Enginn í sundi - allir að versla Athugulir sundgestir í Suðurbæj- arlaug í Hafnarfirði veittu því athygli um helgina hversu gott rými var fyr- ir sundtökin þessa helgina ólíkt öðr- um þetta haustíð. Þegar forsvars- menn sundlaugarinnar voru spurðir út í hverju það sætti að svo fáir væru í laugunum, kom einfalt svar: Nýtt kortatímabil. Það voru allir að versla enda tóku sömu sundgestir eftir því, þegar haldið var í kaffisopa í Kringlu eða Smáralind, að þar var ekki þver- fótandi fyrir verslunarglöðum al- menningi sem slíðraði ekki kortinn milli þess sem hlaupið var á milli búða og þeim rennt í gegn. Það hef- ur enda mikið að segja að nú eru einungis tæpar sex viiair tíl jóla og margir komnir á fullt í jólagjafakaup. Nýtt kortatímabil! Enginn í sundi en Kringla og Smáralind full. Sex vikur til jóla og jólagjafakaup að komast á fullt. I *V# I V ■ Skorum á 70 mín að borða stærstu pylsu í heimi í Kriglunni á laugardaginn, takist að búa hana til. Vaka-Helgafell / SS / Kringlan / Myllan Heimsmetabók Guinness - 50 ára afmælisútgáfa. • Hversu þungur er þyngsti maður i heimi? • Hvaða hljómsveit hefur selt flestar plötur? • Hversu stór er stærsta pítsa í heimi? • Hverjir eiga heimsmet i sláturkasti? Sérstök gullútgáfa þar sem greint er frá öllum nýjustu metunum og ótrúlegar myndir birtar af mögnuöum uppátækjum í öllum heimshornum. i bókinni eru einkaviötöl við heimsmethafana og sérkaflar þar sem fariö er ofan í saumana á ótrúlegustu afrekum allra tima. r f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.