Alþýðublaðið - 04.12.1923, Page 2
ALÞYÐUBLÁÐIÐ
beztu bvauðln í bænum,
Notar að eins bezta mjöl og hveiti frá þektum erlendum
mylnum og aðrar vðrur frá helztu firmum í Ameríku,
Englandi, Danmörku og Hollandi. Alt efni til brauð- og köku-
gerðar, smátt og stórt, eru beztu vörutegundirnar, sem á
heimsmarkaðinum fást.
Atvinnamálin enn.
----- (Nl.)
Et »við< viljum ekki »hætta<
fé okkar í útgetð, en einhverjir
útlendingar aitur á móti viidu
reka þann atvinnuveg liér á
landi, þá höfum við alls ekki
ráð á að banna það. Atvionan
verður að aukast. Að eins þurf-
um við að gæti þess, að inn-
Iendir menn vinni við framleiðsl-
una, og að öll vara, sem flutt
er út úr landinu, sé talin íslenzk
vara og íslenzkur útflutningur,
þar sem gengi krónunnar er
miðað við verðmæti út- og inn-
fluttrar vöru. Við hö’um ekki
heídur ráð á að flytja út óverk-
áðan fisk, af því að við þurfum
að fá vinnu við að verka hann
sjálfir, og svo er meirá verðmæti
í verkuðum en óverkuðum fiski.
Ég held einnig, að útgerðar-
mennir sæju sig ekki hafa ráð
á að banna útlendingum að
leggja hér upp fisk gegn því, að
þeir greiddu gjöld til hins opin-
bera eins og ' aðrir atvinnurek-
endur; hygg ég, að það gæti
orðið tii að létta gjaldabyrðinni
að nokkru leyti af þeim, sem
fyrir eru, þessari »byrði<, sem
þeir segjast ætla að sligast
undir.
Við höfum ekki ráð á að neita
útlendingum um að framleiða í
Iandinu neitt það, sem við ekki
þykjumst geta framleitt sjálfir,
en þurfucu þó á að halda okkur
í hag.
Þetta var að vísu útú'-dúr, en
þó atriði,4sem vert er að athuga,
et við viljum fyrirbyggja, að slíkt
atvinnuleysi, sem nú ríkir, komi
fyrir í framtíðinní,
Það, sem nú þegar er hægt
að gera til undbbúniags útilokun
atvinnuleysis til frambúðar, er
að ‘ byrja á ræktun bæjarlands-
ins. t>að er stórko^tieg fjarstæða
að hajda þv{ fram, að féð »fest-
Ist< o': lengi í slíkum iyrirtækj-
um. I>etta er verk, sem veröur
að vinna fyrr eða síðar, og það
té, sem til þess er varið, »festist<
ekki hóti leogur, hvort verkið
er unnið þegar í stað eða ekki
fyrr en næsta ár, en því fyrr,
því betra, og varla hygg ég, áð
þjóðarbúið geti geymt fé sitt í
tryggari fyrirtækjum,
Ég er ekki á móti því, að
teknir væru 4 leigu io—20 tog-
arar erlendis og gerðir út héðan
af bálíu hins opinbera til þess
að bæta úr atvinnuleysinu, en
það tekur of langan tima að
bíða þangað til, ef ekki er hafiat
handa áður með eitthvað annað.
En ég er á móti því, að nokkur
hinna núverandi útgerðárstjóra
hefði þar umráð eða ihlutunar-
rétt, þvf að þeir eru búnir að
sýna, að þeir kunna alis ekki að
stjórna togaraútgerð flestir þeirra,
að minsta kosti ekki á fsfiski,
eða er þáð ekki vottur um lé-
lega stjórn, áð útgerðarkostnað-
ur skuli vera ca. 30°/0 hærri á
íslenzkum togara en enskum at
sömu stærð og gerð, sem fiskar
á sömu miðum og »landar< á
sama stað. IÞó er goldlð langt-
um lægra káup á íslenzku tog-
u'unum en enskum. nema ef til
vill skipstjórunum, þegar illa
gengur.
Hér vantsr tilfinnanfega góðan
ís handa togurunum, og það er
að eins tfmaspurnsmál, hvenær
, Eoglendingar hsetta að kaupa
þanu fisk, sem kældur er með
ís af Reykjavikurtjörn. Nægilegt
tilé'ni ti! þess væri t. d. mjög út-
breidd taugaveiki, ef þeir þektu
legu tjarnarinnar og alla stað-
háttu og óþrifnað þann, sem að
henni er fluttur viðs vegar úr
bænum, sorpið. Góðan ís get-
um við ekki fengið hér nema
með því að byggja ísverksmiðju
eða nýja tjörn utan bæjar. sem
gæti verið laus við alt sorp og
annar þvílfkan óþverra, Og því
þá ekki að verja fé til tjarnar-
gerðar nú þegar? Það hlyti að
géfa dágóðar tekjur. Að minsta
kosti hefi écr aldrel heyrt, að ís-
húsin hafi kvartáð yfir tekna-
Nýkomið:
Sjálfvirk þvottaefni;
Persil, Giants, Solvo,
Rinso, Sóda, Sápu-
spænir, Sápuduft. —
Kaupfélagtð.
Undirritaður innheimtir skuldir,
skrifar Bamninga, stefnur og bréf,
afritar skjöl 0. fl. Pótur Jakobs-
sod, Nönnugötu 5 B. Heima kl. 3
til 4 og 8 til 9 síðd.
Nýkomið:
Skósverta, Skógula,
Ofnsverta (fljótandi),
Kerti, — Eldspítur.
Kaupfélagið.
leysi, en mikið fremur því, að
þau gætu ekkl fengið svo góðan
ís sem skyldi.
Fjöldá margt fleira mætti
benda á, sem gera þarf og hægt
er að gera á þessum tíma árs,
en ég læt þó staðar numið að
siunl. En að endingu vil ég
minna bæjarstjórn, atvinnuleysis-
nefnd hennar með borgarstjóra
í broddi fylkingar, iandsstjórn
og þá sérstaklega atvinnumála-
ráðherra og bankastjóra beggja
bankanna, einkum Landsbank-
ans, á það, að hér dugir ekkert
hangs. E>að er á þeirra valdi,
hvort fóikið á að deyja úr
hungri eða ekki, og þeirra er
að taka afleiðingunum, ef ekki er
hafist handa þégar f stað, því
að þeir eru mennirnir, sem eiga
að bera ábyrgðina, hvort sem
þeir finna til hennar éða eigi.
Þeir eiga nú allir i sameiningu
sð hjálpá hinum atvÍBuuíausa
lýð, með því að stofna tii at-