Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1973, Blaðsíða 5
SKÝRINGAR VIÐ ALMANAKIÐ
N Fánadagur
• Nýtt tungl
C Fyrsta kvartil
O Fullt tungl
3 Síðasta kvartil
]) Tunglið
£ Merkúríus
? Venus
(j Mars
2J. Júpíter
h Satúrnus
$ Úranus
W Neptúnus
E Plútó
Ni Stjömuhröp
Merkinu N, fylgir nafn þeirrar loftsteinadrífu sem um er að ræða.
Hverrar drífu gætir venjulega í nokkrar nætur, en merkið er sett við
þá dagsetningu sem svarar til hámarksins.
O 21 28 merkir að tungl sé fullt kl. 21 28.
. ? 3°S ]) kl. 07 merkir að Venus sé 3° sunnan við tunglið kl. 07.
Utreikningarnir miðast við Reykjavík, en tíminn er stundum gefinn
þótt tungl sé undir sjóndeildarhring þar þegar samstaðan verður.
Miðað við stjörnurnar færist tunglið um það bil breidd sína (0,5°)
til austurs á hverri klukkustund.
lengst í austur (18°) merkir að Merkúríus sé lengst í austur frá
sólu, og að fjarlægð hans frá sólu á himinhvolfinu sé 18°.
Tungl hæst (eða lægst) merkir að tungl sé hærra (eða lægra) á
lofti í hásuðri frá Reykjavík en dagana á undan og eftir.
Feitt letur í flóðdálkunum auðkennir hæstu flóðin.
1 flóðdálkunum er þeirri reglu fylgt, að fyrsta flóð hvers dags
er kallað árdegisflóð þess dags, jafnvel þótt komið sé fram yfir há-
degi þegar háflæði verður. Næsta flóð á eftir er nefnt síðdegisflóð
sama dags, þótt háflæði dragist stundum fram yfir miðnættið.
í dagatalinu er sýndur gangur tungls í Reykjavík. Nánari upp-
lýsingar er að finna á bls. 34-35.
í dálkunum fyrir reikistjörnurnar er þess getið um hverja stjömu,
hve björt hún sýnist, hvenær hún er í hásuðri frá Reykjavík og hve
hátt hún er þá yfir sjóndeildarhring. Einnig er tekið fram, í hvaða
átt og hæð stjaman er við myrkur að kvöldi og í birtingu að morgni.
Orðin myrkur og birting eru skilgreind nánar á bls. 34. Punktalína
merkir að stjaman sé undir sjóndeildarhring. Birta reikistjarnanna
er tilgreind í birtustigum, sem eru að því leyti sérkennileg, að
stigatalan verður þeim mun lægri sem stjaman er bjartari. Daufustu
stjömur sem sýnilegar eru berum augum við góð skilyrði eru nálægt
birtustiginu +6. Pólstjaman er á birtustiginu +2. Bjartasta fasta-
stjarnan (Síríus) er um það bil á stiginu —1,5.
Hnattstaða Reykjavíkur er í þessu almanaki talin 64 gráður 8,4
mínútur norðlægrar breiddar og 21 gráða 55,8 mínútur vestlægrar
lengdar (Skólavörðuholt). í Reykjavík samsvarar breiddarmínútan
1858 metrum, en lengdarmínútan 811 metrum.
Um tímareikning. í almanaki þessu eru allar stundir taldar eftir
miðtíma Greenwich, sem nú er íslenzkur staðaltími. Á stöku stað
reiknast stundirnar fram yfir 24. Þannig táknar tímasetningin
.,25 17“ hinn 10. janúar það sama og 01 17 hinn 11. janúar.
(3)