Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1973, Blaðsíða 163
komulags um að þær skuli birtar allar í heild, þeg-
ar rannsóknum er lokið. Myndirnar sjálfar hafa þó
verið sýndar opinberlega, og hafa þær vakið óskipta
athygli.
Eitt af því fyrsta, sem um myndirnar má segja,
er það, að þær hafa í eitt skipti fyrir öll kveðið nið-
ur hina lífseigu þjóðsögu um „skurðina“ á Mars.
Raunar voru flestir stjörnufræðingar búnir að missa
trúna á þessa skurði og töldu þá vera sjónvillu, sem
þannig væri til komin, að margir óljósir deplar
rynnu saman fyrir auganu og sýndust mynda bein-
ar línur, sérstaklega ef skyggni væri ekki sem bezt.
Hafi einhverjir efazt um þessa skýringu, ættu þeir
að sannfærast eftir að hafa skoðað hinar nýju
myndir.
Fyrstu myndirnar frá Mariner 9 voru mjög óskýr-
ar vegna rykstorms, sem huldi yfirborð Mars að
verulegu leyti frá því í septemberlok og fram yfir
miðjan desember 1971. Rykstormur þessi var sá
mesti, sem sézt hefur á Mars síðan 1956. Stormar
af þessu tagi virðast helzt rjúka upp um það leyti
sem Mars er næst sól á braut sinni. Fyrir nokkrum
árum var talið, að hægir vindar lékju um Mars,
en nú er hins vegar álitið, að vindhraðinn í hinu
þunna lofti reikistjörnunnar (loftþrýstingurinn við
yfirborð er aðeins fáein millibör) verði geysilegur,
mörg hundruð km á klst. Þegar storminn lægir,
fellur rykið fljótt til jarðar og loftið hreinsast.
Vegna rykstormsins varð að sæta lagi með mynda-
tökur Mariners 9 og taka myndir hvenær sem rof-
aði til. Myndirnar sýna, að fjölbreytni í landslagi
er mikil á Mars, mun meiri en menn höfðu gert sér
grein fyrir. Þar er að finna sléttur, svæði þakin gíg-
um, stórvaxin eldf jöll, gil, sprungunet og ýmis tor-
(161)
íi