Alþýðublaðið - 07.11.1919, Side 4

Alþýðublaðið - 07.11.1919, Side 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Slys. Steinn keraur í háalofti ofan úr Skólavörðuliolti og brýtur 6 ráður í Bergstaðastræti. í fyrraœorgun vildi til slysalegt atvik, sem hæglega hefði getað orðið manns bani. í Skólavörðuholti suður og upp af Bjargarstíg er verið að sprengja fyrir holræsi, og í fyrramorgun vildi svo slysalega til við spreng- ingu, að umbúnaðurinn bilaði ö'órumegin, og fór einn steinn svo hátt og langt, að hann fór yfir hið háa hús Jóns Þorsteinssonar við Bjargarstíg og alla leið niður að Bergstaðastræti, og lenti þar á bakhlið hússins nr. 17 (eign Guðm. Sæmundssonar og Kristjáns Snorra- sonar). Steinninn kom á glugga- póst, og brotnuðu sex rúður; hefði steinninn komið á rúðu hefði hann ef til vill orðið mannsbani, því innan við gluggann lá í legubekk 11 ára drengur, Axel Kristjáns- son, sonur Kristjáns Kristjánsson- ar steinsmiðs og konu hans Guð- rúnar Ólafsdóttur. Það slær óhug á marga þegar atvik eins og þetta koma fyrir, enda eiga þau ekki fyrir að koma Það þarf að búa svo vel um við sprengingar sem framkvæmdar eru inni í bænum, að ekki geti slys orðið að, hvad sem það kostar. €jtirbreytnisvert. Bæjarstjórn Kristjaníu hefir ný- lega samþykt lög um almennan mæðrastyrk, sem ná skal til ekkna og annara einstæðingskvenna, er börn eiga, hvort heldur eru frá- skildar eiginkonur, konur sem eig- inmennirnir hafa yfirgefið, ógiptar mæður, eða konur óvinnufærra manna. Þessi styrkur á að gera móðurinni kleyft að standa straum af börnunum, þó fyrirvinnu föð- ursins njóti ekki við. Skilyrði til styrksins eru þau að móðirin hafi fyrir barni að sjá sem sé ekki orðið íullra 15 ára, ef sérstök önnur skilyrði eru fyrír hendi, má lengja styrkveit- ingartímann til 17 ára. Til þess að hafa rétt til styrks- ins má móðirin og börnin ekki hafa hærri tekjur en: Móðir með 1 barn kr. 2000,00 — — 2 börn — 2400,00 — — 3 — — 2800,00 — — 4 — — 3000,00 Hæzti styrkur getur orðið þessi: Móðir með 1 barn kr. 600,00 — 2 börn — 980,00 — — 3 — — 1440,00 — — 4 — — 1800,00 Gifti konan sig missir hún styrk- inn. Auk hans er mæðrum og börnum ætluð ókeypis læknishjálp, meðul og sjúkrahússvist. Lögin öðlast gildi 1. jan. 1920. Hver getur nú annað en öfund- að Kristjaníu, sem orðið hefir fyrst bæjai félaga á Norðurlöndum að koma á jafn stórkostlegum um- bótum og þessum. Hugsum oss hvílík umskifti verða við lög þessi. Ekkert barn þarf að alast upp við skort, engin móðir að standa ráð- þrota yfir því hvar taka skuli brauð handa barni sínu — og ekkert fátækt heimiii þarf lengur að borða beiska náðarbrauðið sem fátækrastjórnirnar oft og einatt rétta fátækum mæðrum með barnahóp, þar sem fyrirvinnuna vantar. Hvenær fáum vér sann- gjörn lög um þetta efni? 19. júní. Svar. Þegar Alþýðuflokknrinn fer að hafa áhrif á Alþingi. Olíuofhar eru „lakkeraðir" og gerðir sem nýir. Gert við iampa og lampagrindur á Laugaveg 27. Ágæt sítróimolía, á 5 kr. pelinn, fæst í Aiþýðubrauðgerðinni. AUí veröur haldinn í JBárulbiiö sunnudaginn 9. þ. m. kl. 5. a. h. Konur og menn! Munið a5 koma á fundinn. ríí heldur fund í G.-T.-húsinu laugardaginn 8. þ. m. kl. 7V* s. d. Félagsmenn beðnir að fjölmenna. Fólagsstjórnin. Innrömmun á myndum afgreidd fljótt og vel. Lágt verð. Hjálmar Porsteinsson, Skólavörðustíg 4. Sími 306. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafar Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.