Alþýðublaðið - 08.11.1919, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.11.1919, Blaðsíða 2
3 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Auglýsingar. Auglýsingum í blaðið er fyrst um sinn veitt móttaka hjá Ouð- geir Jónssyni bókbindara, Lauga- vegi 17 (bakhús). Sími 286 og á afgreiðslunni á Laugavegi 18 b. Jeir eru í stjórn í, brosa síðan blítt framan í heiðraðan almenn- ing, háttvirta kjósendur, og þykir engin skömm að. Já, sér er nú hver dugnaðurinn! Petta eru ekki braskarar!! Og svo halda þeir fyrirlestra um helvítis braskarana, hve stórkostlegan skaða þeir geri innanlands og utan!!! Að ógleymd- um þeim herrum sem svíkja lands- sjóð um lögboðna tolla, falsa vör- ur o. s. frv. o. s. frv. Já, þetta eru heiðarlegir „for- retningsmenn*, þetta eru ekki braskarar! Enginn má skilja þessa grein svo, að verið sé að bera blak af þeim, sem „Morgunblaðið* fordæmir fyrir brask, nei, þeir eiga skammirnar sannarlega skilið, en Morgunblaðinu gleymdist bara að skamma hina. Eða kannske grein- in hafl átt að fara í „Tímann“, en af ógáti slæðst í Morgunblaðið, en ef svo er, þá stendur einhver ritstjóranna skammarlega í stöðu sinni, enda þótt sumir hafi nóg launin. Vesalings Moggi. Þú fórst illa út úr þessari tilraun til „að vernda hagsmuni kaupmanna"! Vonandi leggur þú ekki á stað í annan braskaraleiðangur. Láttu Svein brosa, en talaðu sem minst um brask, þér ferst það ekki. Þú talaðir um þá hættulegu braskara, sem legðu fyrir sig að kaupa fossa og fossajarðir, að vísu geta þeir verið hættulegir, en ætli að það stafi samt ekki meiri hætta af sjálfum fossafélögunum, sem sumir þeir sem eru „ekki braskarar" eru talsvert riðnir við. Teldu háttvirtum kjósendum heldur trú um, að þeir fyrirgeri sáluhjálp sinni með því, að kjósa ekki Svein og Jón (eða Jakob!), þeir „melta“ það áreiðanlega bet- ur heldur en braskara-beituna. X Símskeyti. Kaupmannahöfn 5. nóv. Wilson — Lodge? Frá Washington er símað að senatið (öldungadeildin) hafi felt tillögu Lodge um að sleppa ákvæð- inu um Shantung úr friðarskil- málunum. Bússland. Raaes fréttastofa tilkynnir, að borgarflokkarnir rússnesku séu allir sammála um að bjóða tjekk- neska stjornmálamanninum Kra- manch forsetatign. Hefndaræði bandamanna. Frá Berlín er símað, að banda- menn hafi tilkynt, að þegar vopna- hlésskilyrðunum sé fullnægt, verði gerð fullnaðarákvörðun um frið- inn, og hóti að grípa til ofbeldis- ráða, ef Þjóðverjar dragi lengur að uppfylla friðarskilmálana. Khöfn 7. nóv. Franskir sóeialistar koma npp her. Frá Paris er símað, að jafnað- armenn myndi herdeildir til þess að hafa til taks móti óvinum sínum. Pjóðasambandið. Æðsta ráð bandamanna hefir ákveðið að framkvæmdanefnd þjóðabandalagsins haldi fyrsta fund sinn í París. Clemencean talar. í ræðu, sem Clemenceau hélt í Strassbourg um höfuðatriðin í framtiðarpólitík Frakklands, hvatti hann til eindrægni móti Bolsi- víkum. Coltz settnr af. Frá Berlín er símað, að foringi Járnsveitarinnar þýzku í Eystra- saltslöndunum hafi verið settur af. Frá Ungverjalandi. Þýzka blaðið „Vossische Zei- tung“ segir að samkomulag sé komið á milli Friedrich forsætis- ráðherra Ungverjalands og Clarks sendimanns Englendinga, um að ungversku járnbrautirnar og önnur stórfyrirtæki verði eign Englend- inga. Lýðveldi viðurkent. Lýðveldið Austurríki hefir fengið viðurkenningu Danmerku [og ís- lands]. Spánverjar sskja sig. Um langan tíma stóð fjárhagur Spánverja illa. Þeir voru sjálfir latir og framtakslitlir, enda þótt náttúran legði þeim margt upp í hendurnar. Samgöngur voru illar og ýms helztu fyrirtæki í höndum útlendrá (sérstaklega þýzkra) auð- manna. Nú á síðustu árum hefir framtakssemi þeirra aukist að mun og fjárhagur þeirra stendur miklu betur en áður. Hafa þeir t. d. veitt ófriðarþjóðunum stór- lán, meðan á styrjöldinni stóð. Nú eru þeir í óða önn að bæta samgöngur sínar og endurreisa verzlun og iðnaðarfyrirtæki. Hafa þeir nú útrýmt erlendu fjármagni úr landinu að mestu, en óttast mjög að auðmenn í Bandaríkjun- um nái fótfestu þar. X Harm var búinn að reyna það. Einar Arnórsson segir í gær f Morgunblaðinu þau tíðindi, að Ól. Friðriksson virðist vera allmikill Bolsivikavinur. En áður hafði ekk- ert frézt um það, að þeir væru vinir, Einar Arn. og Ó. F., og mun Ólafi hafa verið ókunnugt um þá vináttu. Einar segir í sömu grein, að það sé engin hætta á því, að ÓI- afur geri bændurna í þinginu að- Bolsivíkum. Við skulum segja, að Einar viti þetta; hann veit af eigin reynd hvað Bolsivikar eiga þar erfitt uppdráttar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.