Alþýðublaðið - 08.11.1919, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.11.1919, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Jjvort er réttara? Á fundi Sjálfstjórnar síðastliðinn laugardag sagði Jón Þorláksson afi Sveinn Björnsson og Jón Magn- ússon væru fulltrúar verkamanna! Á fundi, sem sama félag hélt viku áður, sagði Ólafur Friðriksson, að Þessir tveir herrar væru það ekki. Hverjum á að trúa, Ólafi Friðriks- syni, eða Jóni Þorlákssyni. Er Jón Þorláksson, sem var andstæð- ur almennu dýrtíðarhjálpinni, trú- verðugari maður, en Ólafur Frið- riksson, sem barðist manna mest fyrir henni? Finst ykkur verka- menn, að flokksmenn þeirra Zim- sens borgarstjóra, sem vildi láta dýrtíðarhjálpina verða mannrétt- indamissi, Kveldúlfsmanna, Jes Zimsens og Magnúsar dýralæknis, sem vildu hafa lifrarpeningana af hásetum, líklegri til að fylgja íram ykkar málum, en þeir Þor- varður, sem í 8 ár hefir barist íyrir rétti fátæklinganna, t. d. í mjólkurmálinu (og hefðu tillögur hans verið teknar til greina hefð- um vér ekki þurft að kaupa mjólk- ina á 90 aura líterinn) og Ólafur, sem auðvaldið hefir ofsótt og sví- virt á allan hátt vegna þess, að hann er ykkar maður. Mér þætti gaman að sjá framan í þann verkamann, sem 15. nóv. vill ger- ást það skítmenni og svikari að hjósa fjandmenn alþýðunnar — íulltrúa auðvaldsins: Jón Magnús- 8on, Svein Björnsson og Jakob Möller. Ólafur og Þorvarður eru okkar menn, kjósum þá, því vér trúum ekki sendlum þeirra Ólafs Thors, Magnúsar dýralæknis, Kjartans Konráðssonar og Péturs Zophonias- sonar. Pórður. Frausýni jíorðmanna. I Noregi og Svíþjóð er stjórn ^llra málefna er viðkoma fiski- veiðum í höndum ríkisins. Hafa Moiðmenn séð það, að ef þeir ættu ah geta staðið jafn framarlega óðrum þjóðum í fiskiveiðum, þá ýrðu þeir að reka þær á sem hag- hvæmastan hátt. Nýlega hafa þeir stofnað sérstakan ríkisbanka til þess að styrkja sjávarútveginn og veitir banki sá 3—5°/o lán gegn veði 1 skipi og útgerð. Smábátar fá iánin ódýrast og lánað út á alt að 4/s af verði skips. Stærri bátar gjalda 1% meira í vöxtu og fá lánað út á V*—8/* af verðinu. Einnig eru veitt ódýr lán til þess að koma á fót íshúsum, þurkun- arhúsum o. fl. er greiða mætti fyrir framleiðslunni. Þessi styrkur frá rikisins hálfu verður áreiðan- lega til þess að efla fiskiveiðarnar og um leið bæta kjör sjómanna, þar sem mönnum er gert kleyft að reka fiskiveiðar með litlu fjár- magni. Vér íslendingar töpum stórfé á hverju ári á því að iáta t. d. beituna grotna niður sumstaðar vegna íshúsleysis, en vanta til- finnanlega annarstaðar. Ættum vér að taka oss Norðmenn til eft- irbreytni í þessu og það sem allra fyrst. X Stóryirki. Frakkar færast í ankana. Nýlega hefir einn foringinn í ráðuneyti vevklegra framkvæmda í franska ríkinu komið fram með víðtækar tillögur um bætur franskra hafnarvirkja. Er þar fyrst á blaði, að dýpka skuli höfnina í Algier (á Afríkuströnd) og stækka svo, að sé fær stæratu her- og verzlunarskipum. Þá á að gera hafnarbryggjur miklar i La Pallices og bæta svo höfnina, að stór skip geti farið um hana óhindruð af sjávarföllum. En nú er þar svo háttað, ejns og í mörgum höfnum í Norður-Frakk- landi og á Englandi, að skip verða að bíða flóðs til þess að komast inn í höfnina. Marseille, sem er einhver mesta verzlunarborg við Miðjarðarhaf, á að gera að mestu verzlunarborg í Evrópu, með því að auka hafnar- virkin þar stórkostlega, svo að lengd hafnarbakkans verði samt. 33 km eða þrisvar sinnum lengra en héðan suður í Hafnarfjörð. Höfnina á að búa öllum nútíðartækjum til fermingar og affermingar skipa. — Brest á að verða endastöð fyrir Atlantshafsskip. Stóra skipaskurði á að gera um norðanvert Frakk- land; eiga þeir að setja París í beint samband, vatnaleiðina, við enska hafnarbæi og jafnvel ná alla leið til Saar-héraðsins. Stóra höfn á að gera við norður- jaðar Parísar. Ána Rhðne á að beizla svo, að landauki verði við ósa hennar; jafnframt á að virkja það afl, sem í henni felst og er 750 þúsund hestöfl. Svo mjög á að bæta við skurðina milli Rhöne og Rínar, að Elsass-Lothringen komist í beint skipasamband við Miðjarðarhafið. Auðvitað koma Frakkar ekki öllu þessu í framkvæmd í einu, en þetta bendir ótvírætt til þess, að þeir eru ekki alveg af baki dotnir. Geta má þess, að ekki mundi þetta alt kosta meira en nokkurra daga striðskostnaður þeirra var, og óneitanlega finst þeim, sem utan við stríðið hafa staðið, að öllu hyggilegra hefði verið biiði fyrir Frakka og aðrar bardagaþjóðir að nota féð, sem notað var til þess að myrða og drepa alsaklaust fólk og koma mannkyninu í þau vandræðí, sem það nú er í, til þess að fram- kvæma bæði þetta og annað, sem gera mætti og þárf að gera til þess að jörð vor verði sem byggi- legust. : MenDilepar skammir, Grein í „Mogga* í gær um þingmannaefni Reykjavíkur snýst eingöngu um Ólaf Friðriksson. Mikils þarf nú við. En einkennilegar skammir þykir mér það í blaði sem nokkrir helztu kaupmennirnir kosta stórfé til þess að halda út, skuli vera að reyna að klína orðinu kaupmaður á Ólaf Friðriksson. Auðvitað er verið að því til þess að ófrægja hann. Með öðrum orðum: orðið kaup- maður er notað í kaupmanna- blaði sem skammaryrði. Smákaupmaður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.