Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2005, Blaðsíða 81
TÍMASKIPTING JARÐARINNAR
Myndin á bls. 78 sýnir hve mörgum stundum þarf að bæta við (+)
eða draga frá (-) íslenskum tíma til að finna hvað klukkan er annars
staðar á jörðinni. Fáein lönd fylgja tíma sem ekki víkur heilum stunda-
fjölda frá íslenskum tíma. Þetta er sýnt með tölum sem tákna frávikið í
mínútum frá viðkomandi stundafjölda. Dæmi um þetta er Indland, þar
sem klukkan er 5 stundum og 30 mínútum á undan íslenskum tíma.
A kortinu liggur óregluleg lína frá norðri til suðurs yfir Kyrrahaf.
Þetta er svonefnd dagalína. Tíminn vestan línunnar er sólarhring á
undan tímanum austan við, svo að dagsetningin breytist þegar farið er
yfir línuna. Fram til 1994 lá dagalínan yfir eyjaríkið Kíríbas, en þá var
ákveðið að sama dagsetning skyldi gilda á eyjunum öllum. Þær spanna
þrjú tímabelti og er klukkan þar 12,13 og 14 stundum á undan íslensk-
um tíma. A bls. 91-95 eru upplýsingar um tíma í höfuðborgum allra
sjálfstæðra ríkja.
Sumartími. í um það bil þriðja hverju ríki heims er klukkunni flýtl
að vori en seinkað aftur að hausti, venjulega um klukkustund. Reglur
um slíkan „sumartíma“ voru í gildi á Islandi um árabil (sjá vefsíðuna
„Um tímareikning á Islandi“ á vefsetri almanaksins, almanak.hi.is).
Frá 1968 hafa klukkur á fslandi fylgt föstum tíma árið um kring. f öðr-
um Evrópulöndum er klukkunni flýtt síðasta sunnudag í mars (nú 27.
mars) en seinkað aftur síðasta sunnudag í október (nú 30. oklóber). í
Norður-Ameríku gildir sumartími víðast hvar frá fyrsta sunnudegi í
apríl (nú 3. apríl) til síðasta sunnudags í október.
NALÆGUSTU FASTASTJÖRNURNAR
Eftirfarandi tafla nær yfir allar þekktar fastastjörnur sem eru minna
en 10 ljósár frá jörðu. Með birtu er átt við birtustig, þ.e. sýndarbirtu á
himni, samanber bls. 59. Fjarlægðin er tilgreind í ljósárum, og Ijósafl og
massi miðast við Ijósafl og massa sólar. Taflan sýnir að flestar stjörn-
Stjarna
Sólin ........................
Proxima Centauri (í Mannfáki)
Alfa Centauri A (í Mannfáki) .
Alfa Centauri B (í Mannfáki) ..
Barnardsstjarna (í Naðurvalda)
Wolf 359 (í Ljóninu) .........
Lalande 21185 (í Stórabirni) ....
Síríus A (í Stórahundi) ......
Síríus B (í Stórahundi) ......
Luyten 726-8 A (í Hvalnum) ...
- B (UV Ceti. í Hvalnum) ..
Ross 154 (í Bogmanni) ........
lufari en hún.
Fjar- lægð Birta Ljósafl Massi
-26,8 1 1
4,22 11,2 0,00005 0,1
4,40 0,0 1,5 1,1
4,40 1,3 0.4 0,9
5,9 9,5 0,0004 0,2
7,8 13,5 0,00002 0,1?
8,3 7,5 0,005 0,35
8,6 -1,5 22 2,3
8,6 8,4 0,002 1,0
8,7 12,6 0,00006 0,042
8,7 13,0 0,00004 0,033
9,7 10,4 0,0005
(79)