Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2005, Side 162
áform um virkjun og álver fyrir austan. í borgarstjórninni varð
niðurstaðan sú, að sex fulltrúar D-listans og þrír fulltrúar R-list-
ans samþykktu, að Reykjavíkurborg tæki á sig ábyrgð vegna
Kárahnjúkavirkjunar. Fjórir fulltrúar R-listans og fulltrúi F-list-
ans voru á móti. Einn fulltrúi R-listans sat hjá.
Flokksstarf og kosningamál í aádraganda kosninga
Flokksþing Framsóknarflokksins sat á rökstólum 21.-23.
febrúar. Yfirskrift þingsins var „Vinna, vöxtur, velferð". Lofað
var lækkun tekjuskattsprósentu úr 38,55% í 35,20%. Forystu-
menn flokksins voru allir endurkjörnir. Þeir töluðu vel um
samstarfið við sjálfstæðimenn á kjörtímabilinu, sem senn væri á
enda, en sögðust að venju ganga óbundnir til kosninga. Heyra
mátti þó á forystumönnunum, að þeir töldu Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur, forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar, ekki væn-
lega til samstarfs. Fram kom á þinginu, að flokksbundnir fram-
sóknarmenn væru 9.150, sem er um 4,0% kjósenda.
Landsþing Frjálslynda flokksins var haldið í mars. Guðjón A.
Kristjánsson var kosinn formaður og Magnús Þór Hafsteinsson
varaformaður.
1 byrjun mars mars tilkynnti Kristján Pálsson framboð sérlista
í Suðurkjördæmi. Sjálfstæðisflokkurinn hafði hafnað því, að
Kristján mætti bera fram DD-lista.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins, hinn 35., var haldinn dagana
27.-30. mars og sóttu hann um 1.100 fulltrúar. Kjörorð fundarins
var: „Afram Island“. I setningarræðu sinni boðaði Davíð Oddsson
miklar skattalækkanir, ef flokkurinn yrði áfram í stjórn. Talað var
um afnám eignarskatts, lækkun tekjuskatts og virðisaukaskatts á
matvælum og bókum. Þá var rætt um hækkun barnabóta. í kosn-
ingum á landsfundinum fékk Davíð Oddsson 98,0% atkvæða til
formanns og Geir H. Haarde 93,0% sem varaformaður. Flest
atkvæði í miðstjórnarkjöri fengu Bima Lárusdóttir á ísafirði 847,
Tinna Traustadóttir 738 og Elínbjörg Magnúsdóttir 696.
Stofnfundur Nýs afls var haldinn 3. apríl. Þetta er nýtt stjórn-
málafélag, sem hugðist bjóða fram lista í öllum kjördæmum í
alþingiskosningunum. Guðmundur G. Þórarinsson var kosinn
formaður og Jón Magnússon varaformaður.
(160)