Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2005, Blaðsíða 132
sundi á tímanum 3:51,32. Vel gekk einnig í júdó og frjálsum
íþróttum en mióur í blaki. Sunna Gestsdóttir setti íslandsmet í
langstökki og stökk 6,30 m. Lið Kýpur fékk flest verðlaun á leik-
unum eða 81 alls. Islendingar voru í öðru sæti með 67 verðlaun.
Af þeim voru 20 gull, 24 silfur og 23 brons.
Skylmingar. Islandsmót í skylmingum fór fram í nóvember.
Arnar Kristinsson (Skylmingafélagi Reykjavíkur) varð Islands-
meistari í opnum flokki karla og Þorbjörg Agústsdóttir (Skylm-
ingafélagi Reykjavíkur) í kvennaflokki. Þau urðu bæði íslands-
meistarar í fyrsta sinn.
Norðurlandamót í skylmingum með höggsverði fór fram á
Seltjarnarnesi í byrjun júní. Ragnar Ingi Sigurðsson varð Norð-
urlandameistari í opnum flokki og Guðrún Jóhannsdóttir sigraði
í opnum flokki kvenna.
Sund. Sundmeistaramót Islands innanhúss var haldið í Vest-
mannaeyjum í mars. Fimm Islandsmet voru sett. Örn Arnarson
(ÍRB) setti met í 200 m flugsundi, 1.59,69 sek. og Kolbrún Ýr
Kristjánsdóttir (SA) í 50 m baksundi, 29,16 sek., 100 m flug-
sundi, 1.01,66 sek. og 100 m. skriðsundi, 55,96 sek. Þá setti Iris
Edda Heimisdóttir (ÍRB) met í 200 m bringusundi, 2.30,93. -
Sundmeistaramót Islands utanhúss var haldið í Hveragerði
12.-13. júlí. Iþróttabandalag Reykjanesbæjar var að þessu sinni
með sigursælasta liðið og hlaut það alls 23 gullverðlaun. Engin
Islandsmet voru sett, en Kristín Rós Hákonardóttir setti heims-
met í 50 m baksundi í sínum flokki fatlaðra. - Bikarkeppni 1.
deildar fór fram í nóvember í Reykjavík. íþróttabandalag
Reykjanesbæjar sigraði í annað sinn og fékk 29.300 stig, Sund-
félag Hafnarfjarðar varð í öðru sæti með 26.771 stig og Sundfé-
lagið Ægir í hinu þriðja með 26.596 stig. Sundfélagið Vestri féll
í 2. deild, en Akurnesingar koma í staðinn. Engin Islandsmet
voru sett á mótinu.
Atta íslenskir sundmenn tóku þátt í tíunda heimsmeistaramót-
inu í 50 m laug, sem fram fór í Barcelona dagana 12.-27. júlí.
Bestum árangri náðu Lára Hrund Bjargardóttir, sem setti
Islandsmet í 200 m fjórsundi, 2.20,35, og Jakob Jóhann Sveins-
son, sem setti Islandsmet í 100 m bringusundi, 1.03,11. Þau urðu
bæði í 31. sæti í sínum keppnisgreinum.
(130)