Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2005, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2005, Blaðsíða 13
DV MAGASÍN FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2005 13 1. Sjónvarpið í svefnherberginu er: a. Staðsett í einu horninu b. Við fótagaflinn c. Ekki til staðar.ég geymi það (stofunni 2. Síðast þegar ég keypti btóm fyrir svefnher- bergið: a. Ég hef ekki einu sinni hent út síðasta blómvendi b. Valdi ég mismunandi litar rósir c. Var þegar ég fagnaði öskudeginum 3. Hvernig er koddastaðan rúminu þínu: a. Ég nota enn þá gamla góða koddann minn þ. Ég nota helling af mjúkum koddum c. Ég er með þrjá kodda I rúminu en einn af þeim er mjög lítill 4. Gluggarnir f svefnherberginu eru: §a.Skreyttirfallegum gluggatjöldum sem mynda þaegilegt andrúmsloft b. Þaktir svörtum stálrúllugardínum svo birtan komist ekki inn c. Með þykk gluggatjöld sem gefa skemmtilega birtu 5.Rúmið þitt: §a. Er boðlegt prinsessu b. Þægilegt en ekkert spes á að líta c. Risastórt 6. Dýnan þín er: §a.Á gólfinu b. Risastór eða full af vatni c.Tvöföld og nákvæmlega eins stff og þú vilt hafa hana 7. Rúmfötin þín eru: §a. Mjúk og fersk. Það er dásamlegt að smeygja sér undir þau b. Þau sömu og þú notaðir í menntaskóla c. Úr satíni, silki eða egypskri bómull. Ekkert er of gott fyrir mig ',T'" ~a 8.Tónlistin í svefnherberginu er: I a. í Ktilli fjarlægð frá rúminu. Þú getur skipt um stöðvar án þess að stíga úr rúminu . b.Skiþulögð. Uppáhaldsdiskarnir þínir eru á náttborðinu. í*® k c.Frástofunni.Þúhækkarígræjunumoghefurhurðinaopna 9. Lyktin í herberginu kemur frá: a. Þvottakörfunni (horninu b. Kertunum sem þú hefur dreift um herbergið c. Ilmvatninu sem þú sprautar á þig á morgnana 10. Ef þú ætlaðir að skreyta herbergið fyrir rómantískt stefnumót þá myndirðu: a. Kveikja á kertum og deyfa Ijósin b. Henda draslinu inn (skáp c. Dreifa rósablöðum um rúmið 1., b=3 4, b=1 7. b=2 c=2 a=2 C=1 a=2 c=3 a=2 c=1 10. b=1 3. b=1 6. b=1 a=2 c=3 a=1 c=3 a=1 c=3 9. b=1 2. b=2 5. b=2 3. a=1 c=3 a=2 c=3 a=2 c=3 a=3 b=3 24-30 stig: Svefnherbergið þitt er skemmtilegasta herbergið í húsinu Svefnherbergið þitt er fullt dulúðar og fáir geta yfirgefið það. Ekki gleyma að herbergið á einnig að vera svefnstaðurinn þinn. Ekki hugsa bara um bólfélag- ann og kynKfið. Kauptu ilmkerti og blóm og notaðu þau þegar þú ert ein. 16-24 stig: Þú gætir gert betur Reyndu að bæta andrúmsloftið (svefnherberginu. Ekki bara fyrir kynllfið held- ur líka fyrir andlega líðan þína. Kauptu falleg gluggatjöld.Týndu skítugu sokk- ana upp af gólfinu og kveiktu á kertum. 10-15 stig: Ertu stöðnuð f þroska? Þú ert ekki lengur í menntaskóla, eða hvað? Reyndu að taka þig á. Líklega er sömu sögu að segja í hinum herbergjum íbúðarinnar.Fáðu hjálp sérfræðings ef þér finnst þú ekki hafa hæfileikana til að móta skemmtilegt og rómantfskt svefnherbergi. Blddu svo og sjáðu hvað það gerir fyrir ástarKf þitt. KæraRagga Ég er eiginlega alveg ráðþrota. Ég á frábæran kærasta, sætan og sexí. Stundum finnst mér hann alltof mikið beib fyrir mig því ég er ósköp venjuleg. Ég er 24 ára og hann 28. Hann er með sexpakk, hár og fríður, ég er skolhærð, aðeins of þung og með aðeins of lítil brjóst. Kannski á ég ekki að hugsa svona en þetta er að trufla mig aftur og aftur. Það ýtir líka undir þessar hugsanir að hann hefur upp á síðkastið látið í ljós þá ósk sína að prófa að fá aðra konu með í kynlífið okkar. Reyndar er þetta eitthvað sem hann talar um þegar við erum að stunda kynlíf og erum mjög æst og heit og það er greinilegt að svona tal æsir hann mikið. Ég veit að þetta gætu bara verið órar hjá hon- um en mér finnst samt grunsamlegt að þetta komi upp í hvert einasta skipti sem við stundum kynlíf. Ég er sldthrædd um að hann sé að meina þetta og jafnvel að hann hafi einhverja sérstaka stelpu í huga, einhverja blondínu með stór brjóst og fullkominn líkama. Með kærri kveðju, Músin KæraMús Fyrst verð ég að minna þig á að kærastinn þinn er einmitt kærastinn ÞINN en ekki kærasti Pamelu Anderson. Hann hefur kosið að vera með þér, litlu brjóstunum, öll- um þínum kílóum og öðru sem þér fylgir. Það er afskaplega grunnt að velja sér kvonfang eftir brjóstastærð og ég er nokkuð viss um að það var ekki sixpakkinn sem gerði útslagið þegar þú ákvaðst að leyfa honum að verða kærastinn þinn. Þessar pæl- ingar endurspegla því ffekar bresti í sjálfsmati þínu, sem mig grunar nú að þú vitir vel. Taktu orð mín sem hvatningu til þess að vinna í því að Spurðu Röggu Sendu henni tölvubréfá kyn- lif@dv.is og hún svarar þér ÍDV Magasín á fimmtudögum. fara að meta sjálfa þig að verðleikum án þess að festast í pælingum um lít- il brjóst og aukakfló. Vertu góð við sjálfa þig stúlka, leyfðu þér að breyt- ast úr mús í ljónynju. Þá eru það órar hins fríða manns. Svo skemmtilega vill til að í hverri einustu kynlífskönnun sem kemur út, hvort sem það er í Cosmó eða ársritum kynlífsrannsóknar- stofnana, er þessi til- tekna fantasía sú langalgengasta hjá karl- mönnum. Þeir þrá þetta allir, spurningin er bara hvort um hreina og klára fantasíu er að ræða eða hvort þeir mundu virkilega slá til ef aðstæður byðu upp á slíkt. Mig grunar að flest- ir karlmenn í föstum sam- böndum séu líklegir til að halda órunum í höfðinu, margir mundu eflaust fá vægt fram.mi- stöðukvíðakast ef þeir ættu skyndi- lega að þjóna tveim kynóðum kvensum. Langflestir eiga í fullu fangi með eina. Þess ber þó að geta að talsvert er um að fólk prófi þrí- hyrninga eða jafnvel ferninga ein- hvern tíma á lífsleiðinni - í flestum tilfellum er lfklega betra að láta slíkt eftir sér sé maður einhleypur. Pör lenda oft í bölvuðum flækjum og veseni eftir svoleiðis tilraunir. Eins og svo oft áður í svörum mínum mæli ég eindregið með því að þú ræðir málið við kærastann . þinn sæta. Segðu honum hvernig áhrif órar hans hafa á þig og spurðu hann hvort hann meini þetta virki- lega. Ekki vera hrædd við svörin, það verður miklu betra fyrir þig að vita en að vera með endalausar vanga- veltur um stöðu þína í sambandinu. Gangi þér vel mín kæra, Ragga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.