Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2005, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2005, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2005 MAGASÍN DV Díana Flottur kjóll en ekki klæðilegur dregillmn Indíana Ása Hreinsdóttir fylgist með kóngafólkinu á fimmtudögum og lætur blátt blóðið streyma með stfl. indiana@dv.is Sarah Ferguson, hertogaynja af Jórvík, mætti prúðbúin til Golden Globe verðlaunahátíð- arinnar (Los Angeles á dögun- um. Fergie, sem er talsmaður megrunarsamtakanna Weight Watchers, skartaði grænum síðkjól að þessu sinni.Tísku- löggur vestanhafs voru ekki ýkja hrifnar af kjólnum og sögðu hann fara hertogaynj- unni illa. Hvað sem þv( líður þá þykir kjóll- inn flottur enda ætt- aður úr tískuhúsi Valentinos og kostar vafalaust skildinginn. Sex vikna sorg Stórhertogaynjan af Lúxemborg, Josephine-Charlotte,var borin til grafar (fyrra- dag að við- stöddu miklu fjölmenni. Her- togaynjan, sem var amma Henris her- toga, lést fyrir tæpum tveim- ur vikum eftir harða baráttu við lungna- krabbamein. Hún var 77 ára að aldri. Meðal þeirra sem fylgdu hertogaynj- unni sfðasta spölinn voru Sof(a Spán- ardrottning, Margrét Danadrottning, Beatrix Hollandsdrottning og Karl Gústaf, konungur Svía. Sex vikna sorg rikir (Lúxemborg vegna fráfallsins. Vill hvergi annars staðar búa Unga fólkið styður Harry Um 75% bresku þjóðarinnar telja að Harry prins hafi farið verulega yfir strikið þegar hann skreytti sjálfan sig með hakakrossi á grfmudansleik fyrir stuttu. Þetta kemur fram (nýrri skoðanakönn- un sem var gerð fyrir Sunday Mirror. Það vekur þó athygli að meðal yngsta hóps- ins, 18 til 24 ára, virðist Harry njóta mik- ils stuðnings.Meirihluti þess hóps,eða um 65%,telja búning prinsins í góðu lagi. Elsti hópurinn, 65 ára og eldri, er á öndverðri skoðun en þar segja 83% að Harry hafi gert mistök. Saknar þess að búa í París Norodom Sihamoni hefur verið konungur Kambódíu (tæpa þrjá mánuði og kvaðst hægt og rólega vera að venjast þeirri tilhugsun. Si- hamoni tók við af föður sínum og hefur flutt búslóðina í konungshöll- ina. Hann segist sakna íbúðar sinnar í París og ekki síst þeirrar ánægju sem hann hafði af þeirri borg.„Mér finnst ég ekki vera kóngur - ég bara venjuleg- ur mað- ur," segir Si- hamoni. Markmið hans sem konungs er að endur- reisa mennta- og skóla- kerfi landsins. Alexandra prinsessa nýtur mikilla vinsælda í Danaveldi og virðist litlu skipta þótt hún hafi sagt skilið við Jóakim prins síðasta haust. Alexandra vinnur ötullega að góð- gerðarmálum og hefur safnað miklu fé fyrir fórn- arlömb hamfaranna í Asíu. Prinsessan saknar ' heimahaganna í Hong Kong en er ekki á förum. Skemmti sér í óperu Margrét Danadrottn- ing og maður hennar, Hinrik prins, skemmtu sér hið besta í splunku- nýju óperuhúsi sem var opnað í vikunni. Hingað til hefur Margrét drottn- ing notið óperuflutn- ings (Konunglega leikhúsinu sem var byggtárið 1770 en hefur aldrei þótt kjörið til óp- erusýninga. Það var ríkasti maður Danmerkur, Maersk McKinney Möller,sem lét reisa húsið út á eigin reikning og kostaði það litla 30 milljarða króna. Yrkir til þjóðarinnar Alexandra prinsessa hefúr vakið mikla athygli að undanförnu fyrir vaska framgöngu í líknarstarfi fýrir fórnarlömb hamfaranna í Asíu. Prinsessan, sem gegnir stöðu for- seta UNICEF í Danmörku, hefur allt frá því hún fluttist til Danmerkur unnið ötuliega að ýmsum góðgerð- armálum. Til marks um það þá situr prinsessan í 21 neftrd sem allar vinna að góðum málefnum. Það er ekki að sjá að skilnaður- inn hafi farið illa með þau Al- exöndru og Jóakim prins en þau sóttu um skilnað í september síðasdiðnum. Fréttin um skiln- aðinn skók reyndar dönsku þjóðina enda hafði enginn meðlim- ur dönsku kongungsíjölskyldunnar látið sér detta slíkt í hug í heil 200 ár. Skilnaður Alexöndru og Jóakims verður endanlegur í næsta mánuði en þau hafa ekki sýnt annað en að sambandið þeirra í millum sé ágætt. Alexandra og Jóakim koma enn fram saman á opinberum vettvangi og þau hafa sameiginlegt forræði yfir prinsunum tveimur, Nikolai 5 ára og Felix 3 ára. Alexandra kynntist Jóakim prins í Hong Kong árið 1994 og ári síðar höfðu þau gengið í hjónaband. Hjónabandið stóð í níu ár og nú er svo komið að Alexandra er flutt á brott með prinsana - hefur keypt sér glæsilegt einbýlishús í Kaup- mannahöfn. Hún er ekki á förum frá Elskar Danmörku Alexandra prinsessa ætlar að búa áfram (Danmörku. Þrátt fyrir að hún sakni Hong Kong endrum og sinnum þá segir hún Danmörku vera heima- landið og þar vill hún ala syni slna upp. Danmörku enda vill hún að synim- ir alist upp í föðurlandinu. Danir hafa alltaf verið afskaplega ánægðir með prinsessuna og hefur hún mælst ívið vinsælli en María sem nýlega giftist Friðriki krónprins. Það er líklegt að gott vald Alexöndru á dönskunni hafi skipt þar miklu en hún var fljót að ná tökum á málinu. Alexöndm er lýst sem gáfaðri og fágaðri og auk dönskunnar hefur hún ensku, frönsku, þýsku, japönsku og kínversku á valdi sínu. Alexandra ólst upp í Hong Kong og viðurkennir að þeir tímar komi sem hún saknar heimalandsins. Hún telur samt afar ólíklegt að hún muni nokkru sinni snúa á þær slóð- ir tU lang- frama. Hún segist vera orðin svo dönsk. „Dan- mörk er land mitt og þar er framtíðin. Danska þjóðin tók mér opnum örmum allt frábyrjun," seg- ir Alex- andra prinsessa. Sameiglnlegt forræði Alexandra og Jóakim prins hafa sameig- inlegt forræði yfir prinsunum tveimur, Nikolai og Felix. Nikolai er eins og sakir standa þriðji í röðinni til að erfa krúnuna. Japanska þjóðin er afskaplega ánægð með að Masako krón- prinsessa virðist vera búin að ná heilsu.Þessi 41 árs prinsessa dró sig með öllu út úropinberu l(fi á slðasta ári vegna grlðarlegrar streitu sem hrjáði hana.Masako kom reyndar ekki til nýárshátfðar á dögunum en sendi þess (stað Ijóð sem hún orti ( tilefni dagsins. Ljóðið er ort undir svokölluðum„waka"-bragarhætti sem er frá 7. öld. Nú standa vonir til að Masako verði aftur áberandi ( þjóðllfinu en hún hefur allan tímann notið mikils stuðnings eiginmanns s(ns, Naruhitos krónprins. Karl verður að taka í taumana Nú þykir nóg komið af vitleysunni í bresku prinsunum Einn af æðstu ráðgjöfum Karls rfkisarfa Breta segir varhugavert að taka ekki á hegðunarvanda Harrys prins af festu. Harry, sem er yngri sonur Karls og Díönu heitinnar, hefur verið forsíðuefni fjölmiðla um víða veröld eftir að hann mætti á grímuball með hakakross á handleggnum. Ráðgjafinn kvað hafa átt sérstakan fund með Karli vegna málsins og bent honum á að ímynd beggja prinsanna væri í molum og hakakrossinn hafi einfaldlega verið kornið sem fyllti mælinn. Harry hefur beðist afsökunar á uppátækinu en það þykir bara ekki nóg. Karl er hvattur til að draga ungu mennina út úr opinberu lffi enda hafi hegðun þeirra farið versnandi með hverju árinu. Ráðgjafinn segir Harry afskaplega barna- legan og engu líkara en hann haldi að lífið og til- veran sé einn stór brandari. Drottningin kvað vera hlynnt því að tekið sé á uppeldi prinsanna þótt hún hafi haldið sig að mestu til hlés í þessu hneykslismáli. Ekki liggur fyrir til hvaða ráða Karl prins mun taka en víst þykir Prí!'s,arn}r,l1ar7J>9lVilI,^lm' f »»«»><»< .?>*> hegBun af þessu tagi mikið oftar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.