Bræðrabandið - 01.02.1979, Blaðsíða 4

Bræðrabandið - 01.02.1979, Blaðsíða 4
Mat, húsaskjól, vatn og fóður varð að kaupa á leiðinni háu verði. Pliny segir okkur frá þvi að sá kostnaður sem lagðist á hvern úlfalda á leiðinni frá Suður Arabiu til Miðjarðarhafsins hafi verið 668 denarar sem að miklu leyti hafi verið skattur sem lagður var á á leiðinni.l^ Eftir að hafa gert sér grein fyrir verðgildinu áætlaði Gus van Beek frá Smithsonian stofnunni i Washington D.C. að verð á hverju kilói af reykelsi i dag yrði á bilinu frá 90.000 kr. til 200.000 kr. eftir gæðum.20Ekki var að furða þó þetta væri aðeins fyrir konunga. TILGANGUR HEIMSÓKNARINNAR Ein ástæða fyrir opinberri heim- sókn drottningarinnar af Saba til Salómons er skýrt nefnd í Biblíunni. Hún kom til að prófa Salómon og sjá sjálf ævintýraland hans (1.Kon.10,1-5). Við lok sögunnar er sagt að "Salómon konungur hafi gefið drottningunni af Saba allt sem hún óskaði og hún bað um" (13.vers). Þetta gefur til kynna þann möguleika að drottninginn hafi lagt fram einhverjar óskir. Fornleifafræðingar sem þekkja sögu Sabaþjóðarinnar og ísraels, verslunar- viðskipti þeirra og vandamál á þeim tíma stinga upp á að drottningin hafi komið til Salómó með erfiðar spurningar varðandi verslunarviðskipti. Salómó byggði fyrsta verslunarflotann á Rauða- hafinu. Ef skip hans hafa byrjað að hafa áhrif á hina hagkvæmu verslun með úlfaldalestum drottningarinnar hefur hún sennilega flýtt sér til Jerúsalem með dýrar gjafir til þess að komast að samkomulagi.21 Ef þannig hefur verið hefur vanda- málið augsýnilega verið leyst því sagan hefur sýnilega góðan endi. Frásögn Biblíunnar segir að drottningin hafi orðið fyrir mikliim áhrifum af því sem hún sá og sannar- lega var mikið að sjá í Jerúsalem á þeim tíma. Þarna stóó hið tígulega musteri ísraels og þar fór fram fögur og áhrifamikil tilbeiðsla. Salómon kann að hafa farið með hana til guðs- þjónustu á hvíldardeginum eða á tón- listadagskrá kórsins sem musterið var frægt fyrir. Það getur hafa haft mikil áhrif á hana að heyra ísrael tilbiðja þann Guð sem hafði myndað sólina, 4 tunglið og stjörnurnar einmitt þá guði sem hún tilbað.22 Salómon var slóttugur diplómat og hann var án efa vel að sér í því að fást við erlend tignarmenni. Hann bauð drottningunni inn i virðulega konungs- höllina, það hús sem var klætt sedrus- viði úr skógum LÍbanons og sýndi henni þá höll sem var sérbyggð fyrir dóttur faraós. Hann kann einnig að hafa sýnt henni eitt af mestu verslunarfyrirtækj- um sínum,kopariðnaðinn í Negev. Þetta var gullöld ísraels. Landið var ríkt. Það var stærra en nokkru sinni fyrr og það var friður allt um kring. Þegar drottningin fór voru úlfald- ar hennar sennilega eins klyfjaðir og þegar þeir komu. Salómon kann að hafa gefið henni hinar vanalegu konunglegu gjafir sem voru verðmæt koparáhöld, vopn og aðrar framleiðsluvörur ísraels. í augum drottningarinnar hafa kopar- áhöldin sennilega verið eins dýrmæt og gullið sem hún hafði komið með. Það tók áreiðanlega margar vikur að komast 2.500 km leið um erfiða vegu allt til Suður Arabíu en hún hefur sýnilega farið ánægð með það sem hún hafði framkvæmt. Eftir ferðina til Jerúsalem hélt verslun drottningarinnar áfram sem fyrr. Saba átti eftir að rísa til enn meiri vegs og velmegunar í eina til tvær ald- ir í viðbót. Alþjóðlegt gildi lands drottningarinnar hefur mikið minnkað í dag en hinar frægu vörur þess, reykelsi og myrra eru enn á mörkuðum Indlands og Kína þar sem reykelsi hefur aldrei misét gildi sitt. □ Tilvitnanir: 1 Wendell Phillips, Qataban and Sheba, pp. 199 ff. 2 James Pritchard, ed., Solomon and Sheba, p. 41. 3 Phillips, op. cit., p. 199. 4 Ibid., p. 202. 3 Brian Doe, Southern Arabia, p. 61. 6 Phillips, loc. cit. 7 Sabeans is the name given to the inhabitants of Saba (Hebrew Sheba). 8 Pritchard, op. cit., pp. 44, 45. 9 Phillips, op. cit., pp. 200, 201. 10 Pritchard, op. cit., p. 43. 11 Gus van Beek, "Frankincense and Myrrh,” The Biblical Archaeologist, vol. 23, no. 3 (1960), p. 8. 12 Van Beek, op. cit., p. 88. 13 Ibid., p. 101. 14 Western Arabia and the Red Sea, Naval Intelligence Division, England, June, 1946, pp. 203, 204. 18 Van Beek, op. cit., p. 81. 16 Doe, op. cit., p. 31. 17 J, H. Breasted, Ancient Records of Egypt II, Chicago, 1906, p. 109. 18 Pliny, Natural History, Book XII, Loeb Classical Library, H. Rackham, transl., London, 1945, 1947, pp. 60-63. 18 Ibid. 20 Van Beek, op. cit., p. 87. 21 Nelson Glueck, "Ezion-Geber, Solomon’s Naval Base on the Red Sea,” The Biblical Archaeologist, vol. 1, no. 3, p. 14. 22 Pritchard, op. cit., p. 61.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.