Bræðrabandið - 01.12.1979, Blaðsíða 2

Bræðrabandið - 01.12.1979, Blaðsíða 2
AÐ ÞGKKJA GUÐ Sköpunarverkið opinberar Guð. "Því að hið ósýnilega eðli hans, bæði hans eilífi kraftur og guðdómleiki, er sýnilegt frá sköpun heimsins, með því að það verður skilið af verkunum." RÓm.1,20. Biblían er opinberun á Guði. "í upphafi var orðið, og orðið var hjá Guði, og orðið var Guð." JÓh. 1,1. Kristur er opinberun á Guði. "Og orðið varð hold - og hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð sem eingetins sonar frá föður. Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð; sonurinn eingetni, sem hallast að brjósti föðurins, hann hefir veitt oss þekking á honum." JÓh.1,14 og 18. "Hann sem er ljómi dýrðar hans og ímynd veru hans." Heb.1,3. Kristur kunngjörði Guð í Gamla testamentinu þegar hann talaði til ísraelsmanna, og hann kom til jarðar- innar sem Manns-sonurinn til þess að kunngjöra hann, vegna þess að "í því er hið eilífa líf fólgið, að þeir þekki þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesúm Krist." JÓh.17,3. Af þessu sjáum við að það er alger nauðsyn að þekkja Guð. Fyrir þekkingu á honum öðlumst við hlutdeild í eðli hans. "Náð og friður margfaldist yður til handa með þekkingu á Guði og Jesú Drottni vorum. Þar eð hans guðdómlegi máttur hefir veitt oss allt,sem heyrir til lífs og guðrækni með þekkingunni á honum, sem kallaði oss með sinni eigin dýrð og dáð, og með því hefir hann veitt oss hin dýrmætu og háleitu fyrirheit, til þess að þér fyrir þau skylduð verða hluttakandi í guðlegu eðli, er þér hafið komist undan girndaspill- ingunni, sem er í heiminum." 2,Pét.l,2-4. Þetta er það sem Guð hafði í huga til handa mannkyninu í upphafi, að öll jörðin væri full af þekkingu á Guði. "Hvergi á mínu heilaga fjalli munu menn illt fremja eða skaða gjöra; því að jörðin er full af þekkingu á Drottni, eins og djúp sjávarins er vötnum hulið." Jes.ll,9. Skortur á þekkingu á Guði hefur alltaf verið börmulegur fyrir manninn. Gyðingarnir glötuðu þekkingu sinni a Guði, og Kristur sagði um þá: "Er það ekki af því sem þér villist, að þér hvorki þekkið ritningarnar né mátt Guðs?" Mark. 12,24. "Uxinn þekkir eig- anda sinn og asninn jötu húsbonda sins, en ísrael þekkir ekki, mitt fólk skilur ekki." Jes.1,3. Þannig var ástatt með ísrael á dögum HÓsea. "Hún veit þá ekki að það er ég, sem hefi gefið henni kornið og vínberjalöginn og olxuna og veitt henni gnótt silfurs og gulls - þeir hafa var- ið því handa Baal." HÓs.2,8. Hjáguði voru gjafir Guðs eignaðar. "Villist ekki bræður mínir elskaðirT Sérhver góð gjöf og sérhver fullkomin gáfa er ofan að og kemur niður frá föður ljósanna, en hjá honum er hvorki umbreyting né umhverfingarskuggi." Jak.1,16 og 17. Hversu allt öðruvísi hefði ekki ísrael farnast hefðu þeir vitað þetta. En þeir þekktu ekki Guð né lyndiseink- unn hans. Það þýðingarmesta fyrir okkur er að þekkja lyndiseinkunn Guðs. Það var lyndiseinkunn sína sem Guð sýndi MÓse þegar hann bað: "Hafi ég nú fundið náð í augum þínum, þá bið ég: gjör mér kunna vegu þína, að ég megi þekkja þig ... lát mig þá sjá dýrð þinal" 2.MÓs. 33,13 Og 18. Og Guð svaraði honum og sagði: "Ég vil láta allan minn ljóma líða fram hjá þér og ég vil kalla nafn- ið Drottinn frammi fyrir þér; og ég vil líkna þeim, sem ég vil lílcna, og miskunna þeim sem ég vil miskunna... Þá steig Drottinn niður í skýi; en hann staðnamndist þar hjá honum og ákallaði nafn Drottins. Síðan gekk Drottinn fram hjá honum og kallaði: Drottinn, Drottinn, miskunnsamur og líknsamur Guð, þolinmóður og gæskuríkixr og harla trúfastur, sem auðsýnir gæsku þúsundum og fyrirgefur misgjörðir, afbrot og syndir, en lætur þær þó eigi með öllu óhegndar, heldur vitjar misgjörða feðr- anna á börnum og barnabörnum, já í þriðja og fjórða lið." 2.MÓs.33,19 og 34, 5-7. Það er afarmikilvægt að þekkja lyndiseinkunn Guðs, vegna þess að óvinurinn, Satan, er stöðugt að rang- túlka guð og fá menn til að misskilja lyndiseinkunn hans.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.