Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2005, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2005, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 Lífið T3V HLAUT TVENN COLDEN jðff. , CLOBE VERÐLAUN 1 /TILNEFNINGAR TIL ÓS KARSVERÐ LAUNA Nýjasta snilldarvetkið fra Clint [eettfc Eastwood. Ogleymanlegt meistara- Sti«!V !**<*< Ein vinMelasta grínrnynd aiira tíma 3 vikar á toppnum i USA verk. Besta mynd hans til þessa. MlLHO|4 DOLLAR BABY I Sýnd kl. 6, 8.30 og 11 Sýnd kl. 6 og 9.10 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 b.i. 14 Eplsk stórmynd sem fólk verður að sjé. Frá leikstjóranum Oliver Stone. Kl. 5.30 og 10.05 Sýnd kl. 10.30 FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ Langa trúlofunin (Un long dimanche de fiancailles) Kl. 5.30 og 8 Grjóthaltu kjafti (Tais Toi) B.i. 12 Sýnd kl. 8.30 Tilnefnd til 5 Óskarsverðlauna þ.á.m. besta mynd, leikstjórþ^ og handrit /f/- .Fullkomlega ómissandi mynd" S.V. MBL ** *** ★★★★ SV Mbl „Ein snjallasta mynd ársins... Ógleymanleg... Ijúf kvikmyndaperla.” JÍL. < w. J j" NeurianD rntíH LALLOh EUKBCHLN tAXI Kl. 3.45 b.i. 10 ítetieap J Tilnefnd til 7 'BLJw-lí Óskarsverðlauna Kl. 3.45 og 6 ísl. tal sýnd kl. 3.4S, 6., 8.15 og 10.30 B.i. 14. Kl. 4, 6.20, 8.30 og 10.30 kl. 6 & 8.15 enska Sýnd kl. 4, 5.30, 8 og 10.30 sýnd I Llixus VIP kl. 5.30, 8 og 10.30 VG/OV STÆRSTA WÖDSÖCN A1.1.RA TÍMA VAR SÖNN Eptsk stórmynd sem fólk verður að sjá. Frá leikstjóranum Oliver Stone. Sýnd kl. 8.30 b.i. 14 [NATjONAL TREASURE Sýnd kl. 10.30 Toy Story 2 besta myndin Teiknimyndin Toy Story 2 er besta mynd allra tíma samkvæmt lista vef- síðunnar Rottentomatoes.com en þar er tekin saman kvikmyndagagnrýni ýmissa miðla. Listinn ber reyndar keim af því að vefsíðan hefur ekki verið lengi í loft- inu en er engu að síður skemmti- legur. All- ar mynd- irnar ítíu efstu sæt- unum fá fullt hús stiga, 100% einkunn. Raðað er í efstu sætin eftir fjölda gagnrýnenda sem fjallað hafa um myndina. Þannig hafa 108 gagnrýnendur skrifað um Toy Story 2 en 68 um myndina í öðru sæti og svo fer þeim smám saman fækkandi. 1 m Toy Story 2 2. Bus174 3« The Taste of Others 4» The Beat- les - A Hard Day's Night 5. The Sweet Hereafter 6« The God- father 7. Alien 8«The Good, the Bad and the Ugiy 9m The Wizard of Oz 10 • Dr. Strangelove or: How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb Myndir af Britney Spears nakinni hafa farið eins og eldur í sinu um netið. Aðdáendur söngkonunnar hafa rifist um hvort myndirnar séu ekta en þeir sem halda því fram telja Britney loksins hafa tekið tilboði karlatímaritanna. Aðdáendum poppprinsessunnar Britney Spe- ars brá heldur betur í brún þegar myndir af söngkonunni naktri fóru að berast um internetið. Margir töldu að söngkonan hefði kannski loksins tekið boði karla- tímaritanna um að sitja fyrir á síðum blaðanna en vitað er að hún hefur fengið ótal þess háttar tilboð. Talsmaður söngkonunnar hefur hins vegar sent út fréttatil- kynningu þar sem fram kemur að myndirnar séu falsaðar og ekki af Britney. Talsmaðurinn viður- kenndi þó að tímaritið Playboy hefði oft boðið söngkonunni 20 milljónir bandaríkjadollara til að fækka fötum á síðum tíma- ritsins. „Þeir hafa meira að segja boðið henni háar upphæðir fyrir að sitja fyrir á forsíðu blaðsins í öllum fötunum. Hún hefur bara engan áhuga. Allavega ekki eins og er,“ sagði talsmaðurinn. Um leið og myndirnar fóru að berast manna á milli á netinu voru stofnaðir spjallvefir það sem aðdáendur söngkonunnar rifust um hvort myndirnar væru ekta. Nokkrum dögum síðar gaf ljós- myndarinn Eric Stiffler sig fram og sagðist eiga myndirnar. „Þessi fyrirsæta heitir Emily. Ég ætlaði mér alls ekki að gera eftirlíkingu af Britney og uppgötvaði ekki fyrr en löngu seinna hversu lík Emily er söngkonunni á þessum mynd- um.“ Annars er það að frétta af söngkonunni að hún var nýlega valin sú . ‘ latasta við að gefa eig- * inhandaráritanir. Samkvæmt þeim sem til þekkja huns- ar Britney oftast að- dáendur sína þeim til mikilla vonbrigða. Aðrir leiðinlegir eru y Cameron Diaz og kærastinn hennar Justin Timberlake, Ol- sen-tvíburarnir og leikarinn Leonardo Dicaprio. Þær stjörnur sem gefa sér tíma fyrir y aðdáendur sína eru meðal annarra súpermamman Angelina Jolie, Johnny Depp og Matt Damon. Britney Spears Var valin leiðinlegasta stjarnan á dögunum. Frekar lem ég sjálfan mig Afneitaði frægasta hlutverkinu Heimildir fregna aö Marlon Brando hafi næstum afþakkað fræga hlutverkið iThe God- father þar sem hann vildi ekki upphefja mafiuna. Leikarinn, sem lést á síðasta ári, afþakkaði hlutverkið í byrjun þegar Francis Ford Coppola bað hann um að taka það að sér.„Hann neitaði að lesa handritið og kastaði því framan í að- stoðarmann Coppota," sagði heim- ildarmaður.„Þetta fjallar um mafí- una. Ég vil ekkert með hana hafa, “ á leikarinn að hafa sagt.A endanum tók hann þó hlutverkið að sérog vann Óskarinn fyrir. Kærastinn handtekinn Pete Doherty, kærasti ofurfyrirsæt- unnar Kate Moss, var handtekinn á miðvikudagskvöldið fyrir að ráðast á mann sem seldi myndir af honum þar sem rokkarinn sást útúrdópaður. Pete hitti fyrrverandi vin sinn á hátell til að ræða um myndirnar en vinurinn fékk háar upphæðir fyrirþærhjá bresku press- unn't. Þar baröi Pete hann i andlitið og braut á um nefið.„Þetta var hryllilegt og það var blóð út um allt/'sagði vitni. Lögreglan kom á staðinn og handtók kærastann. Kate hefur nú gert honum að velja á milli sín og dópsins. hon Fight Club er ein af mínum uppáhaldsmyndum og er uppfull af boðskap gegn markaðs- og auðvæð- ingu og þess vegna er svolítið fyndið að það skuli vera gerður leikur eftir henni. Það er einmitt það sem bókin og myndin tala gegn. Tölvuleikir En hvað um það. Það er reyndar svolítið skrítið að það hafl tekið svona langan tíma að koma með leik eftir þessari mynd og skrítið líka að leikurinn skuli vera svona helvíti lé- legur. Satt að segja einn versti slags- málaleikur allra tíma. Ég verð nú samt að segja að ég er ekkert geð- veikt mikið fyrir slagsmálaleiki en ég veit hvað er gott og hvað ekki og þessi er það svo sannarlega ekki. Persónur úr myndinni eru notað- ar og einnig nokkrar nýjar en aðal- persónurnar eru eklci gerðar eftir Brad Pitt eða Edward Norton svo að framleiðendurnir spari smá pening. Samt eru þær gerðar svolíúð líkar þeim en ekki alveg eins. Það gefur leiknum ákveðið ódýran brag, sér- stakJega í ljósi þess að það hefur orð- ið aukning í þvf að leikarar ljái per- sónum sínum raddir sínar í tölvu- leikjum. Leikurinn er eins einfaldur og hann getur orðið og brýtur ekkert blað í leikjagerð, ólíkt því sem myndin gerði í kvikmyndagerð. Hann fer eftir hverri einustu for- múlu í bransanum og drepur mann úr leiðindum fljótlega. Maður hefði haldið að það væri frekar auðvelt að gera leik eftir þessari hugmynd en hérna mistekst það gjörsamlega. Grafíkin er ekki slæm sem sltk en það eru takmarkanir í hreyfmgum og tilbrigðaleysi sem gera þennan leik svona óskaplega lélegan. Skelfi- leg stjórnun setur svo punktinn yfir i-ið og maður endar í slagsmálum við tölvuna sína eftir að hafa spilað smá í þessum fratleik. Þú berst við alskyns persónur í gegnum leikinn og svo getur maður leyst úr læðingi aukapersónur sem, í betri leikjum, ættu að hvetja mann í það að spila hann oftar en þegar maður getur fengið Fred Durst úr Limp Bizkit dregur það eitthvað úr spennunni. Það eina góða við leikinn er tón- lisún sem er í höndum Dust Brothers sem sáu um tónlistina í myndinni. Það er ekki beint það sem ég leita eftir í tölvuleik þannig að það breytir voða litlu. Ég gæti haldið áfram að fussa og sveia yfir þessu í allan dag en ég skal láta þetta gott heita í dag. Ómar öm Hauksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.