Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2005, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2005, Blaðsíða 27
I ÚTSALA í MÚRBÚÐINNI Allt að 60% afsláttur út þessa viku FÖSTUDACUR 4. FEBRÚAR 2005 27 DV Síöasten ekki síst það frítt og án mikillar fyrirhafnar. Þetta vita Flugleiðir, sbr. Fancy a Dirty Weekend, og þetta ætti ferða- málaráð Grænlands að athuga. Með réttri markaðssetningu gæti Nuuk smám saman orðið eitthvað það svalasta í heimi - bókstaflega (“Nuuk - literally cool“). Ég veit ekki betur en að til skamms tíma hafi Inúítar leyft hverjum sem er að bregða sér á konurnar sínar. Að það hafi ekki þótt neitt tiltökumál. Þessa staðreynd mætti rifja upp á flennistórum auglýsingaskiltum í London. Talan um fóstureyðing- arnar kæmi líka að góðum notum í þessari herferð. Þegar graðir Evrópubúar færu að hrannast til Grænlands í „ævintýra- ferðir" liði ekki á löngu fyrr en grænlenska hagkerflð tæki að blómstra. í beinu framhaldi færu Grænlendingar að spígspora um í rándýrum jakkafötum, talandi í gemsa við fjárfesta erlendis og tvö- faldir ísskápar kæmu í hvert hús. Á endanum myndi hinn grænlenski Jón Ásgeir kaupa vöruhúsið Magasin í Kaupmannahöfn af ís- lenska nafna sínum. Þá fyrst yrðu Danir verulega fúlir. Jakob Bjarnar Grétarsson • Ekki fór mikið fyrir Mínus-liðum við af- hendingu tónlistar- verðlaunanna enda vom þeir fjarri góðu gamni. Þeir vom úti í LA við spilamennsku fyrir valinn hóp með útgáfu í USA fyrir augum... • Hinir kostulegu málverjar á mál- efhin.com em með skoðanakönnun þar sem spurt er hvaða stétt manna sé ómerkilegust. Kemur kannski ekki á óvart að þingmenn tróna efstir á blaði en íharðrikeppni um þann vafasama heið- ur em svo fjölmiðla- menn! Jafnvel olíu- furstar og lögfræðing- ar þykja skárri. Sök sér nema að mál- verjar hafa gegnum tíðina hver um annan þveran viljað skilgreina spjall- svæðið sem fjölmiðil... • í DV í gær var greint frá því að upp- lýst yrði um nafnið á nýrri útvarps- stöð Illuga Jökulssonar í dag. Þeim áformum var frestað fram á mánudag af markaðsfræðilegum ástæðum. Fjölmargir em nú að ganga til hðs við 111- uga og DV heyrir að Hjálmar Hjálmarsson leikari og útvarps- maður sé einn þeirra en Hjálmar er meðal annars þekktur fyrir að vera maðurinn á bak við ekkifréttamanninn Hauk Hauksson... Fá borgarbúar einir að njóta hæfileika Eiðs Smára? Einar Ólafsson hafði samband: Ég og vinur minn vomm alveg brjálaðir þegar við sáum að Skjár einn, sem er nú orðið ríkisfyrirtæki, ákvað að sýna leik Chelsea og Black- burn í beinni á breiðbandinu á mið- vikudaginn. Á ekki eitt yfir alla að ganga hjá ríkinu sem á að þjónusta allt landið? Við misstum af leiknum eins og öll landsbyggðin á meðan útvaldir hópar fyrir sunnan gátu horft á hann, þetta er bara ekki hægt og ef þetta heldur áfram æda ég að gera allt brjálað út af þessu. Þetta er bara dæmi um hvemig ríkið lítur á landsbyggðina sem ann- ars flokks, það mætti halda að þeir væm að reyna að gera litía bæi úti á landi að gullgrafarabæjum. Þeim er að minnsta kosti að takast það með þessu áffamhaldi, unga fólldð nenn- ir ekki að hanga þar sem engin þjón- usta er og fer því suður þar sem allt er til alls. Kannski ráðamenn vilji þetta í raun og vem. Þetta er náttúrulega alveg stór- merkilegt að ríkið skuli vera að mis- muna fólki, þeir velja sér hóp til að þjóna, ef þetta væri einkafyrirtæki þá myndi maður kannski sætta sig við þetta en þegar Síminn er kominn með meirihluta í Skjá einum þá ætti þetta ekki að eiga sér stað. Ef þetta á að vera stefnan hjá þeim í framtíð- inni fer ég fyrir alvöm í blöðin og geri allt vitíaust. Við hér úti á landi eigum rétt á að fá að sjá Eið Smára eins og fólkið fyrir sunnan. Smiðjuvegur 72 ■ 200 Kópavogur • Sími 544 5470 • Fax 544 5471 ■ sala@murbudin.is • www.murbudin.is 2,Erfítrai Marmarahvft innimálning, gljástig 7 670kr. Opið mán-fös kl. 8-18 laugard. kl. 9-15 MÚRBUÐIN Skyndibiti Er þetta hollur matur eins og á Indóklna? Slöpp hollusta Guðrún skrifar: Ég var að lesa DV í gær og brá heldur betur í brún þegar ég sá aug- lýsingu frá matsölustaðnum Indókína. Ástæðan var fyrirsögnin „Hollustuna heim“ sem mér fannst heldur skrýtið því á þessum mat- seðli var ekki hægt að finna mikið af hollum mat. Það sem sló mig mest var hvað í boði var í bamaboxinu en inni í því em tveir kjúklingaleggir, franskar, kokteilsósa og svo sérstak- ur kaupauki fyrir litlu börnin sem er Lesendur kinder-egg. Tilboð eitt býður upp á djúpsteiktar rækjur, tilboð tvö býður einnig upp á djúpsteiktar rækjur og tilboð þrjú býður upp á rifjapartý og er kaupaukinn þar poki af Maamd- flögum. Inni á milli er boðið upp á einhverja misholla rétti en engu að síður finnst mér þetta frekar dapur- legt þegar þessir tilboðsréttir, og ég tala nú ekki um bamaréttir, teljast undir „holla réttí". Annað hvort er auglýsandinn að reyna að vera hrikalega kaldhæðinn eða hann skil- ur ekki að hann er ekki að auglýsa hollan mat. Em engin lög sem skylda menn að segja rétt frá í svona auglýsingamennsku? Ég bara stend á gati! Hvar eru allir Grænlendinqarnir? Ég hef stundum verið að pæla í Grænlandi. Mér finnst svo skrýtið hvað þetta risavaxna land á lítið upp á pallborðið hjá okkur. Græn- land er jú stærsta eyja í heimi (Ástr- alía er reyndar stærri en hún telst vera heimsálfa) og þetta er land sem er næst okkur af öllum lönd- um. Það væri næstum hægt að labba yfir frá Bolungarvík væri maður Jesús. Samt er eins og Græn- land sé í órafjarlægð. Það er aldrei neitt í fréttunum um fólkið þarna og við höfum ekki hugmynd um hvað þessar 55 þúsundir em að gera eða spá. Ef eitthvað heyrist þaðan er það yfirleitt um einhverja íslendinga sem em að drepa há- karla með bemm höndum eða ves- enast eitthvað álíka gáfulegt. Sífulli frændinn Það er hreinlega eins og við vilj- um ekkert af þessum grönnum okk- ar vita. Að við hreinlega skörnm- umst okkar fyrir nábýlið við fólkið sem býr þama. Að okkur finnist þetta hálfgert þriðja heims lið. Fólk sem er á annarri öld eða plánetu og við. Fólk sem er ekkert að spá í hJutabréfum eða likamsrækt eða Idol eins og við, heldur silast áfram á klakabunkunum af gömlum vana á milli þess sem það er blindfullt og drepandi hvort annað með skot- vopnum. Þetta er ímyndin sem við höfum af Grænlendingum. Það er oft verið að tala um kyn- þáttafordóma íslendinga en sjaldan er vikið orði að því hvaða augum við sjáum Inúítana á Grænlandi. Þeir eru eiginlega eins og sífulli frændinn sem er næstum því í öllum fjölskyld- um á íslandi. Sífulli frændinn sem er alltaf eitthvað að skandah'sera út í bæ og allir eru löngu búnir að fá leið á að hugsa og tala um, hvað þá að umgangast. Dr. Gunni Finnst Grænland spenn- andi og skilur ekkert Iþvl afhverju þaö fersvona lít- ið fyrir Grænlendingum I fréttunum. Kjallari 50/50 líkur Kannski er þetta með óregluna á Grænlendingum algjör della og þeir upp til hópa topplið sem dreypir í mesta lagi á fi'nu rauðvíni með matnum. Ég myndi vita minnst um það því það er aldrei sagt frá Græn- lendingum öðruvísi en í neikvæðum tón og með sláandi tölum. Að þetta og þetta margir séu skotnir á ári á fyllfríum. í gær sá ég í DV að á Græn- landi séu 1064 fóstureyðingar á móti hverjum 1000 fæðingum. Hér á landi er talan 229. Það er ansi gasa- leg staðreynd að það sé fiftí fiftí að maður fæðist séu foreldrar manns grænlenskir. Það er alls ekkert hlaupið að því að komast til Grænlands vilji maður tékka á pleisinu. Flugleiðir bjóða 'óipp á rándýrar ferðii til Kulusuk, en bara á sumrin, og ef maður vill fara til höfuðborgarinnar Nuuk þarf maður að fljúga fyrst til Kaup- mannahafnar og svo þaðan aftur til baka. Þetta vesen myndi ekki bara kosta helling heldur færi allur dag- urinn í þetta. Partípleisið Nuuk Mig langar ekkert sérstaklega til að drepa ísbjörn með riffli. Einhvern ávinning heyrði ég þó að því að Grænlendingar ætli að fara að bjóða upp á þá þjónustu fyrir vesturlanda- búa. Að leyfa þeim að upplifa „The Ultímate Éxperience“ og drita niður hvítabjöm á hjaminu. Brigitte Bar- dot varð víst alveg brjáluð. Þetta er vitíaus nálgun hjá grönn- um okkar. Auðvitað eiga þeir að taka okkur til íyrirmyndar. Afar okkar og ömmur kynntust klósettpappír á gamalsaldri og bjuggu í holum í jörðinni fram að því. Við vorum Grænlendingar fyrir rúmlega hálfri öld. Nú höfum við stimplað okkur inn sem hipp og kúl og Reykjavík er víðfrægt partípleis. Áður en ég giftí mig lét ég mig stundum dreyma um að fara til Nuuk. Sá fýrir að ég myndi t.d. eyða gamlárskvöldi þarna, á Hótel Nuuk auðvitað. Sá fyrir mér að ég myndi drekka mig blindfullan á hótelbam- um og síðan vafra út á meðal fólks. Ef Reykjavík er pam'pleis þá hlýtur Nuuk að vera pam'pleisIÐ. Blindfull- um væm mér allir vegir færir. Ég kæmist í gott partí, myndi bara passa mig að vera ekkert að röfla of mikið í köllunum með rifflana, og svo fyndi ég gullfallega grænlenska konu. Myndi jafnvel setjast að í kjölfarið. Svona hugsaði ég í piprinu miðju. Framtíð Grænlands Heimurinn er fullur af piprandi köllum sem þyrstir í konur sem gefa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.