Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2005, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2005, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 Menning DV Franskt fjör á Nasa ÞaO er komið franskt band i bæinn og ætlar að tryila menn tvö kvöld iröð á skemmtistaðnum Nasa. Bandið heitir NoJazz oger hér i boði franska vináttusambandsins Alliance Franqaise. Tón- leikarnir verða á föstudagskvöld og iaugardagskvöid og hefjast kl.23. Fönkkóngar Islands mæta frönskum frændum sinum og troða upp með Nojazz-drengjunum. NoJazz erskipuð þeim Philippe Seiiam, (saxófónn), Guillaume Poncelet, (trompet), Pascal Reva, (slagverk og gitar), Phiiippe Balatier, (hljómborð), Mickael Chekli, (sample). Þeir félagar eru frábærir hljóöfæraleikarar og eru jafn- vigir á djass, hip-hop, fönk og jungle. NoJazz gafút sinn fyrsta disk árið 2002 eftir að hafa einbeitt sér lengi að tónleikahaldi. Eftir að hafa sigrað frönsku tónlistarsen- una hófNoJazz útrás sina með tónleikum viðs vegar um heim og hefur nú unnið hjörtu tónlistarunnenda i yfír tuttugu löndum og hvarvetna dregið tiisin tónleikagesti í þúsundum. Strákarnir i No- Jazz eru dáðir jafnt af tónlistarunnendum sem gagnrýnendum og nú gera þeir sig liklega tilþess að vinna sigur á islensku tónlistar- senunnl. Listvinafélagið í HaUgrímskirkju blæs til tónleika með frægum þýskum saxakvartett og Mótettukórnum á laug- ardag og verður þar flutt nýtt verk eftir Huga Guðmundsson. Blásararnir þýsku verða í kvöld í Háskólabíói með Sinfóniunni. Saxólonar syngja í tvígang Raschér-kvartettinn einstaki kem- ur fram á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands i kvöld og leikur konsert fyrir fjóra saxófóna eftir Philip Glass, en verkið samdi harm sérstaklega fyrir kvartettinn. Meðlimir hans í dag eru þau Bruce Weinberger, Elliot Riley, Kenneth Coon og Christine Rall, en kvartettinn var stofnaður árið 1969. Raschér-kvartettinn er þekktur fyr- ir einstaklega fallegan og samstilltan hljóm, tæknilega fágun og kraftmikla túlkun á nýrri og gamalli tónlist. Það hefur til dæmis verið sagt um flutning hans á umritunum á tónlist eftir Bach að engu sé líkara en að hljómur orgels og strengjakvartetts bráðni þar saman. Kvartettinn snýr nú aftur en hann lék verk Atla Heimis Sveinssonar.Ljóð án orða, á tónleikum SÍ fyrir áratug. Sinfoníetta Jónasar Jónas Tómasson er einn þriggja höfúnda sem eiga verk á efnisskrá tón- leikanna. Sonfoníetta I var frumflutt á Myrkum músíkdögum í febrúar 2003 og var síðar tilnefnd til íslensku tón- listarverðlaunanna. Um verkið segir Jónas: „Sinfóníetta I er fyrsta hljóm- sveitarverkið af fimm sem eru innblás- in af íslenskri náttúru. Á ferðalögum hef ég ætíð fengið hugmyndir að tón- verkum og í þessu tilviki var landið norðan Vatnajökuls innblásturinn. Að sumu leyti er verláð saknaðaróður um land sem hverfur undir vatn.“ Verkið hefur einnig fengið nýtt nafh og heitir nú: Kárahnjúlcar, Sinfóníetta I. Konsert á Holtinu Tónlistarunnendur eiga síðan kost á að heyra meira frá þessum þýsku blásurum: listvinafélag Hallgríms- ldrkju gengst fyrir tónleikum í Hall- grímskirkju laugardaginn 26. febrúar kl. 17. Mótettukór Hallgrímskirkju og BORGARLEIKHÚSIÐ Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík STÓRA SVIÐ leikgerö Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögum Böðvars Cuömundssonar Fö 25/2 kl 20, Lau 26/2 kl 20 - UPPSELT Fö 4/3 kl 20 - UPPSELT, Uu 5/3 kl 20, Su 13/3 kl 20 Fi 17/3 kl 20, Fi 7/4 kl 20, Fö 8/4 kl 20 ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN — I 111 II I I I II I' 'I eftir Helenu Jónsdóttur Frumsýnig Su 27/2 kl 20, Fi 3/3 kl 20, Su 6/3 kl 20 HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Sýningar halda áfram eftír páska. biti....i.rT-HTrrnTM e. Astrid Lindgren Su 27/2 kl 14, Su 6/3 kl 14 Sfðustu sýningar HOUDINI SNÝR AFTUR Fjölskyldusýning um páskana. Forsala aðgöngumiða hafin. NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIDJA HÆÐIN wmmmsœsmam e. Kristínu Ómarsdóttur BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson, Críman fyrir besta leik í aðalhlutverki í kvöld kl 20, Fö 25/2 kl 20 - UPPSELT, Fi 3/3 kl 20, Fö 4/3 kl 20, Lau 5/3 kl 20, Fi 10/3 kl 20, Fö 11/3 kl 20, Lau 12/3 kl 20 Allra, allra sfðustu sýningar AUSA eftir LeeHall í samstarfi við LA. Lau 26/2 kl 20, Su 6/3 kl 20, Su 13/3 kl 20 Ath: Miðaverð kr. 1.500 AMERICAN PIPLOMACY eftir Þorleif örn Arnarsson. í samstarfi við Hið lifandi leikhús. Frumsýning í kvöld kl 20 - UPPSELT Fö 11/3 kl 20, Lau 18/3 kl 20 SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR eftir Agnar Jón Egilsson. 1 samstarfi uið TÓBlAS Fö 25/2 kl 20, Mi 2/3 kl 20, Fi 10/3 kl 20, Fi 17/3 kl 20 VESTURFARARNIR - NÁMSKEIÐ f samstarfi við Mlmi - slmenntun ( kvöld kl 20 - Böðvar Guðmundsson Innifalið: Boð á Híbýli vindanna ALVEG BRILLJANT SKILNADUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur. Lau 26/2 kl 20, Su 27/2 kl 20 Su 6/3 kl 20, Su 13/3 kl 20 LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI Kl 18:00 Gleðistund I forsal - veitingasalan opin Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsíð - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins NÆRING FYRIRSÁl OGLlKAMA BÓKIÐI TfMA Börn 12 ára og yngri fá frltt I Borgarleikhúsið í Frumsýnlng Fö 4/3 kl 20, Su 6/3 kl 20, Fö 11/3 kl 20, Su 12/3 kl 20, Fö 18/3 kl 20, Lau 19/3 kl 20 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: A SENUNNI.SÖGN ehf. og LA Su 27/2 kl 20, Lau 12/3 kl 20, Lau 19/3 kl 20 15:15 TÓNLEIKAR iSLENSKI FLAUTUKÓRINN Lau 26/2 kl. 15:15 fylgd fullorðinna . gildir ekki S bamaiýningar Miðasölustmi 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is Midasalð á netinu www.borgarIeikhus.i5 Mióasalan i Borgarleikluisimi er opin: 10-18 mánudaga og firiójudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga Hörður Áskelsson fá þar góða gesti í heimsókn til að flytja með sér tónlist eftfr Huga Guðmundsson, Johann Sebastian Bach og Krzysztof Pender- ecki. Saxófónkvartettinn frumflytur ásamt kómum nýtt verk, Adoro Te Devote, eftir Huga Guðmundsson. Mótettukórinn og Raschér-kvartettinn flytja auk þess hvor um sig verk eftir Bach og Penderecki. Meðlimir Raschér-saxófónkvart- ettsins hafa verið kallaðir „ókrýndir konungar saxófónsins" og gagnrýn- andi þýska blaðsins Die Welt stað- hæfði að „ef hljóðfærablástur væri ólympíugrein myndi Raschér-saxó- fónkvartettinn klárlega vinna guUið". Allt frá stofnun kvartettsins árið 1969 hefur hann leikið reglulega í Camegie Hall, Royal Albert Hall, Musikverein í Vín og öðrum heimsfrægum tónleika- höllum. Tvítekið nýtt verk Á þriðja hundrað tónskálda hafa samið verk fýrir kvartettinn, þeirra á meðal Luciano Berio, Iannis Xenak- is, Sofia Gubaidulina og Philip Glass. Síðastur í þeirri glæsilegu röð er Hugi Guðmundsson, ungt ísl- enskt tónskáld, en verk hans, Adoro Te Devote, verður frumflutt af kór og kvartetti á tónleikunum. Hugi, sem söng í Mótettukómum um nokkurra ára skeið, hefur vakið mikla athygli fyrir tónlist sína, nú síðast verkið Fall from Grace sem var frumflutt við góðan orðstír á Myrkum músíkdögum fyrr í mánuð- inum. Þess má geta að Adoro Te Devote verður flutt í upphafi og við lok tónleikanna svo áheyrendur fái tækifæri til að glöggva sig betur á verkinu. Bach og Penderecky Önnur verk á efnisskránni eru eftir barokkmeistarann Johann Seb- astian Bach og einn af snillingum okkar daga, Pólverjann Krzysztof Penderecki. Raschér-kvartettinn mun leika nokkra kafla úr hinni óviðjafhanlegu Fúgulist eftir Bach og fallegan kafla úr kvartett eftir Penderecki. Mótettukórinn mun hins vegar bjóða upp á mótettuna yndislegu Komm, Jesu, komm eftir Bach og einstaklega áhrifamikið Agnus Dei úr Pólskri sálumessu eftir Penderecki. Tónleikamir heíjast kl. 17 á laugar- daginn og er í miðasala í Hallgríms- kirkju. Sérstæð blanda leggur undir sig Klink og Bank á föstudag og laugardag: er það leiksýning, reif, látbragð eða mynd- list. Kíktu á dæmið. Eintóm blekking Það er fyrirtækið Kassandra Production í samvinnu við Labloka sem stendur fyrir heim- sókn listamannanna sem verða með sýninguna í Hampiðjunni gömlu. Dæmið hefst klukkan 21 báða dagana. Sýningin er kölluð Blekking eða Delusion uppá ensku. Sýningunni er lýst af að- standendum sem blöndu af dansi, performans og leiklist. Það er sænska leikkonan Annika B. Lewis sem er búsett í Svíþjóð, ásamt tónlistarmann- inum og skífuþeytaranum Jens Monsted sem stendur á sviðinu. Aktið þeirra er einhvers konar tvíleikur eða dans máske sem með fáránlegri og fýndinni framsetningu leikur sér með gamla sögn um það hvernig maðurinn selur sáJ sína. Þau leika sér einnig með aðra arf- sögn: um hina eilífu æsku, hvernig við óttumst að hrörna og verða gömul og ljót. Þau klippa saman texta úr ýmsum áttum: frá Oskari Wilde (Dorian Gray) Shakespeare (Makbeð) og krydda leik sinn með spuna, dægurlögum, mynd- brotum og dansi. Andann sækja þau í Plató, Drakúlu, kvennablöð og raunveruleikasjónvarpið. Verkið er gert undir stjórn Anniku en Jens leggur til tónmál- ið ásamt Anders Kroyer. Mynd- vinnsla er í höndum Eyefix og Filmværkstedet. Sýningin heitir líka dönsku nafni: Blændværk. Hún var sett upp á hátfðinni Junge Hunde í Kaupmannahöfn 2003 og hefur síðan farið víða, var leikin á Entré Scenen og í Reiðhúsinu í Árós- um, menningarviku á Borgund- arhólmi og síðast á Atalante í Gautaborg í maí 2004. Miðasala er við innganginn á þennan listviðburð og verða sýn- ingarnar aðeins tvær: föstudag og laugardag í Klink og Bank.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.