Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2005, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005
Fyrst og fremst DV
Útgáfufélag:
365 - prentmiðlar
Útgefandi:
Gunnar Smári Egilsson
Ritstjóri:
Mikael Torfason
Fréttastjóri:
Kristján Guy Burgess
DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550
5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 -
Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot 550
5090 Rltstjóm: ritstjorn@dv.is
Augiýsingar. auglysingar@dv.is.
Setning og umbrot:
365 - prentmiðlar.
Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja.
Dreifing: Pósthúsið ehf.
dreifing@posthusid.is.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent
efni blaðsins í stafrænu formi og úr
gagnabönkum án endurgjalds.
Karen Kjartansdóttir heima og að heiman
ÚSL
Bur8vei?eíiff&ortf6lk erað
koma koma eða fara nokkurs
staðar f samfélag-
inu. Eiginlega
eru málefhi
líðandi stund-
ar farin að
minna mig
(skyggilega
mikið á einn
afeftiriætisleilg-
um bemsku minn-
ar, þaö er að segja leikinn sívin-
sæla Inn og út um gluggann.
Kannski leikarar Þjóðleikhússins
geti kennt okkur að meta þenn-
an samfélagsleik. Aö minnsta
kosti sjónvarpaöi Rlkisútvarpið
því yfir landsmenn að leikarar
væru almennt ánægðir með
það óvissuástand sem nýlega
skapaðist þar á bæ.
kunna að
meta skemmtilegar og óvæntar
afsagnir og skip-
anir en leik-
arar.
Stjórn-
mála-
menn
hafa
nefnilega
llka gaman
af þessu öllu
saman. Bryndís
Hlöðvers fer úr Samfylkingunni
en birtist sæl og glöð á Bifröst.
Ingibjörg Sólrún kom og fór svo
langt að um tlma leit út fyrir að
maður myndi aðeins fá aö sjá
henni bregða fyrir I túlkun ára-
mótaskaupsins. En hún er svo
sannarlega komin heim aftur,
stórstlg og galvösk aö vanda.
Sitja inni eða
líeifirvita néfnilega hvaö þeir
vilja. Fólk er bara mislagiö viö
að telja fólki trú um
hversu mikil
nauðsyn er á
þvlaðfólk
komi eða
fari. Sem
dæmi um
þetta ástand
má nefna hinn
mæta mann
Gunnar Örlygsson.
Gunnari þykir sjálfsagt að hann
fái að koma I stöðu varafor-
manns Frjálslyndra en um <=
þetta eru ekki allir sáttir, þar £
með er talinn formaður flokks- ™
ins. Gunnar verður þvl að beita ^
frekari sannfæringarkrafti svo “
almenn ánægja í myndist I röð-
um flokksmanna og honum
verði hleypt inn um giuggann.
En Gunnar er annars öllum
hnútum kunnugur I þessum
málum. Ég meina hann var
inni, sat slðan inni og vill svo
inn.
Leiðart
Eiríkur Jónsson
Þeir menntuöu Fjölnismenn og komu þannigfótuin undir
sjrílfsagða frelsisbarríttu seni barþann rívöxt sem viö t ríag
sjríum í lííci velscelríar þar sem ríöur var eymrí.
Framsóknap
Hlustum á Dani
Gaman að sjá þá saman í sjónvarps-
fréttunum í fyrrakvöld, forsætisráð-
herra íslands og Danmerkur. Sá
danski var upprifinn af áhuga þess fslenska
á Evrópusambandinu og hvatti hann óspart
til dáða. Þá hvatningu eigum við að taka
alvarlega.
Danir hafa áður reynst okkur vel þrátt
fyrir meinta nýlendukúgun um aldir. Þeir
vita sem vilja að flest það besta sem ein-
kennir íslenska þjóð í dag er frá Dönum
komið. í raun voru það Danir sem komu
íslenskri þjóð til manns. Á svo margan hátt.
Þeir færðu okkur handritin þegar sjálfsmat-
ið var hvað lægst. Þeir menntuðu Fjölnis-
menn og komu þannig fótum undir sjálf-
sagða frelsisbaráttu sem bar þann ávöxt sem
við í dag sjáum í líki velsældar þar sem áður
var eymd.
Við eigum að leggja við hlustir þegar
danski forsætisráðherrann býður okkur vel-
komin í Evrópusambandið. Islenski forsæt-
isráðherrann hlustar og vill líkt og foringjar
Samfylkingarinnar. Hjá öðrum ræður óttinn
Eör. Ottinn við breytingar og rótföst íhalds-
Við þá skal sagt: Það er ekkert að óttast
nema óttann sjálfan.
Svo benda þeir á fiskimiðin sem eru eins
og heilög kýr í þjóðarsálinni. Fiskimið sem
deilt hefur verið upp í kvóta sem þjóðin þol-
ir ekki og hefiir myndað hyidýpisgjá milli
þeirra sem eiga og eiga ekíá. Utgerðin sjálf
kvartar stöðugt um halla-
rekstur og arðurinn af
fiskimiðunum liggur helst
í kvótabraski og kerfis-
svindli sem á ekki að líða.
Auðveldlega mætti finna
sátt um nýtingu fiski-
miðanna með því
að leigja þau út.
Spánverjar og
Portúgalar eru ekki
síðri fiskveiðiþjóð-
ir en Islendingar
og kunna bæði
með skip og afla
að fara. Þeir gætu 1
auðveldlega nýtt
fiskimiðin af skyns-
emi og greitt
fyrir ekki síðra verð en þegar fæst. Og þá
væri þjóðin laus við kvótaruglið. Eða eins og
fyrrverandi umhverfisráðherra landsins orð-
aði það fyrir nokkrum árum: „Almenningur
þarf ekki að hafa áhyggjur af fiskimiðunum.
Ekki á hann kvótann eða nýtur arðsins af
honum. Því má einu gilda hver veiðir fiskinn
á meðan greitt er fyrir. Sjálfúr treysti ég
Spánverjum og Portúgölum jafn
vel og öðrum til að gera það.“
Þess vegna eigum við að
hlusta á Dani og hætta að
blanda fiskimiðun-
um stöðugt inn í
fjarstæðukennda
Evrópuumræðu
sem kemur
fiskinum f
sjónum
ekkert við.
för. Ottinn við breytingar og rótföst íhalds
semi þess sem finnur öryggið í því sem er.
3. Að mögulega verði /^|
ekki útilokaö að velta •
fyrir sér að ganga
kannski til hugsanlegra
viðræðna um að sameina
Framsókn Sjálfstæðisfiokki.
Hugsanlegar ályktanir
FramsóM’tM
1. Að það verði hugsan-
lega rætt um hvort það
eigi kannski að leyfa
Davíð að fá aftur For-
sætisráðuneytið.
2. Að það verði hugsan-
lega kannski, en alveg
ábyggilega ekki, hafnar
umræður um að ganga úr
NATO.
4. Að kannski verði hætt við hesta-
móttökuflokkinn og að I
staðinn verði stofnaður
íslenski magadansflokk-
urinn sem taki á móti
7 erlendu fyrirfólki í Leifs-
stöð.
ALLIR FRÉTTAMIÐLAR SÖGÐU frá
ályktun Framsóknarflokksins um
Evrópusambandið. Sitt sýnist hverj-
um auðvitað en færri skilja hvað er
átt við með ályktuninni. í gær reyndi
Pétur Gunnarsson, skrifstofústjóri
Framsóknarflokksins, að útskýra
ályktunina og meinta prentvillu í
henni á vefritinu Tíminn.is. En þar
stóð víst að Framsóknarflokkurinn
vildi undirbúa hugsanlegar aðildar-
viðræður um inngang íslands í Evr-
ópusambandið. DVbirti orðrétt eftir
Pétri í gær:
„ÞETTA VAR RANGT því flokksþingið
ályktaði um hugsanlegan undirbún-
ing aðildarviðræðna við Evrópu-
sambandið. Á þessu er sá munur,
eins og hver maður sér, að í öðru til-
fellinu er um undirbúning hugsan-
legra viðræðna en hinu hugsanleg-
an undirbúning viðræðna að ræða.“
SJALDAN EÐA ALDREI hafa stjórn-
málamenn reynt að kasta jafn mikl-
um sandi í augu fólks af jafn litlu
tilefni. Orðalag getur vart orðið
loðnara en það sem framsóknar-
menn notuðu í þessari blessuðu
ályktun sinni sem skiptir engu máli.
Verst þykir okkur á DV að einhver
grey í útlöndum haldi að þessi
ályktun hafi verið samin af full-
orðnu fólki sem meinar það sem
það segir.
EN í M0GGANUM f GÆR var sagt frá
því að Anders Fogh Rasmussen, for-
sætisráðherra Danmerkur, hefði í
fávisku sinni spurt Halldór Ásgríms-
son út í ályktunina. Dóri greyið
þurfti auðvitað að útskýra fýrir
Anders Fogh að ríkisstjórn Davíðs
Oddssonar - í forsætisráðherratíð
Halldórs Ásgrímssonar - hefði það
ekki á stefnuskrá sinni að ganga til
aðildarviðræðna um nokkurn
skapaðan hlut sem við kemur
Evrópusambandinu.
SEM BETUR FER sýndi Anders Fogh
okkur íslendingum og Halldóri
greyinu þá kurteisi að láta þar við
sitja og þeir ræddu um eitthvað
annað. En þessi hringavideysa er
hvorki íslendingum, Dönum né
nokkrum öðrum bjóðandi. Stjórn-
málamenn eiga að tala skýrt og
skrifstofurnar þeirra eiga ekki að
þurfa að snúa út úr ályktunum
flokkanna. Við eigum betra skilið
frá flokki sem er með formann sem
situr sem forsætisráðherra.
Halldór Ásgrímsson Þurfti
að snúa sér út úr ályktun
sem Pétur Gunnarsson snéri
fyrstur manna útúr.
tnr—bhh
Anders Fogh Rasmussen
Spurði út í ályktun Fram-
sóknar og fékk útursnúning í
stað svara.
Pétur Gunnarsson Unairbúningur
einhvers hugsanlegs ekkisama og
hugsanlegur undirbúningur einhvers.
Fyrst og fremst
Hersteinn Pálsson
1916-2005
í dag verður til grafar borinn í
Reykjavík Hersteinn Pálsson blaða-
maður. Með láti hans er kafta í sögu
þessa blaðs lokið. Hersteinn ólst upp
á dagblaðinu Vísi sem faðir hans rit-
stýrði um árabil. Hersteinn hóf störf á
Vísi tvítugur að aldri sem blaðamað-
ur og var ritstjóri þess frá 1942 allt til
1963, hann helgaði blaðinu krafta
sína hátt á fjórða áratug. Hann var
fféttamaður fyrir United Press Inter-
national og New York Times á íslandi
frá stríðsárum ffam til 1963 en gerðist
þá starfsmaður hjá Upplýsingaþjón-
ustu Bandaríkjanna á Islandi. Hann
stofnaði fyrsta almenningstengsla-
fyrirtæki á Islandi 1967. Hann var
afkastamikill þýðandi og skráði fjölda
æviminninga. Á síðari árum var hann
einn helsti þýðandi kvikmynda hér á
landi.
Hersteinn var einn síðasti þeirrar
kynslóðar blaðamanna sem hófú
störf fyrir seinna stríðið og vann allan
sinn starfsferil í heimi fr éttamennsku
og prentverks sem er löngu horfinn
og flestum gleymdur. Hann lagði
grunninn að veldi Vísis á íslenskum
blaðamarkaði og átti ekki h'tinn þátt í
því orðspori sem blaðinu fylgdi áður
en það rann saman við Dagblaðið á
sínum tíma.
Við sporgöngumenn hans
vottum eiginkonu hans og börnum,
vinum og vandamönnum, okkar
dýpstu samúð.
Hersteinn
Ritstjóri dagblaðsins Vísis frá 1942-1963.