Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2005, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2005, Blaðsíða 25
0V Sport FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 25 W Nei n ARNAR GUNNLAUGSSON Fyrrverandi samherji hjá Bolton: ; Já, tvímælalaust. Chelsea er eitt besta ocí lið í heiminum i dag og getur keypt hvací* mann sem er. EfEiður er nógu góður til að 1 fyrir þá þá hlýtur það að vera. Hann er miklu betri fótboltamaður en Drogba en ég vildi helst sjá Chelsea spila 4-4-2 með þá saman i framlínunni. Þá nýtast hæfileikar Eiðs best. a Ég tel hann eiga nokkuð mikið inni og ef hann skoraði fleiri mörk þá væri Eiður í allra, allra fremstu röð framherja í heimin- um. Hann er orðinn miklu betri leikmaður en síðan hann kom fyrst til Chelsea og vinnur ómælda vinnu fyrir liðið. Eiginlega ofmikla því einn afókostum hans, efókost má kalla, er að hann mætti vera gráðugri. Svo er hann ekki nema 26 ára og á bara eftir að verða betri." Eiður Smári Guðjohnsen / miklum metum meðal spekinga DVsem telja hann vera einn afbetriframherjum ensku úrvalsdeildarinnarídag. Er Eiöur Smári einn af fimm bestu fram he ensku úr- valsdeildar- innar í dag? Já □ Nei 0 GUÐNIBERGSSON fyrrverandi atvinnumaður í Englandi: „Það er rosalega erfitt að segja. Hann er örugglega á topp tíu í mínum huga en ég veit ekki með topp fimm. Ef eingöngu er litið til hæfileika er hann einn affimm fremstu. Hann er svipuð týpa og Kenny Dalglish og Peter Beardsley og er klárlega í hópi mest skap- andi framherja í Englandi. Ég er ekki viss um að það henti honum vel að vera á toppnum í þriggja manna sóknarlínu eins og hann hefur verið að gera, ég held að honum fari betur að vera i svæðinu fyrir aftan framherjana þar sem hann á best með að koma samherjum sínum inn í leikinn. Íþví er hann bestur. Miðað við núverandi stöðu eru Henry, Nistelrooy og Rooney í ákveðnum sérflokki en í næsta flokki kemur Eiður ásamt fleirum." % I -V, ISt f 1» Asgeir og Logií fýluferð Veðurguðirnir eru ekki hlið- hollir íslensku landsliðsþjálfur- unum í knattspyrnu. Það kom í ljós í gær þegar vináttuleik Austuríkis og Króatíu sem átti að fara ffam í Vínarborg í gærkvöldi var frestað vegna kulda. Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson ætluðu sér að vera viðstaddir leikinn og fengu að heyra tíðind- in þegar þeir millilentu í London í gær. íslenska landsliðið mætir Króötum ytra þann 26. mars nk. og var þetta síðasta tækifærið til p| að sjá Króatana í leikfyrir þanntíma. Logi sagði í samtalivið DVSportí 0f0‘ . ,-m* gær að ** V*! • þeirfé- — lagar væru að sjálfsögðu hundfiilir en að þeir teldu sig engu að síður þekkja nokkuð vel tii liðsins. Þeir hefðu undir höndum síðasta landsleik Króata gegn ísrael á myndbandi og þá hefðu þeir grandskoðað leik liðsins á EM í sumar. 14 ára stúlku í nöp við Wenger 14 ára gömul stelpa hefur ver- ið handtekin fyrir að hafa hent flösku í átt að Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, rétt áður en að bikarleikur liðsins við Sheffield if(Í United hófst um helg- ~' ina. Um var að ræða fulla plastflösku sem hefði án efa ollið Weng- er síunga þó nokk- rum skaða, hefði hún ratað á j áætlunarstað. Atvikið átti sér stað þeg- ar leikmenn og þjálfarar Arsenal stigu út úr rútu liðsins við komuna á Bramali Lane, heimavöfl Sheffield. „Eftir því sem við vitum best er stúlkan úr bænum og hef- ur aidrei farið áður á fótboltaleik og mun að öUum líkindum ekki gera það aftur í framtíðinni," sagði Graham Cassidy, öryggis- fuUtrúi Sheffield United í gær. Mourinho sleppur viö refsingu Jose Mourinho hefúr verið minntur á hvaða skyldum hann hefur að gegna sem knattspymu- stjóri í ensku úrvalsdefldinni. Að öðru leyti mun knattspymusam- bandið ekki aðhafast frekar í málinu sem kom upp í úrsUtaleik defldabikarsins." Svohljóðandi var tUkynning sem enska knatt- spyrnusambandið sendi frá sér í gær og er því ljóst að Mourinho sleppur við refsingu þrátt fyrir að hafa gefið enskum fjölmiðlum í skyn að þeir ættu að þegja frekar en að skrifa Ula um sitt Uð. í fyrstu var taUð að Mourinho hefði verið að ögra stuðnings- mönnum Liverpool en sá mis- skUningur var leiðréttur af portú- galska þjálfaranum strax eftir leik. Engu að síður þykir Mourin- ho hafa sloppið vel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.