Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2005, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2005, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 27 Asplr Pallar Hellur Málning iodís Finnbogadóttir RæWunerméríbtóðborm- < Cína við Eiliðavatn ^rborg þingvellir ' EHiðavatn Tungudalur Austuriand HosfeUsbær Gul blóm Umpottun Vorlaukar Verö kr. 890- Pálmi, Kasper og Kamilla „Sonur okkar, sem veröurS ára I aprll, gengur jafnvel svo langt aö kallar Kasper bróöursinn. Hann tilkynnti okkur aö þeir bræöurnir heföu fariö út aö ganga svo hundarnir eru greinilega mikiii hluti af fjöiskyidunni." Hanna Maria með Kubb Hanna >gist halda mest upp á ís- Maria sec_ lenska fjárhundinn aföllum hundategundum. Hún segir hann alltafí góðu skapi og að Kubbur brosi alltafþegar hún kemur heim. Páskablað DV DV Páskablað Gæludýrum fylgir heilmikil ábyrgð og ætti enginn að fá sér eitt nema að vel hugsuðu máli. Um leið og dýrið er komið inn á heimilið verður það eitt af Qöl- skyldunni og því verður að hugsa um það sem slíkt. DV ræddi við nokkra þjóðþekkta ein- staklinga um gæludýrin þeirra. jKg :,• *m> Gælndýr Iræna lolksins „Hundurinn minn heitir Tjara og ég segi alltaf að hún sé tyrkneskur geita- hundur enda er hún algjör kokkteill," segir Þröstur Leó Gunnarsson leikari. Þröstur hefur átt Tjöru síðan árið 1999 og segir hana algjörlega hluta af fjöl- skyldunni. „Hún tekur alltaf á móti manni þegar maður kemur heim alveg grenjandi af ánægju. Hún er alveg yndisleg en á það samt til að stinga af. Hún ólst upp fyrir vestan og fékk þar að vera frjáls svo hún er ekki lengi að láta sig hverfa ef hún er ekki í bandi," segir Þröstur en bætir við að lögreglan sé dugleg að koma með hana til baka. Hann segist ekki geta montaö sig af hvað hann sé duglegur að fara með hana út að ganga. „Ég skammast mín nú hvað ég er latur að fara með hana út en hún fær að fara út í garð og leikur sér þar." Þröstur seg- ir Tjöru veita sér ótrúlegt öryggi þar sem hún byrji að gelta ef einhver sé að sniglast í kringum húsið. Hann segir einnig að hún líti á hann sem húsbónd- ann á heimilinu. „Hún hlýðir mér best, svona þegar hún hlýðir." „Ég hef alltaf verið mikill dýramaður," segir Pálmi Gestsson leikari sem á hundana Kasper og Kamillu. Kasper er Labrador og hændur að húsbónda sínum en Kamilla er tveggja ára Bishon Frise. Pálmi segir hundana part af fjölskyldunni. „Sonur okkar, sem verður 5 ára í aprfl, gengur jafttvel svo langt að kallar Kasper bróður sinn. Hann tilkynnti okkur að þeir bræðurnir hefðu farið út að ganga svo hundarnir eru greinilega mikill hluti af íjölskyldunni. Ég mætti hins vegar vera duglegri að fara út með þá en ég reyni að taka þá með þegar ég fer út að labba eða reyni að skokka." Pálmi segist hafa verið hestamaður síðan hann man eftir sér en hafi alltaf langað í hund. Hann hafl svo tekið Kasper að sér fyrir átta árum. „Ég er mikill hundamaður en við skulum segja að ég sé ekkert voðalega hriflnn af köttum, þótt konan mfn segir það lygi. Rannsóknir úti í heimi segja að þeir sem eigi hunda séu hamingjusamari og að maður lifi lengur fýrir vikið. Ég held að þeir hafl mjög góð áhrif á mann. Þessi tryggð þeirra og skilyrðislausa ást, það er einhver strengur á milli hunds og manns," segir Pálmi og bætir við að Kasper líti á hann sem húsbónda sinn. „Kamilla spáir hins vegar h'tið í þetta. Hún er mjög sjálfstæð og hefur engan áhuga á hver ræður á heimilinu." Þröstur Leó og Tjara „Ég skammast min nú hvað ég er latur aö fara með hana út en hún fær aö fara út I garð og leikur sér þar.“ Arnbjörg, Moli og Moladls „Það má alveg segja að kisurn- ar séu börnin mín. Ég get elskað þær ótrúlega mikiö en fæ svo algjöra leið á þeim og langar að koma þeim ípössun.“ ■ Ðaldur hjá fiskunum Rúrik og Lárusi „Mig langar að koma með hund mn á heimilið en það er ekkert grln þegar betn helmmgurinn vill að ekki. Ég ætla að siá hvernig þetta fiskeldi tekst til hjá mér og efþað gengur vel þá fæ ég mér almennilega fiska." ö dajjíjui’ HJMhj Jáiú jjá jjffll rú yn en mættu þnfa „Ég er mjög mikil dýramanneskja og held ég sé búin aö eiga tólf eða þrettán ketti um ævina," segir Arnbjörg Hhf Valsdóttir leikkona sem á kisurnar Mola og Moladís. Ambjörg er búin að eiga kisum- ar í íjögur ár. Hún segir þær eins og systkini sem þær em þó ekki. „Þau em mjög góð saman. Þegar þau em ekki að kúra sig saman þá em þau í fyndn- um gamnislag og þegar Mola vantar inóðurlega ást leggst hann á spena Moladísar sem nýtur þess." Arnbjörg segir þó heilmikla vinnu við að eiga ketti. „Það má alveg segja að kisurnar séu bönún mín. Ég get elskað þau ótrúlega mikið en fæ svo al- gjöra leið á þeim og langar að koma þeim í pöss- un. Þegar það er mikið að gera í vinnunni getur íbúðin orðið ein hárlufsa sem getur gert mann geðveikan," segir Arnbjörg og j r j D \ r bætir við að hún gæti pjónað ' T7 ~ sér peysu úr hámnum sem safnast saman á hverjum degi. „Ég og herbergisfélagi minn í Þjóðleikhúsinu ákváðum að fá okkur fiska til að hafa inni á búnings- herbergi," segir Baldur Trausti Hreinsson leikari. Fiskarnir sem þeir félagar fengu sér em gullfiskar sem stækka óðum. „Fiskarnir heita Rúrik og Láms og em gullfiskar sem verða mjög stórir." Baldur segist vera mikill dýravinur þótt hann sé ekki hrifinn af köttum. „Kettir em samviskulaus- ustu skepnur sem til em. Sjálfselskan er að drepa þá og þeir kunna ekki að skammast sín," segir Bald- ur harðorður. Hann segist einu sinni hafa átt páfagauk og þegar hann var lítill átti hann hundinn Kát. „Mig langar að koma með hund inn á heimilið en það er ekkert grín þegar betri helmingurinn vill það ekki. Ég ætla að sjá hvernig þetta fiskeldi tekst til hjá mér og ef það gengur vel fæ ég mér al- mennilega fiska," segir Baldur en viðurkennir að honum gangi illa að láta þá hlýða. Sólveig með Grím og Lúlla Sólveig hef- ur alltafverið mikill dýravinur og alltaf haftallavega tvo hunda á heimilisínu. m ■ Jökull eðalköttur fordekraður hjá Bjögga „Ég er alinn upp við ketti og við hjónin höfum alltaf átt ketti," segir Björgvin Halldórsson söngvari en um þessar mundir á hann Jökul, fjögurra ára hvítan Persa. „Við emm einnig með Emmu, venjulegan húskött sem Svala dóttir okkar á og er í fóstri hjá okkur. Það snýst allt um þau og það líkar Jökli. í hvert sinn sem við komum heim kemur hann mjálmandi á móti okkur og vill fá sitt klapp. Þegar við vilj- um dekra sérstaklega við þau Emmu og Jökul fá þau hjá okkur rjómalögg og fúlsa ekki við rækjum og humri ef það er á boðstólum. En alla jafna lifa þau á þurrfæði," segir Björgvin. Persar em í flestum tilfellum innikettir og þola illa að þvælast úti. Feldur þeirra er viðkvæmur og fljótur að hlaupa í flóka ef um hann er ekki hugsað. Bjöggi segir að þau gæti þess að kemba honum og greiða enda þýði ekki annað. „Ef þarf að klippa klær eða eitthvað viðameira fömm við með hann til þeirra Hönnu og Jakobínu, dýrlækna í Garðabæn- um,“segir kattavinurinn Björgvin Halldórsson. vélL ■ „Ég á tvo langhunda sem heita Grímur og Lúlli," segir Sólveig Bergmann fréttamaður. Sólveig hefúr alltaf verið mikill dýravinur og alltaf haft allavega tvo hunda á heimili sínu. „Ég hef átt kött, hamstra, páfagauka og hesta. Ég sankaði þessu að mér þegar ég var krakki. Ég er ekki í sérlega góðri aðstöðu í dag þar sem ég er svo mikið frá heimilinu og því þurfa hundarnir að vera mikið hjá mömmu. Það má eiginlega segja að hún eigi þá en ég taki þá annað slagið í pössun," segir Sólveig en bætír við að þegar hún hafi þá hjá sér sé hún dugleg við að fara með þá út í göngutúra. Hún segir að hundaeign fylgi oft mikil sorg þar sem þeir lifi mun skemur en við mannfólkið. „Hundamir er fjölskylda manns en á mótí kemur að ég hef misst marga hunda. Þeir hafa farið úr hvítblæði, hjartaslagi og krabbameini og það er alltaf jafn sorglegt. Ég hef samt alltaf átt hunda og get ekki ímyndað mér tilveruna án þeirra enda em þeir svo miklir vinir manns." Jökull, alsæll I höndum Bjögga Björg- vin hefur alla tlð veriö mikill kattavinur og átti lengi læðu sem varð háöldruð og mikið syrgð. Hún náði 22ja ára aldri og dó I höndum þeirra hjóna södd lifdaga. Fáðu þér skemmtilegt lesefni yfir páskana n» f íESiÍSj „Hxmdurinn minn heitir Kubbur og er íslenskur fjárhundur," segir Hanna María Karlsdóttir leikkona. Hanna fer með Kubb út að ganga á hveijum virkum degi áður en hún mætir á æfingar í leikhúsinu. „Ég er mjög mikill dýravinur og þegar ég var yngri áttí ég hvítar mýs, gullfiska, hamstur, ketti og meira að segja hagamýs sem nöguðu sig út úr skókass- anum. í dag á ég líka hesta og er stundum dugleg að ríða út þó að ég sé það ekki þessa stundina. Við Kubbur fömm út að ganga á hverjum degi í ca. hálftfma og svo hleypur hann á eftír hestunum þegar við förum í út- reiðatúra." Hanna María segist halda mest upp á íslenska fjárhundinn af öllum hundategundum. Hún segir hann alltaf í góðu skapi og að Kubbur brosi alltaf þegar hún kemur heim og færir henni beinið sitt eða óhreinan sokk. „Hann er svo tryggur og dásamlegur í alla staði. Ég á engin börn svo það er hann sem tekur glaður á móti mér þegar ég kem heim. Hundar hafa verið fastur punktur í tilveru minni í langan tíma og það yrði sérkenni- ef þá myndi vanta."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.