Freyr

Årgang

Freyr - 01.03.1944, Side 12

Freyr - 01.03.1944, Side 12
38 FREYR eftir að skurðir eru grafnir, betra að þeir nái að setjast og vatn að síga úr þeim t. d. vetrarlangt. Vinnu í Garðaflóa var lokið 26. ágúst. Þá var jarðýtan léð Vegagerð ríkisins og notuð við vegagerð á Skorholtsmelum í Leirár- og Melasveit, til 18. nóv. Þá var hún loks flutt að Hvanneyri og notuð þar 2—3 daga við að jafna í kringum byggingu. Litlu síðar en Vélasjóður fékk hina fyrstu jarðýtu (það nafn virðist ætla að festast við vélar af þessum gerðum — dráttarvélar með ýtu), tók Vegagerð ríkisins í notkun 3 jarðýtur af gerðinni Allis-Chalmers HD 7. (Bulldozer). Það eru miklu stærri vélar heldur en TD 9. Þyngd dráttarvélar með ýtu um 8600 kg.., og afl til dráttar 57—60 hestöfl. Ýtuútbúnaður á þessum vélum er einnig nokkuð frábrugðinn. Sigfús í Norðurkoti notaði þá vél er hann fékk, allmikið með ýtunni, þó að hann not- aði hana mest við jarðvinnslu með plóg og herfi, en án ýtunnar. Ýtuna notaði hann við vegagerð, við að nema ofan af stórþýfi, áð- ur en hann plægði það og herfaði, og loks til þess að „hefla“ gisstætt þýfi af áveitu- landi, en það var að miklu leyti með þessa síðastnefndu notkun í huga, að hann festi kaup á vélasamstæðu þessari. Eftir að hafa athugað hin mismunandi not þessara umræddu véla, og reynslu þá, er fékkst í sumar, er leyfilegt að fullyrða, að hér er um mjög mikilsverða nýjung að ræða, mun jafnvel mega kalla það glæsi- leg nýjung, er opni og greiði stórum leiðir bæði í jarðrækt og vegagerð. Að sjálfsögðu lætur Verkfæranefnd sig mestu skipta það sem jarðræktinni lítur. Beinn saman- burður á vélum Vélasjóðs og Vegagerðar- innar kemur ekki til greina sökum stærð- armunar og þess, að Vegagerðin miðar val yéla sinna eingöngu við vegagerð, eins og að líkum lætur, og það er einfalt mál, að því stærri og sterkari sem vélar af þessum gerðum eru, þess stórvirkari reynast þær. Þegar um jarðvinnslu er að ræða, er vali dráttarvéla meiri skorður settar. Vélarnar mega ekki vera stærri en svo, að viðeig- andi verkfæri fáist með þeim til þess að vinna þau störf er fyrir liggja, með þeim hætti, að afl vélanna notist að fullu. Sé um leið horft til þess, að nota sömu vélar við vegagerð, dregur það til þeirrar áttar, að hafa vélarnar sem stærstar og sterkastar. Samkvæmt fenginni reynslu virðist TD 9 vera dráttarvél, er fullnægir allvel kröfum þeim, sem um er að ræða. Það hentar vart að nota stærri vél við venjulega jarðvinnslu, plægingu og herf- ingu, og hún er nægilega stór og sterk til þess að góð afköst fáist, þegar hún er not- uð með ýtu -— sem jarðýta — bæði við að jafna land, vinna skurðruðninga og við vegagerð. Þyngd TD 9 er eigi meiri en það, að hún er tæk á 5 smál. vörubíl, við lengri flutninga, og er það ekki lítilsvert atriði. Til er minni gerð af TD dráttarvélun- um, TD 6. Sú gerð vegur ekki nema 3450 kg., afl til dráttar 29.49 hestöfl. Ein vél af þeirri gerð er í notkun hér á landi, í Grafningnum. TD 6 fæst einnig með ýtu. 8’ 7”. Vélin í Grafningnum hefir reynst vel við jarðvinnslu, og víða mun þessi stærð henta mjög vel, en hvort hún er nógu sterk til þess að vinna með ýtu — sem jarðýta — svo verklag sé á og viðunandi afköst, þótt minni séu en með TD 9, skal látið ósagt. Á þessu ári er von til þess að inn verði flutt- ar nokkrar dráttarvélar af þessari gerð, með viðeigandi ýtum, auk TD 9 véla ,sem væntanlegar eru. Er þetta gert í þeirri trú, að TD 6-vélarnar reynist vel gagnlegar með ýtu þar sem staðhættir og geta leyfa ekki not hinna stærri véla, en óefað ber að halla sér að þeim, sem víðast, þar sem um meiri verkefni er að ræða.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.