Freyr - 01.03.1944, Page 9
FRE YR
35
3. mynd.
P. & H. 150 við vinnu á
Hvanneyri.
Ljósm.: Á. G. E.
fræðideild Bandaríkjahersins. Vélamaður-
inn hjálpaði einnig til við að setja Árbæjar-
gröfuna saman og búa hana til vinnu.
Við flutningana að Hvanneyri voru auk
Bandaríkjamannanna tveggja, þeir Eirík
Eylands og Árni G. Eylands. Flutninga-
tæki og menn voru komnir aftur til
Reykjavíkur kl. 10 á fimmtudagskvöld,
tæpum 33 tímum eftir að lagt var af stað
frá Reykjavík.
Vegna flutninga á gröfu norður í Svarf-
aðardal, var grafan ekki sett saman á
Hvanneyri og vinnubúin fyrri en 15. til
17. sept. Unnu að því auk Árna Eylands
og Eiríks Eylands, Karl Auðunsson frá
Akranesi og Theodór Kristjánsson frá
Tjörnum á Staðarbyggð, er báðir hafa
unnið tvö undanfarin sumur við ensku
skurðgröfurnar, er keyptar voru 1942.
Voru þeir við þetta á Hvanneyri til þess
að kynnast þessari nýju gerð af skurð-
gröfum. Mánudaginn 18. okt. var unnið
lítilsáttar að greftri með gröfunni, annars
var ekki unnið þar að greftri fyrr en
1. til 5. nóv., er skurðgrafan á Akranesi
var hætt vinnu, grófu gröfumennirnir
þaðan, Karl Auðunsson og Sigurður Sig-
urðsson þá 310 lengdarm. er mældust um
1000 rúmm. Dagsafköst hafa því orðið um
200 rúmm. Kostnaður telst: Vinnulaun kr.
700,00 og olía kr. 90,00 Kostnaður á rúmm.
hefir því orðið um kr. 0,79 + leigugjald fyr-
ir gröfuna. Gengið var frá gröfunni til
vetrarstöðu 6. og 7. nóvember.
SVARFAÐARDALUR (P. & H. 150, nr. 7565).
Þriðja grafan, af þesum nýju gröfum,
var flutt frá Reykjavík með ÆGI til Dal-
víkur, og sett þar í land í góðu veðri
fimmtudaginn 23. sept. kl. 2—3 e. h.
Flutningsvagn sá er fylgdi gröfunum var
einnig fluttur norður. Þessi grafa var tek-
in nokkru meira í sundur, vegna flutnings-
ins norður, heldur en hinar vélarnar,. vógu
hinir ýmsu hlutar hennar frá 612 til 6,353
kg. Þyngsti hluti gröfunnar var dreginn