Freyr

Volume

Freyr - 01.03.1944, Page 18

Freyr - 01.03.1944, Page 18
44 FREYR er sannarlega ekki undarlegt, þótt útlitið verði ömurlegt er að harðnar, þegar svo er í pottinn búið. Og þegar svo kólnar að um munar, verða það enn vesalings hross- in, sem verða ásteitingarsteinarnir. Þá verða þau til þess að steypa öðrum búfénaði á vonarvöl, því þá mun flestum svo fara, að grípa fyrst til þess að gera tilraun til að bjarga þeim, þó með þeirri tilraun sé jafnframt kyppt fótum undan öryggi ann- arra stofna. Og sú mynd, er við það tæki- færi blasir við augum, er sorglegri en svo, að ég treysti mér til að lýsa henni, enda svo þekkt í búnaðarsögu íslendinga, að hér er óþarft að gera það. Hinu vildi ég gjarnan leggja mitt liðsyrði, að sú kyn- slóð, sem nú heldur um stjórnvöl íslenzkra mála, þyrfti ekki að horfa á hana, að vísu hin fyrsta í sögu íslands, en það væri að engu ómerkara fyrir það, — og heiti ég á Búnaðarþing þessu til fulltingis. Ég hefi í framanrituðu leitast við að benda á: 1. Að eins og nú horfir sé vonlítið um markað fyrir þá viðkomu, sem nú er í hrossastofni nærliggjandi sveita, enda vonlítið um hann, þó miðað sé við „nor- mal“ tíma. Má við það bæta, að grun hefi ég um, samkv, áðursögðu, að sömu sögu megi segja úr fleiri héruðum. 2. Að nú sé svo komið þessum málum, að með þeirri hrossamergð, sem nú er orð- in, sé beitilandi tvímælalaust stefnt í beinan voða, 3. Að mjög verulegur hluti af hrossastofn- inum sé settur á vetur án þess að fyrir hendi sé nándar nærri viðunandi trygg- ingar fóðurs eða húsakosts. Og sem lokaorð þessara hugleiðinga vildi ég leyfa mér að bera fram eftirfarandi til- lögur til athugunar: 1. Búnaðarþing láti athuga svo gaumgæfi- lega sem kostur er á, hver þörf sé líf- hrossa innanlands og leiti jafnframt rækilega að leiðum til viðunandi skipu- lagningar á þeim markaði, þar sem hagsmunir beggja — kaupenda og selj- enda — séu metnir svo að jöfnu, sem kostur er á. í því sambandi sé og ræki- lega athugað hverjar vonir mætti gera sér um raunhæfan þjóðarhag af þeirri verkaskiptingu, að þær sveitir er sér- staklega virðast til hrossaræktar fallnar tækju að sér uppeldið. 2. Leitað sé allra þeirra leiða, er færar sýnast um að auka afsláttarmarkaðinn, og athugaðar rækilega leiðir til þess að fyrirbyggja spákaupmennsku og brask í því sambandi. Virðist mér að S. í. S. mundi vænlegasti aðili er ég kem auga á til þessa. 3. Búnaðarþing beiti áhrifum sínum að því, að þegar sé hafist handa um rann- sókn á beitarþoli lands og landþörf gripa, en meðan sú athugun fer fram, sé lögð áherzla á að takmarka fjölgun hrossa meira en þegar er orðið, eftir því sem föng eru frekast fyrir hendi. 4. Gengið sé framvegis ríkt eftir að hross- um sé ekki telft undir vetur fóður- og skýlislausum, og sé slíkt látið varða vítum sem um muni, t. d. réttindamissi til ráðstöfunar á stóði sínu eða ein- hverju slíku. Vænti að endingu, að háttvirt Búnaðar- þing virði framhleypni mína til betri vegar en taki annars þessi mál til rækilegrar yf- irvegunar og úrlausnar. Austurhlíð á kyndilmessu 1943. Guðm. Jósafatsson, frá Brandsstöðum. Það sem til er af Búnaðarritinu fæst ennþá fyrir kr. 30,00 að viðbættu burðargjaldi, en það eru 1. árg., 3. til 14. árg., 36. til 46. árg. og 48. til 56. árg. Alls 33 árg. fyrir kr. 30,00, það eru góð kaup, því að í ritinu er margt fróðlegt að finna.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.