Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1944, Síða 15

Freyr - 01.03.1944, Síða 15
FREYR 41 að þau héröð, er auðveldast eiga um upp- eldi hrossa, tækju þann þátt að sér að miklu leyti fyrir þau héruð, er lakar eru sett í þessu efni. Um þessa hugmynd er ekki nema gott eitt að segja. En sá böggull fylg- ir skammrifi, að til þess að þetta mætti verða svo, að raunhæf hagsbót yrði að, þarf mjög trausta skipulagningu, en hún er ófædd enn. Að stofna til slíks án hennar, ætla ég glapræði eitt. Og til þess að koma slíku á, þarf langan tíma og ör- ugga samvinnu, og skal hér ekki lagt á móti því, að til þessa sé stofnað, ef slíkt sýnist vænlegt. En þetta er nú ekki til, og verðum við því’ að horfa á hlutina eins og þeir eru. — Því verður ekki neitað, að s. 1. ár hefir þessi markaður glæðst að nokkru. Hefir allmargt hrossa farið héðan úr Húna- þingi og Skagafirði til allfjarlægra héraða, (Þingeyjar- og Múlaþinga o. e. t. v. eitthvað til Vestfjarða — en það ætla ég að hafi ver- ið fremur lítið). Þessi markaður hefir að vísu alllengi verið eitthvað til, en ég ætla að hann hafi fremur glæðst hin síðustu ár. Hvort hér er um breytta háttu að ræða, hjá íbúum þessara héraða, eða hitt, sem ég tel líklegra, að hér birtist aðeins mynd bættrar fjárhagsafkomu, (o: aukinn kaup- máttur), verður ekki fullyrt. En ef hið síð- ara væri orsökin, mundi þegar draga úr þessu er þrengdist fyrir dyrum um fjár- hag. — En þó þessi markaður héldist svo sem nú er, er víst, að hér er ekki að ræða um nema brot af því, er þessi héruð þurfa að selja. Það er og vafamál, hvort þessi verzlun er að öllu í höndum þeirra manna, er fyrir honum sé trúandi, svo hér kynni að bera að þeim brunninum, er svo hættu- legur er viðskiptum okkar íslendinga, og raunar allri þjóðinni, ýmis konar spákaup- mennska eða þó öllu heldur okkar gamla og góða „hestaprang.“ Þætti mér ekki ólík- legt, að vel væri ómaksins vert, að athuga- gaumgæfilega hvort ekki væri ástæða til að fara að byrgja þann brunninn með ör- uggu samstarfi. — 3. Afsláttarmarkaður. Það er nú sá markaðurinn, sem eins og nú horfir, er sá eini er nokkuð kveður að. Er því ekki að neita ,að hann er allmikill og ágætur eins og nú standa sakir. En flest má fylla og eins hann. Það er ekki annað sýnt, en að hann sé alveg að gjörfyllast hér um slóðir, og enda talsverðar horfur á, að hann sé í yfirvofandi hættu vegna skipulagsleysis og kaupmennsku. Ótrúlegt er ekki að eitthvað mætti glæða hann t. d. á ísafirði og eitthvað í þorpum um Vest- firði. En hitt er víst, að þessi markaður á sín takmörk, og ætla ég að komið sé nær þeim en marga grunar. Hér lendum við líka á því leiða skeri, hve torvelt er að geyma hrossakjöt svo vel sé. Það virðist ekki þola langa geymslu frosið, a. m. k. eins og kjöt er vanalega geymt. Hvort hraðfryst- ing yrði þar notadrýgri mun óreynt, enda ætla ég hana dýrari. Sú eina geymsla, er nú virðist um að ræða, er saltið, og þó tví- sýnt, þegar um langa geymslu er að ræða, nema þá í sérstaklega öruggum geymslum. Ég ætla því, samkvæmt framan skráðu, að talsverð torveldi séu á um stóraukinn mark- að til afsláttar. Og ég endurtek þá ábend- ingu mína að hann virðist í yfirvofandi hættu vegna brasks og spákaupmennsku. Ég þykist hér að framan hafa fært nokk- ur rök að því, að eins og nú horfir, er ekki annað sýnna, en að hrossamarkaður hljóti í fyrirsjáanlegri framtíð að verða mjög miklum takmörkunum háður. Sá eini er mér sýnist líklegur til nokkurs vaxtar, er lífhrossamarkaður innanlands. En yrði það ofan á, að að honum yrði stefnt, sem heil- brigðri verkaskiptingu þjóðfélagsins, mundu — og yrðu — kröfur neytenda að vaxa um örugga og góða gripi. Og hrossastofn vor

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.