Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1945, Blaðsíða 15

Freyr - 01.07.1945, Blaðsíða 15
FRE YR 101 notar hann orðið þembufár, um líkan sjúk- dóm. Jón læknir Hjaltalín talar um fjörubráð- dauða í Lækningabók sinni 1837 (6), en mér virðist sjúkdómslýsing hans helzt benda á bráðapest, enda segir hann sjúkdóms- tímabilið vera frá september og fram í janúar. Af því, sem nú hefir verið sagt, sést, að fjörufallið hefir verið þekktur fjársjúk- dómur hér á landi frá fornu fari. Það er og ljóst, að lækningaraðferðir þær, sem notaðar hafa verið við sjúkdóm þennan, hafa verið mjög frumstæðar, og þó ekki hægt að fortaka, nema þær kunni að hafa verið til bóta, t. d. með því að örva melt- ingarstarfsemina. Þörf á nánari athugunum á þessum og skyldum sjúkdómsfyrirbrigðum, sem hér hefir verið lauslega minnzt á. Ef tilgáta mín reyndist rétt, og slíkir sjúkdómar stöfuðu fyrst og fremst af meltingartrufl- unum við snögg fóðurskipti, væri áreiðan- lega nauðsynlegt, að hafa slíkt í huga við sauðfjárhirðinguna, áður en fjöru- eða fjár-fall kæmi til. Heimildir: (1) Sig. Ein. Hlíðar: Sauðfé og sauðfjár- sjúkdómar 1937. (2) Ma'gnús Einarsson: Dýralækninga- bók 1931, bls 127. (3) Þorvaldur Thoroddsen: Landfræði- saga íslands. II. Khöfn 1898, bls 88. (4) Þorvaldur Thoroddsen: Ferðabók II. Khöfn 1914, bls. 138. (5) Þorvaldur Thoroddsen: Lýsing ís- lands III. Khöfn. 1919, bls. 378, 390 og 416. (6) Jón Hjaltalín: Lækningabók um þá helztu kvilla á kvikfénaði 1837. (7) Magnús Ketilsson: Undervísun um þá íslenzku savðfiarhirðing 1778. Guðm. Gíslason. Leikmannsþankar um ullarmat Nýlega tilkynnti útvarpið, góðu heilli, að Halldór Pálsson búfjárræktarráðunaut- ur væri kominn heim frá Ameríku. Jafn- framt birti það mikla lofgjörð frá honum um íslenzku ullina, og það bæði þel hennar og tog, semsé að hún nyti álits í Ameríku og væri sérstaklega vel fallin til ýmiskonar vefnaðariðnaðar. Raunar ætti þetta ekki að koma íslend- ingum neitt á óvart, eins vel og íslenzka ullin hefir gefizt okkur alla tíð. í tilefni af þessari frétt, langar mig til að fara nokkrum orðum um ullarmatið hjá okkur og einnig um það, sem að mínu viti er nauðsynlegt fyrir okkur að gera í framtíðinni, til hagnýtingar á ull okkar. Ullarmatið. Það, sem hér verður sagt um ullarmat, eru hugleiðingar leikmanns. Sérfróðir menn á þesu sviði nota vonandi þetta tækifæri til að afsanna það, sem rang- hermt kann að vera, eða á misskilningi byggt. Nú nýlega hefir verið tekið upp nýtt og strangara mat á ull en áður gilti, a. m. k. í framkvæmd. Vil ég leyfa mér að staðhæfa að við hið nýja mat séu gæði ullarinnar gerð að aukaatriði en litarflokkun gerð að aðal- atriði. Þrennt hlýtur að koma til greina við matið: Verkun (þvottur), litur og eðlis- gæði. Verkun ullarinnar verður auðvitað að vera góð. Sérhver verkunargalli á og hlýtur að fella ullina niður í lægri flokka. Hinsvegar hljóta eðlisgæði ullarinnar að vera óháð lit, ef nokkur sanngirni ræður.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.