Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2005, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2005, Blaðsíða 11
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ2005 11 Ferðamenn á malarvegi Bíll valt á Útnesvegi gegnt Saxhóli í þjóðgarð- inum á Snæ- fellsnesi í fyrradag. Að sögn lögregl- unnar í Ólafs- vík tognaði ökumaðurinn lítillega á hendi og fékk hann og þeir sem með honum voru í bílnum að fara heim að lokinni lækn- isskoðun. Samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar var aðdragandi slyssins sá að ökumaður, sem er erlendur ferðamaður, gerði sér ekki grein fyrir því að hann ók út á malarveg þegar mal- bikið endaði. Ofsahraði í Kópavogi Ungur maður var hirt- ur af lögreglunni í Kópa- vogi á 150 kílómetra hraða á Reykjanesbraut nálægt Smáralindinni. Atvikið átti sér stað laust eftir miðnætti í fyrrinótt á vegarkafla þar sem há- markshraði er 70 kiló- metrar. Ökumaðurinn má búast við sviptingu ökuréttinduna í þrjá mánuði, samkvæmt reglugerð dómsmála- ráðuneytisins, auk 70 þúsund króna sektar og fjögurra punkta. Vilja bíó í Mosfellsbæ Á laugardaginn var hald- ið íbúaþing í Mosfellsbæ undir yfirskriftinni „Gerum gott samfélag betra." Alls sóttu um 250 manns þing- ið, eða um 3,5 prósent íbúa bæjarins. Mark- mið íbúaþingsins var að veita bæjar- búum tækifæri til að tjá sig um það sem er gott og finna leiðir til að bæta samfélagið. Lýðræðis- hópur unga fólksins sagði almennt gott að búa í bænum en hins vegar skyldi byggja kvikmynda- hús í bænum hið fyrsta. Hvert áfalliö á fætur öðru ríður yfir Dalshraun 13 í Hafnarfirði. Síðustu níu mán- uðina hefur kviknað þar í, maður hefur verið stunginn með hnífi og nýverið réð- ust fimm manns þangað inn og börðu íbúa. a Það má með sanni segja að Dalshraun 13 í Hafnarfirði hafi ekki fært íbúum sínum gæfu. Síðustu níu mánuði hefur húsbruni, hnífsstunga og alvarleg líkamsárás dunið yfir íbúa hússins og svo virðist sem bölvun hvíli á hverjum þeim sem þar býr. Spurn- ingar vakna um hvað gerist næst og hver verður fdrnarlambið. Á Dalshrauni 13 eru mörg fyrir- tæki sem hafa dafnað vel og hafa sem betur fer sloppið við ógæfu hússins. En á efri hæð þess eru her- bergi sem leigð eru út og það er í þeim sem ógæfan hefur dunið yfir á síðustu mánuðum og ekkert lát virð- ist vera á. Það virðist aðeins tíma- spurning hvenær næsta áfall mun ríða yfir. Bruni í september Aðfararnótt 15. september síð- astliðins kom upp eldur í sjónvarps- tæki í einu herberginu þar sem tveir einstaklingar voru. Sjö í viðbót þurftu að yfirgefa vistarverur sínar á meðan slökkviliðið slökkti eldinn. Einn íbúanna var fluttur á sjúkrahús með reykeitrun, en mildi þótti að ekki urðu fleiri og alvarlegri meiðsl á fólki. Töluverðar reykskemmdir urðu á húsinu auk þess sem eldur- inn olli skaða. Hnífsstunga Þann annan maí síðastliðinn lenti tveimur mönnum saman í stigagangi hússins. Mennimir þekktust lítillega og bjó annar þeirra í húsinu. Átökin enduðu þannig að gesturinn dró upp hníf og lagði til íbúa hússins. Hann var fluttur á slysadeild en meiddist sem betur fer óverulega. Málið er enn í rannsókn hjá Lögreglunni í Hafnarfirði en telja má mildi að ekki fór verr í þessu til- viki. Líkamsárás með stálröri Nýjasta atvikið í blóðugri sögu Dalshrauns 13 varð á laugardag þegar fimm menn réðust inn í húsið og lögðu herbergi eins leigjandans í rúst og skildu ekkert eftir heilt nema sjón- varpið. Þeir komu síðan aftur um kvöldmatarleytið vopnaðir stálrömm og öðrum bareflum og lömdu íbúann ,sem þeir höfðu leitað að fyrr um dag- inn, til óbóta. Nágrannar sem urðu vitni að atburðinum segja að ódæðis- mennirnir hefðu drepið manninn hefðu þeir ekki verið stöðvaðir. Árásarmennirnir vom allir á fimm- tugsaldri og litu ófgæfulega út sam- kvæmt sjónarvottum. Lögreglan fann sprautur og nálar á vettvangi sem þeir telja að árásarmennimir hafi átt. Rýrir verðgildi hússins Eigandi hússins, Magnús Magnús- son rafvirkjameistari, vildi ekkert tjá sig um málið við blaðamann DV og taldi að frétt af líkamsárásinni síðasta laugardag hefði lækkað verðgildi hússins um margar milljónir. Magnús hefur aðeins átt herbergi hússins, þar sem áföllin hafa dunið yfir, í um tvo mánuði. johann@dv.is Dalshraun 13 Ibúðir d efri hæð hússins eru vettvangur hvers áfaiisins á fætur öðru og virðist sem bölvun hvíliá þeim. Sláturhús Stigagangurinn á Dals- hrauni 13 leit út eins og sláturhús eftir að fimm menn iömdu íbúa til óbóta síðastliðinn laugardag. Hús úfallanna Dalsnraun Skoðaðu bílana í smáauglýsingum Fréttablaðslns. Skoðaðu bílana á www.brimborg.is. Komdu í Brimborg Reykjavík, Akureyri. q, brimborg Öruggur staður til ad vera á Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | www.brimborg.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.