Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2005, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2005, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 2. JÚNI2005 Sport DV Makedóni á leiðinni til Skallagríms Borgnesingar komu mjög á óvart í fyrra með góöu gengi sínu í úrvalsdeildinni og komust í úr- slitakeppnina. Þeir ætla greini- lega ekki að láta þar við sitja og hafa bætt við sig nokkrum leik- mönnum fyrir átökin næsta vet- ur. Þegar hefur liðið samið við þá Pétur Má Sigurðsson, sem kom frá KFÍ og Axel Kárason frá Tindastóli, en nýjasti liösmaður Borgnesinga er makedónski landsliðsmaðurinn Dimitar Kar- djovski, sem er 22 ára gamall leikstjómandi. Valur Ingimundarson, þjálfari Borgnesinga, segist ánægður með að vera búinn að landa leik- stjómanda, en viðurkennir að hann viti ekki mjög mikið um hann. „Ég treysti mínum heim- ildarmönnum fullkomlega og það að þessi strákur skuli vera í makedónska landsliðshópnum em í sjálfu sér næg meömæli út af fyrir sig, því Makedónar em með nokkuð gott landslið. Þessi strákur á að vera öflugur alhliða leikmaður og ku geta spilað báö- ar bakvarðarstöðumar. Ætli við reynum svo ekki að fá okkur öfl- ugan Kana til að spila undir körf- unni og þá erum við að verða komnir í ágætis mál með hóp- inn, þótt auðvitað séu ailir alltaf velkomnir til okkar,“ sagöi Val- ur í samtali við DV-Sport í gær. baldur@dv.is m Forráðamenn Real Madrid hafa ákveðið að láta einn sinn dáð- asta leikmann, Luis Figo, fara frá félaginu. Real sleppir Figo Real Madrid leyfði í gær portúgalska vængmanninum Luis Figo að fara frá félaginu án greiðslu að því er spænska dagblaðið Marca greinir frá. Framarar að braggast frski vamarmaðurinn Ross McLynn hefur ekki leikið tvo síð- ustu leiki Fram í Landsbanka- deildinni vegna tognunar aftan í læri. Hann er í meðhöndlun þessa dagana en Ólafur Kristjánsson, þjálfari liðsins, telur um 60% líkur á þvl að hann verði með í næsta leik. Eggert Stefánsson er allur að koma til, hann var með á æfingu í gær og er von á því að hann snúi aftur um miðjan júní. Möguleiki er á því að hann verði í hóp gegn ÍA f næsta leik sem verður ll.júní, Iík- legra er þó að hann verði til í leik- inn gegn Fylki þann 16.júní. Þor- björn Atli Sveinsson kemur líklega aftur um svipað leyti og gæti leik- ið í Árbænum. Lengra er í Selfyss- inginn Ingólf Þórarinsson. O Callaghan farinn frá Keflavík Brian O'Callaghan, írski vam- armaðiirinn sem leikið hefur með Keflavík í Landsbankadeildinni nú í upphafi móts, er á leið til síns heima á ný og mun ekki spila ann- an leik fyrir Suðumesjafélagið. Ástæðan fýrir brottför O'Callagh- an er sú að hefði hann spilað með liðinu eftir 1. júní, daginn sem lok- að var fyrir leikmannaskiptaglugg- ann, hefði hann ekki getað spilað nema hluta af næsta tímabili í ensku knattspymunni. í tilkynn- ingu sem birtist á heimasíðu Keflavíkur kemur fram að O'Callaghan hafi verið mjög ánægður með reynslu sína af að hafa spilað fyrir Keflavík. Figo, sem er 32 ára gamall, átti eitt ár eftir af samningi sínum við Real en hefur ekki átt upp á pall- borðið hjá Wanderley Luxemburgo, sem ráðinn var til félagsins um mitt tímabil, og oftar en ekki þurft að verma varamannabekk liðsins. „Ég var settur á bekkinn án nokk- urra skýringa og þeir komu rnjög illa fram við mig. Hann sagði mér aldrei að ég væri ekki að fara að spila. Þessi framkoma þeirra hefur sært stolt mitt," sagði Figo í samtali við Marca. Ljóst þykir að þessi fyrmm knatt- spyrnumaður Evrópu mun ekki þurfa að þola skort á atvinnutilboð- um í framhaldi af brotthvarfinu frá Real og er talið liklegast að leikmað- urinn láti gamlan draum rætast með því að spreyta sig í ensku úrvals- deildinni. Lið á borð við Man.Utd. Liverpool, Middlesbrough, Totten- ham og jafnvel Everton voru öll nefnd til sögunnar í gær sem líkleg- ur áfangastaður Figos í sumar. Forráðamenn Real hafa enn ekki fengist til að staðfesta skrif Marca en Arrigo Sacchi, yfirmaður knatt- spyrnumála hjá félaginu, lét hafa eftir sér nýlega að framtíð Figos hjá félaginu væri undir honum sjálfum komin. „Ég veit ekki hvort hann verður áfram hjá okkur. Ég vona að hann verði áffam því hann er frábær leik- maður og fagmaður fram í fingur- góma. En ef hann heldur áffarn að svekkja sjálfan sig á því að fá ekki að spila eins mikið og hann vill verður það hvorki honum til framdráttar, né liðinu," sagði Sacchi. Figo var búinn að vera hjá Real Madrid í fimm ár, eða allt frá því að hann var seldur frá Barcelona árið 2000 fyrir metfé, 37 milljónir punda. Luis Figo Hefur ekki náð sérástrikmeö Real á tímabilinu en átti þó llklega ekki von á þvi að vera leysturundan samningi. Michael Owen fór á kostum. Hann er einn sá besti í heiminum „Þessi leikur var ekk- ert nýnæmi fyrir Owen, hann var bara hann sjálfur." Englendingar unnu góðan 3-2 sigur á sprækum Kólumbíumönn- um í síðari æfingaleik sfnum í B andaríkj unum f fyrrakvöld, en liðið hafði áður unnið heimamenn í Chicago. Það var Michael Owen sem stal senunni f leiknum og skoraði þrennu fyrir Englendinga, sfna fyrstu síðan hann skoraði þijú mörk í 5-1 sigri liðsins á Þjóðveijum árið 2001. Sven-Göran Eriksson var hæst- ánægður með enska liðið í leiknum og raunar á mótinu öllu, ekki síst vegna mikilla forfalla í hópnum. ÖU þessi forföll gerðu honum kleift að prófa unga leikmenn sem hafa verið að banka á landsliðsdyrnar undan- farið og nokkrir þessara leikmanna eiga að sögn þjálfarans, ágæta möguleika á að komast með á HM í Þýskalandi á næsta ári. „Ég er mjög ánægður með þessa ferð hingað til Banda- ríkjanna og við getum ver- ið mjög sáttir að ná að vinna tvo leiki í annari heimsálfu með ungt og óreynt lið,“ sagði sá sænski. „Leikmenn eins og Michael Carrick, Kieran Richard- son, Jermaine Jenas, Zat Knight og Peter Crouch komu einstaklega vel út í leikjunum og þeir eiga allir ágæta möguleika á að hljóta náð fyr- ir mínum augum þegar kemur að landsliðshópnum sem fer á HM,“ sagði Erilcsson, sem átti vart til orð til að lýsa Michael Owen eftir þrenn- una í fyrrakvöld. „Það eru einfaldlega fáir leik- menn í heiminum sem eru eins góð- ir að klára færi og hann. Þessi leikur var ekkert nýnæmi fyrir Owen, hann var bara hann sjálfiir og raðaði inn mörkunum eins og hann hefur verið að gera fyrir England alla tíð. Það að hann skuli vera orðinn einn af markahæstu mönnum landsliðsins aðeins 25 ára að aldri er ótrúlegt," sagði Eriksson. baldur@dv.is Markamaskina MichaelOwen stefnir hraðbyri að markameti Bobbys Charlton með enska landsliðinu,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.