Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2005, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2005, Page 25
FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ2005 25 DV Gottaf 'grillinu Konurgeta líka [ \ 6. Sælkerinn Margrét Þóra Þor- K láksdóttir mun halda uppi grill- Mstemmingu I allt sumar. w „Ég lagði upp með það að hafa uppskriftimar sem fjölbreyttastar og með mörgum hráefnum," segir Margrét Þóra Þorláksdóttir. Mar- grét geíur út, í samtarfi við Vöku- Helgafell, matreiðslubókina Gott af grillinu og er þetta önnur bókin í nýjum flokki matreiðslubóka en fyrsta bókin, Sumarsalöt, kom út fyrrasumar. í bókinni ætlar Mar- grét að veita lesendum aðgang að spennandi uppskriftum af ýmsu tagi fyrir sumargrillið. Margrét ætlar að brjóta upp íslenskar hefðir í bókinni og vera með „kosmópólítanismann" á boðstólum ásamt fersku meðlæti. „Ég legg mesta áherslu á kjötið en er líka með eitthvað af fisk. Svo kem ég með nýja tegundir af grill- mat, sverðfisk, túnfisk, skötusel og þannig. Ég hef alltaf verið spennt fyrir stórum steikum með litlu meðlæti. Bókin er unnin að hluta til í samstarfi við Weber-grill. Þeir eru að kynna mikið af nýjum grill- aðferðum sem hafa ekki þekkst áður hér á landi." í bókinni er að finna matargerð héðan og þaðan af jarðkringlunni. Bók Margrétar Full afdýrindis grillréttum. Nú geta allir grillaö. „Þetta er ekki bara ítalskt eða franskt heldur tælenskt og mikið austurlenskt. Svo erum við með mikið af forréttum og svoleiðis.“ Gera má ráð fyrir að matarilm- urinn muni halda landsmönnum í heljargreipum í allt sumar. Að lok- um segir Margrét: „Ég er bara fyrst og fremst áhugamanneskja um mat. Mér finnst bæði gott að borða hann og mjög gaman að gera til- raunir í matargerð. Bara hreinrækt- aður áhugamaður." Ferskar fíkjur í hráskinku 200 g taleggio- eða mozzarella- ostur 12 fíkjm, ferskar 12 sneiðar hráskinka 4 msk ólífuolía 11/2 msk balsamikedik salt og nýmalaðm pipar 1 poki klettasalat Skiptið ostinum í 12 sneiðar. Skerið fíkjumar í tvennt. Setjið eina sneið af ostinum á milli fíkju- helminganna og pakkið þeim inn í hráskinkuna. Þeytið ólífuolíu og balsamik- edik saman og kryddið með salti og pipar. Penslið ólífuolfu á skinkupakkana. Grillið þá óbeint á meðalheitu grilli í 8-10 mínútur eða þar til ostminn hefúr bráðn- að. Látið fíkjmnar á disk og hellið ólífúolíu- og balsamikblöndunni yfir. Berið fram strax. Gott að bera fram með klettasalati. Kálfafillet með jarðarberjasósu 600 g kálfafillet marínering 1 msk óreganó, smátt saxað 1 msk ólífuolía 1 hvítlauksrif, marið salt og nýmalaður pipar jarðarberjasósa 1 boxjarðarber 1 msk balsamikedik 1 sítróna, safi og börkm 1/2 mskólífuolía 1- 2 tsksykur 2- 3 msk vorlaukm, smátt saxaður Blandið saman öllu hráefninu í maríneringuna. Skerið kálfakjötið í fernt og setjið bitana í mót. Hellið maríneringunni yfir og látið maríner- ast í a.m.k. eina klukkustund. Jarðarberjasósa Setjið helminginn af jarðarberjunum í matvinnsluvél ásamt sítrónu- berki og -safa, ólífuolíu, balsamikediki og sykri. Smakkið til með vorlauk, salti og nýmöluðum pipar. Skerið afganginn af jarðarbeijunum í tvennt og blandið þeim saman við maukið. Setjið í lítinn pott og látið suðuna koma varlega upp. Grillið kálfakjötið beint á heitu grilli í 6-8 mínútm - það fer eftir smekk hvers og eins hversu mikið það á að vera steikt. Snúið einu sinni á meðan. Setjið kjötið á fat og látið það standa í 5 mínútm áðm en það er borið fram með heitri sósunni. • Varast ber að nota gaffal þegar hráefni er snúið á grillinu. Betra er að nota spaða eða tangir því að annars er hætta á að dýrmætur safi leki úr. • Ekki skal fylgja leiðbeiningum of nákvæmlega þvf að tíminn fer alfarið eftir magni, þyngd og lögun matarins. Jafnvel veðrið getur skipt máli. Einnig þarf að taka tillit til þess að engin tvö grill eru eins og því þarf hver og einn að taka mið af sínu grilli. ® Fjarlægið sem mesta fitu af hráefninu, þá minnka líkurnará að kvikni í matnum. © Ef notuð eru grillkol er mikilvægt að nota ekki of mikið af grillolíu, það get- ur komið af stað miklum eldglæringum og stofnað lífi og limum grillmeistar- ans í hættu.Til eru sérstak ir strompar sem kolin eru sett ofan f þannig að ekki er þörf á að nota grillolíu. ® Ekki láta hráefnin snertast á grillfletinum því að það kemur í veg fyrir að allar hliðar eld- ist jafnt. Margrát Þóra Þoriáksdóttir er hreinræktuð áhugamanneskja um matreiðslu og allt sem við kemur henni. Hún er að gefa út sína fyrstu matreiðsiubók og ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur ryðst beint inn í karlaheim gasgrillanna. Fimm heitir hlutir sem þú verður að eiga fyrir sumarið. Óiifíuolíu-línan frá L'Occitane er ómissandi (vörunum eru öll stein- efni og vítamfn sem lík- aminn þarf á að halda f sólinni. Þú verður silki- mjúkog sæt f allt sumar. iPod Shuffle Lítið og sætt. Passar ofan í alla vasa og það komast 240 lög á hann. Fullkomið fyrir sumarsmellina. Notaður sumarkjóll í öllum regnbogans litum úr Spútnik eða pantaður á eBay. Vertu þorin og villt (sumar. Þvf stærri því betri. Appelsínugult naglalakk Djarft og eldheitt (sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.