Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2005, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2005, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 13. JÚNl2005 Sport DV Egill Már Markússon og Erlendur Eiríksson dómarar spiluðu stórt hlutverk í leikjum Fram og ÍA annars vegar og Þróttar og FH hins vegar. í bæði skipti markaði ákvörðun þeirra þáttaskil í leikjunum. Uónmp árníi sl mörltiii Hjörtur Hjartarson virtist skora löglegt mark fyrir ÍA gegn Fram í Laugardalnum í gær og brot Ingva Sveinssonar Þróttara áÁsgeiri Gunnari Ásgeirssyni í Kaplakrikanum virtist æði saklaust. Niðurstaðan í Laugardalnum var markalaust jafntefli en í Kaplakrika skoraði Tryggvi Guðmundsson úr vítaspyrnunni og gerði þar með út um allar vonir Þróttara um að næla í minnst eitt stig úr viðureigninni. Fyrsta markalausa jafntefli sum- arsins varð í Laugardal um helgina í leik Fram og ÍA. Reyndar náði Hjört- ur Hjartarson sóknarmaður ÍÁ að koma knettinum í netið í fyrri hálf- leik með bakfallsspyrnu en Egifl Már Markússon dæmdi að hann hefði brotið á Gunnari Sigurðssyni. „Það er gjörsamlega óþolandi þegar dóm- arar standa sig ekki í stykkinu varð- andi þetta. f leiknum sjálfum fannst mér ég fara kannski örlítið í hann en þegar ég sá þetta betur í sjónvarpinu stekk ég bara upp með Gunna og hann reynir að grípa boltann fyrir ofan mig en missir hann. Það er af- skaplega lítil snerting og þar að auki gerist þetta fyrir utan markteig. Egill var bara ekki nógu kjarkaður til að fara út fyrir normið þar sem allir dómarar gefa markvörðum ákveðna friðhelgi. Annars fínnst mér Egill einn af okkar betri dómurum og hann dæmir oftast vel hjá okkur. Markmenn fá að sparka í menn fram og til baka, setja sólann upp og svoleiðis án þess að nokkuð sé dæmt. En maður má varla setja öxl- ina í þá án þess að fá gult spjald. Menn eru sífellt að tala um að reyna að Qölga mörkum og því þarf að endurskoða svona atvik. Það hefði gert mjög mikið fyrir leikinn ef þetta mark hefði fengið að standa." sagði Hjörtur. Gunnar Sigurðsson, markvörður Fram, segir að Hjörtur hafi keyrt inn í sig og telur dóm Egils hafa verið réttan. „Samkvæmt reglunum er þetta réttur dómur að mínu mati, það hefur reyndar oft verið brotið á mér verr en þetta og ekkert verið dærnt." sagði Gunnar. FH-ingar heppnir að fá víti Vítaspyrnan sem FH fékk á móti Þrótti var afar umdeild. Páll Einarsson, fyrirliði Þróttar, var ekki ánægður þegar rætt var við hann eftir leik og sagði klárt mál að þetta hefði % m ekki ^ verið víti. Ás- geir Gunnar Ásgeirsson, leikmaður FH, sem átti að hafa verið brotið á í atvikinu, sagðist vera viss um að víti hafi ver- ið réttur dómur. „Ég fékk boltann aðeins fyrir aftan og þurfti því að hægja á mér snögglega til þess að ná boltan- um. Þá er hlaupið aftan á mig og við það missti ég jafn- vægið. Ég held að það hafi ekki verið hægt að gera neitt annað en dæma víti.“ Ingvi Sveinsson, leikmaður Þróttar, var í baráttu við Ásgeir þegar vítið var dæmt. „Þetta var alls ekki víti, alveg klárlega. Það var þarna einhver smá snerting en alls ekki næg til þess að koma manninum úr jafnvægi. Það er alltaf ergilegt þegar svona kemur fyrir, því við vorum vel inni í leiknum fram að vítinu.“ Ásgeir Elíasson, þjálfari Þrótt- ar, sagði dóminn vafasaman. „Ég fékk á tilfinninguna að dómarinn væri að bæta þeim upp fyrir rang- stöðuna rétt á undan, þeg- ar FH- menn voru í góðu færi.“ Ásgeir sagði þegar þetta kemur upp og við það missum við tökin á spilinu. FH er gott lið sem erfitt er að eiga við, sérstaklega þegar svona atvik falla þeim í hag.“ FH-ingar unnu leikinn, 3-1, og héldu því áfram sigurgöngu sinni í Landsbankadeild karla. Þróttarar eru hins vegar enn án sigurs og staddir í næstneðsta sæti deildarinnar. kraftinn hafa far- ið úr sín- um mönn- um við vít- ið. „Við vor- um búnir að vera spila ágætlega í seinni hálfleik elvar@dv.is, magnush&dv.is neilt við dómarann Erlendur Eiriksson fær hér að heyra það frá Pdli Einarssyni fynrliða Þróttar og TryggvaGuðmundssyniFH-ing,v^ndpáiiBefgmann ÍBV vann góðan sigur á KR í Vestmannaeyjum, 2-1 Þriðja tap KR •• S ro KR-ingar töpuðu í gær sínum þriðja leik í röð í Landsbankadeild karla í knattspyrnu og hefur það ekki gerst á einu tímabili síðan 1993. Var þetta fyrsti sigur ÍBV á tímabilinu og um leið fyrstu stig liðsins í sumar. Það voru talsverðar breytingar á liðsskipan beggja liða. Steingrímur Jóhannesson var settur á bekkinn og FH-ingurinn Heimir Snær Guðmundsson var í byrjunarliðinu í hans stað. Þá var Garðar Jóhannsson í fyrsta sinn í byrjunarliði KR en Arnar Gunnlaugsson sat á bekknum ásamt bróður sínum, Bjarka. Þá vék Helmis Matute fyrir Gunnari Einarssyni. Eyjamenn voru talsvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og voru óheppnir að skora aðeins eitt mark. Matthew Platt var þar að verki eftir góðan undirbúning Magnúsar Más Lúðvíkssonar. Hann skaut svo í slá skömmu síðar. KR-ingar mættu grimmir til leiks í síðari hálfleik og ætluðu greinilega að bæta fyrir ófarirnar. En á 58. mínútu slapp Ian Jeffs einn inn fyrir vörn KR og skoraði fram hjá Kristjáni í marki KR. Eftir það bökkuðu Eyjamenn talsvert og urðu manni færri er Bjarna Hólm Aðalsteinssyni var sýnt rauða spjaldið fyrir að ýta við Kristjáni Finnbogasyni. Aðeins mínútu síðar minnkuðu KR-ingar muninn, reyndar með sjálfsmarki eftir að Grétar Hjartarson hafði skotið að marki. Þetta eru bagaleg úrslit fyrir þjálfara KR, Magnús Gylfason sem þjálfaði einmitt ÍBV í fyrra. Eitt er víst að KR-ingar sætta sig ekki við að tapa þremur leikjum í röð og er því talsverð pressa á Magnúsi nú. Valur fór létt með ÍBV Valsstúlkur gerðu góða ferð til Vestmannaeyja á laugardag og skefltu ÍBV 7-1. Margrét Iúra Viðarsdóttir var þar að leika gegn sínurn fyrrum samlierjum og það tók hana aðeins um 50 sekúndur að skora fyrsta markið og opnaði þar með iióðgáttirnar. Hún bætti við öðru marki síðar í leiknum en Laufey Ólafsdóttir var besti maður vallarins og skoraði ijögur mörk í leiknurn en liitt mark Vals gerði Rakel Logadóttir. Bryndís Jóhannesdóttir skoraði eina mark ÍBV. Valsstúlkur eru því á toppi deildarinnar með jafnmörg stig en betri markatölu en Breiðabliki sem á leik inni f ÆjmmS gegn Stjörnunni á SjgLM morgun. ÍBV* ‘ ~ er í fimmta sæti. með þrjú stig úr C. ijóntm Jr leikjttm ' ' sfnum til Þessa. : Heiðar tll Wigan? Paul Jewell framkvæmdastjóri Wigan er víst til í að eyða 1,5 milljónum punda í íslenska landsliðsmanninn Heiðar Helguson samkvæmt frétt á vefsíðu Teaintalk. Heiðar er einn eftirsóttasti leikmaður ensku 1. deildarinnar og ljóst er að erfitt verður frTir Watford aö halda í hann en öll þrjú liðin sem unnu sér inn sæti í úrvalsdeildinni úr 1. deild á nýafstöðnu tímabili hafa sýnt Heiðari álutga, þar á meðal hefur Stmderland þegar konúð tiiéð tilboð í leikmannitm upp á 1 milljón punda en því var hafnað af Watford. Talið t,, . er að liðið vilji fá minnst 2 milljónir punda fyrir Heiðar sem er . ^ vístlíklegur Æ sjást í N& úrvals- y Vr, fjfff 1 deildinni næsta , © vetur. Laurent Robert til Bolton Boiton var að krækja í franska vængmanninn Laurent Robert frá Newcastle. Robert hefur verið óánægður hjá Newcastle í langan tíma, en hon- unt og Graeme Souness hefur ekki verið vel til vina st'öan Sou- ness tók við stjórnartaunmnum hjá Newcastle. Robert var fyrir skömmu orðaður við Manchest- er City, í tengslum við boð Neweastle í Shaun Wright- Phtllips, en valdi frekar að ganga til liðs við Bolton. Robert á bara cftir aö ' gangast undir v ^ j, j læknisskoðun. f' A r ~ þar sent sam- Jm M komulag hefttr Æ náðst uni .ÍÉrejjr kalip ðgÆFW m 4 kjör núlli f \W jfí I Bolton ^ m < I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.