Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2005, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2005, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 13.JÚNÍ2005 Sport DV ¥ & í Hnefaleikakappinn MikeTyson tapaði fyrir hinum írska Kevin McBride í hringn- um aðfaranótt sunnudags. Bardaginn átti að marka endurkomu Tyson í hringinn en hann fór á annan veg og Tyson segist hættur. Þriðji sigur Roddicks Bandaríski tenniskappinn Andv Roddick sigraöi í þriðja skiptið í röð á Queens-mótinu, sem fram fer í Bandaríkjunum ár hvert. Hann mætti Ivan Karlovic óvænt í úrslitum, en fáir höfðu spáð því að hann gæti komist í úrslit. „Ég vissi að þetta yrði erfitt því Karlovíc hefur sennilega bestu uppgjafir sem ég hef séð og það var erfitt að eiga við þær. Eftir að ég náði aó stjórna spilinu kom þetta hjá mér, og sigurinn var aldrei í hættu," sagði Roddick eftir úr- fris Anna SkuladonirMuu. vel á Meistaramóti FRI Iboðhlc Hún var l framvarðasveit ungmenna sem stálu senunm keooninni á Sauðárkróki. WftoPFú "'Jmfe-j ri9 MéáMSSí Ekki er hægt að segja annað en að ferill bandaríska boxarans Mike Tyson hafi verið anski skrautlegur, bæði innan hringsins og utan hans. Nú er ferli þessa fyrrum heimsmeistara í þunga- vigt lokið að hans sögn eftir tap gegn Kevin McBride um helgina. Fyrir bardagann var Tyson sigurviss að vanda og voru flestir sammála honum og bjuggust við sigri hans, en sú varð ekki raunin. Eftir sex lotur var engin orka eftir í honum og hann gafst upp. „Ég mun ekki fara aftur í hringinn. Ástæð- an fyrir því að ég tók þennan bardaga er sú að mér vantaði pening til að borga reikning- ana. Ég er ekki sama viliidýrið og ég var og hef ekki sama áhuga og ástríðu til hnefa- leika lengur. Þetta er bara ekki hægt lengur, ‘ ég get ekki haldið áfram að ljúga að sjálfum mér og nið- urlægja íþróttina." sagði Tyson eftir bardagann en eins og áður sagði lauk honum eftir sex lotur. Tyson skuldar háar fjárhæðir eftir að hafa lýst yfir gjald- þroti. Upphafið hjá McBride Tyson byrjaði bardagann ágæt- lega en átti síðan undir högg að sækja og var gjörsamlega búinn þeg- ar bjallan hringdi lok sjöttu lotu. Sú lota var ansi viðburðarík þar sem Tyson fékk refsistig fyrir að skalla McBride en við það opnaðist skurð- ur undir vinstra auga hans. Eftir það sótti McBride hart að Tyson sem leitaði skjóls upp við kaðlana. Þegar lotunni var lokið fékk Tyson sér sæti og ræddi við þjálfara sinn, Jeff Fenech, sem gaf dómaranum Joe Cortez merki um að hann gæti ekki haldið áfram. Cortez stöðvaði þá bardagann og McBride fagnaði sigri. „Hann er mikill stríðsmaður, einn sá besti í sögunni. Ég veit ekki hvort þetta sé endirinn hjá Tyson en þetta er að minnsta kosti upphaflð hjá mér, ég náði að sanna mig.“ sagði McBride eftir sigurinn í bar- daganum sem færði honum 80.000 pund, en Tyson fékk hinsvegar 2,75 milljónir punda. „Þessi sigur var ekki bara fýrir mig, þetta var sigur fýrir írland." Tyson og vitleysan Þetta var þriðja tapið hjá Tyson í síðustu fjórum bardögum og mark- ar lokin á ferli sem spannar 20 ár. Hann var yngsti hnefaleikameistari sögunnar en er nú 39 ára. Hann á 50 sigra að baki og þar af voru 44 með rothöggi, hann tapaði sex bardög- um. Þrátt fyrir þennan glæsilega árangur eru margir mjög ljótir blettir á ferli hans. Hann var sak- felldur fyrir nauðg- un og líkamsárás auk þess sem hann hefur verið ákærður fyrir ýmislegt annað. Þá hlaut hann eins árs keppnisbann þegar hann beit í eyra Evander Holyfield í bardaga þeirra árið 1997. Tyson hefur unnið ótrúlegar upphæðir á ferlinum en eytt nær öll- um peningunum í vitleysu auk þess sem samstarfsmenn hans rændu drjúgt frá honum. Svo kom skattur- inn í bakið á honum og setti hann endanlega á kúpuna. Hann þurfti að selja stóra húsið sitt, segja upp 40 manna fylgdarliði og selja alla 28 bfl- ana sína og flytja í þriggja herbergja íbúð. elvar@dv.is „Ég er ekki sama villi- dýrið og ég var og hef ekki sama áhuga og ástríðu til hnefaleika lengur. Þetta er bara ekki hægt lengur, ég get ekki haldið áfram að Ijúga að sjálfum mér og niðurlægja íþróttina." Búið spil MikeTyson hefur lokiö^eppnil | hnefaleikum. Ferill hansvar g læsturtil að byria meö en slöan hann tapaði fyrir Evander HolyTield árið 1997 og beit bita af eyra hans hefur hann verið afar umdeildur. I slöasta bardaga slnum tapaði hann fyrir lltt þekktum Ira, Kevm McBrlde' Hordic Photos/Getty Unglingarnir stálu senunni slitaleikinn. Sig- urinn á Queens-mót- inu ætti að færa Rodd- ick aukið S sjálfs- traust fyr- ir Wimbledon- mótið sem er framund- Montgomery og fones frá sínu besta Auðkýfingar fylgjast með Glazer Eigendur félaga í NFL-deiId- inni í Bandaríkjunum fylgjast grannt með því hvernig Malcolm Glazer reiðir af hjá Manchester United. „Það myndast mikil markaðsleg tengsl milli íþrótta hér í Banda- rikjunum og í Evrópu, og því er rökrétt að við skoðum mögu- Ieika á f járfestingum í Evrópu,“ segir Clark Hunt, eigandi liðsins Kansas City Chiefs. Bretar hafa töluverðar áhyggjur af þessari þróun og vonast til þess aó áhugi Bandaríkjamannanna beinist annað. „Ég bið aðdáendur Manchester United að sýna still- ingu og vera þolinmóða. Þeir verða að gefa Glazer möguleika á því að vinna vinnuna sína. Ef ntaður cr í rekstri íþróttafélaga er árangur mesta vítamíns- sprauta sem reksturinn getur fengið, svo einfalt er það.“ Meistaramót FRÍ á Sauðárkróki: Fyrsta meistara- mót Frjálsí- þróttasam- . bands ís- ,-:V lands í sum- .; ar fór fram á Sauðár- króki um helgina, en 1 keppt var í lang- hlaupum ;; og fjöl- þraut, . | bæði karla og kvenna. Tvær ungar stelpur úr ÍR, Kristín Birna Ólafsdóttir og Þóra Kristín Páls- dóttir, náðu góðum árangri í fjöl- þrautinni og virðast þær eiga bjarta framtíð í frjálsum. Þóra Kristín náði lágmarki inn á heims- meistaramót unglinga sautján ára og yngri, en þar þurfti hún að ná fjögur þúsund og tvö hundruð stigum. Þráinn Hafsteinsson, þjálfari hjá ÍR, var ánægður með árangurinn. „Kristín var búin að setja sér háleitari markmið en þetta, en meiddist illa í mars og var frá æfingum í tvo mánuði. Hún er á hraðri uppleið núna og ég er ánægður með það. Þóra Kristín stóð sig einnig mjög vel eins og aðrir keppendur frá IR og það er að sjálfsögðu gleðiefni fyr- ir mig.“ Kristín Birna Ólafsdóttir bætti árangur sinn í sjöþrautinni og var nálægt því að komast í fimm þús- und stigin. Sveinn Elías Elíasson, sextán ára strákur úr Fjölni, náði einnig athyglisverðum árangri og hefur þegar náð lágmarki á heimsmeist- aramót sautján ára og yngri. Gunnar Sigurðsson, mótsstjóri, var ánægður með mótið. „Við vor- um heppin með veður og mótið gekk vel. Það náðist athyglisverð- ur árangur, sérstaklega hjá unga fólkinu. Framtíðin er björt í frjálsum íþróttum á íslandi.“ -mh Tim Montgomery og Marion Jones náðu sér ekki á strik á frjálsíþróttamóti í Mexíkó um hclgina, og voru langt frá sínu besta. Montgomery, sem bíður niðurstöðu rannsókna á meintu lyfjamisferli hans, hafnaði í f jórða sæti og hefur ekki verið svo neðarlega í nokkur ár. Hann var þó bjartsýnn á framfarir. „Ég er orðinn þrjátíu ára núna, og það er með mig eins og vínið, ég verð betri með aldrinum." Marion Jones, sem æfir með Montgomery, var einnig í f jórða sæti, en Chandra Sturrup frá Bahamaeyjum sigraði á mótinu. Bæði Montgomery og Jones hafa verið sökuð um ólöglega lyfja- notkun og þurfa því nauðsyn- lega á góó- um ár- angri að halda nú, þar sem þau eru undir ströngu eftirliti lækna. an.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.