Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2005, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2005, Blaðsíða 31
DV Lífið FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ2005 3 7 Ástrós Einarsdóttir er mikill aðdáandi Birgittu Haukdal Hún heldur úti síðunni Birgittaworld.com en bróðir hennar sá um að hanna hana. Birgitta er mjög ánægð með síðuna. Mamli Blrglttu Haukúa! meö hemíðu „Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Birgittu og langaði að halda úti síðu um hana,“ segir Ástrós Einarsdóttir sem er 16 ára gömul Ilafnarfjarðar- mær og vefstjóri heimasíðunnar birgittaworid.com, aðdáendasíðu Birgittu Haukdal. „Ég fékk bróður minn til að hjálpa mér við þetta. Hann hannaði síðuna og sá um aila forritun en ég sé um að finna ailt efiii og það sem er inni á síðunni," segir Ástrós. Aðdáandi frá fyrsta smelli Ástrós hefur verið aðdáandi Birgittu um langa hríð eða allt frá því hún heyrði fyrst lagið „Fingur" sem var fyrsti smellur írafárs. Það var svo í fyrrahaust sem hún ákvað að fá bróð- ur sinn í lið með sér og gera síðu um poppdrottninguna frægu. „Ég á alla diskana með henni og fylgist vel með því sem hún er að gera," segirÁstrós. Hún sér um að finna aflt efni og myndir á síðuna og óhætt er að segja að allt sé unnið af mikiUi fagmennsku. Oft er það tilfellið þegar um svona aðdáendasíður er að ræða að orð eins og auðvitað verði „audda," eitthvað verði, „ekkva" og svo framvegis. Sú er ekki raunin á síðu Ástrósar og hún er laus við ailt gelgju- yfirbragð, fagmennskan ræður rflcj- Birgitta missti meydóminn 17 ára Aðdáendasíðan hefur að geyma miklar upplýsingar um söngkonuna geðþekku. „Þetta er eitthvað sem ég hef lesið til dæmis í DV og svo hef ég tekið þetta upp úr viðtölum við hana í sjónvarpi og útvarpi," segir Ástrós en hægt er að fræðast um ótrúlegustu hluti er snúa að poppstjörnunni. Blaðamaður veit allavega núna hvenær Birgitta missti meydóminn en það mun hafa verið þegar hún var sautján ára. Það kemur ffam á síð- unrú eins og svo margt annað. „Hún missti þetta út úr sér í 70 mínútum á Popptíví og ég var að horfa," segir Ástrós og hlær. Einnig eru kærastamál Birgittu ígrunduð að einhverju leyú. „Mér Kst bara jafn- vel á þá báða," segir Ástrós um þá Hanna Bach og Benedikt Einarsson en þeir hafa báðir verið kærastar Birgittu. Sá síðamefndi er þess heið- urs aðnjótandi enn þann dag í dag. Tekur viðtal við Birgittu Síðan fellur vel í kramið hjá aðdá- endum Birgittu og hefur Ástrós hlotið talsvert lof frá þeim. Einhveijar nei- kvæðar raddir hafa látið í sér heyra en Ástrós telur lfldegt að öfundsýki spili þar inn í. „Síðan er vinsæl, það komu til dæmis einn daginn 2000 manns inn á hana," segirÁstrós. Birgitta Haukdal er sjálf í skýj- unum yfir síðunni en á heima- síðu írafárs skrifar poppstjaman meðal annars: ,Æðisleg síða með frábærum og fullt af mynd- um af okkur í írafár. Hún Ástrós og bróðir hennar sjá um síðuna og vinna ffábært verk þar;) KQdð endiíega þangað;)" segir Birgitta Haukdal sem er að vonum ánægð með þessa glæsilegu síðu. Ástrós segist ekki þekkja Birgittu per- sónulega en þær viti al- veg af hvor annarri. „Hún veit alveg hvað , ég heiti og heilsar mér viðtal við hana í dag [gær] og það verður ábyggilega mjög gaman," segirÁstrós að lokum. soli@dv.is Her eru nokkrir fróðleiksmolar sem birtast á síðunni. Birt með góðfúslegu leyfi Ástrósar Einarsdóttur. Vissir þú að... „ „ •••ðifgitta missti meydóminn þegar hún var 17 ára! þegar ég hitú hana,“ -Blr9itta staleinu sinni ávísanahefti frá mömmu segir Ástrós. í gær vom s'n?' Pe9°r hún var lítil og reyndi að kaupa nammi þær stöllur þó á leið tyr'r. sl? °9 vinkonur sinarl að kynnast betur: „Ég Cr ekl<' st°i* afÞví að vera ISéð og heyrt- ...Sirgitto klæddisig í nærbuxur (g-streng) sem var ustú9fmOX7SSaölnæSt,tm áSig ÚrSPenn,n9ÍáSlð- ustu fm957-verðlaunahátíðinni! ...Birgitta ermeð tattú á rassinúm! ...Birgittu finnst best að sofa nakin! ...99% af nærbuxum Birgittu eru g-strengirl caWorld COiTi Dagur Kári elskar Fíatinn Þeir sem séð hafa nýjustu mynd Dags Kára Péturssonar, hina frábæm Voksne Mennesker, vita að dúkku- legur smábfll af tegundinni Fiat 500 leikur stórt hlutverk í henni. Leik- stjórinn er mikill áhugamaður um þessa bfltegund og á sjálfur tvo. Ftmm nunnur á hraðbraut „Ég er með einn héma á íslandi og annan úti í Danmörku," segir Dagur. „Einn er 1974 módel, hinn 1978. Ég hef verið aðdáandi þessara bíla síðan ég var krakki, eða síðan ég sá fimm nunnur á svona bíl á hraðbraut í Frakklandi. Það var ekki aftur snúið." Degi þykir hönnunin falleg. Hann er þó greinilega ekki mikið fyrir hrað- skreiða bíla. „Það fer nú bara efúr því hvað er mikiil meðvindur hvað ég kemst hratt, en á góðum degi næ ég 90 km hraða. Þetta eyðir náttúrlega sáraliúu en er ekki beint langferða- bíll. Kjörinn í innanbæjarsnatt. Vélin er aftur í og bensíntankurinn fram í svo hann er góður í snjó." „Það fer nú bara eftir því hvað er mikill með- vindur hvað ég kemst hratt, en á góðum degi næ ég 90 km hraða." Næsta mynd langt komin Dagur segir að Voksne Menn- esker gangi ágæúega. „Það em samt allir á leiðinni á hana, finnst mér,“ segir hann. Dagur er búinn að vera á kynningarferðalögum og hyggst taka aðra rispu í haust. í sumar ætiar hann að slappa af á íslandi með konu og ungri dóttur. Fara meðal annars vestur á Ísaíjörð í frí. Samt ekki á Fíatnum. - „Honum hefur lengst verið ekið í Grímsnesið," segir Dagur. Hann er langt kominn með handrit að næstu mynd en er auðvit- að þögull sem gröfin um hana. „Það er óvarlegt að segja of mikið á þessu viðkvæma stigi. En myndin á gerast í bflnum„Hom//n hefurlengstverið ekið i Grlmsnesið." stórborg. Ég sé New York fyrir mér, en það verður samt reynt að taka hana eitthvað hérlendis. Ætli tökur byrji ekki snemma á næsta ári svo það er svona sirka eitt og hálft ár þar til hún kemuríbíó." Jón Sæmundur Auðarson listamaður er 39 ára. „Maðurinn er kjarkaður, gáfaður og er fær um að takast á við erfiðar að- stæður á jákvæðan máta og það er aðdáun- arvert vissulega. Mað- urinn tekst á við hindr- anir á opinn og hreinskil- inn hátt," segir í stjörnuspá hans. A t% v Jón Sæmundur Auðarson Vatnsberinn r20.jan.-i8. tdx.) Blóm langana þinna opnast og þú tekur með jákvæðum huga á móti meðfæddri tilhneigingu þinni til að upplifa trygglyndi og stórkostleg ævintýri sem ástin er fær um að skapa, kæri vatnsberi. Fiskamirf??. febr.-20. mars) Orkuflæði þitt er öflugt en þú ættir að huga vel að smáatriðum Ifð- andi stundar og hafa hugfast að stolt þitt er án efa tvfeggjaö. Þú ættir að nota það á jákvæðan hátt ef þú tilheyrir stjörnu fiska. Hrúturinnfí/.mure-is.íi Þú þarfnast félaga sem er jafn ákveðinn og þú, sem krefst virðingar, næmni og jafnréttis. Hér þarfnast þú að sama skapi rýmis, frelsi til breytinga og tilrauna, til að finna þér nýjar ögranir og yfirvinna þær meðvitað. Nautið (20. apríl-20. mal) Ekki berjast gegn tilfinningum þínum ef þú tilheyrir stjörnu nautsins. Slakaðu vel á og hlustaðu á skilaboð hjarta þíns. o o Tvíburarnirff/. mal-2ljúni) Þú ættir að líta í eigin barm þessa dagana og fara að deila því sem þú sérð og upplifir innra með þér með félaga (elskhuga) sem tengist þér og er fær um að gefa þér dýrmætan stuðn- ing. Krabbinng2.jiinf-22./ii/o Ef þú ert fædd/ur undir stjörnu krabbans mættir þú gera meira af þvf að setja þér tfmamörk og taka á málum líðandi stundar. i)Ón\b(23.júil-22.ágúsl) Djúpar ástríður þínar efla þig dagana framundan og þér tekst að leysa vandamálin sem fylgja lífsmáta þínum og þú virðist nota starf þitt til að fá útrás. Meyjan (23. ágúst-22. sept.) Þú kannt að vera feimin/n við einhvern sem þú umgengst f júní en hleypir viðkomandi ekki inn í skel þína. Vogin (23. sept.-23. okt.) Þessa dagana getur þú vissu- lega leyst tilfinningar þínar úr læðingi ef þú ert fædd/ur undir stjörnu vogar og algjörlega óháð/ur þeim (góður kostur). Langanir þínar rætast í fyllingu tímans ef þú aðeins sýnir biðlund. Sporðdrekinn (2iokt.-2t.n0v.) Hugaðu vel að öðrum og skynjaðu og upplifðu það sem heldur Iffsvef þínum saman. Bogmaðurinnc/.nói/.-/).*.; Bogmaður birtist orkumikill en á það til að vera óþolinmóður þegar kemur að smáatriðum (á vel við þessa dagana). Steingeitingzi/ei-?9.jflfl.) Hógværð þín getur reynst þér vel þegar fram í sækir og er án efa heillandi eiginleiki í fari þfnu, kæra steingeit. Hér kemur einnig fram að þegar hjarta þitt opnast og er ekki bundið neinu framkvæmir þú án erfiðis og leyfir þér að stjórna tilfinningagátt- um þínum algerlega og einmitt þannig eflir þú sjálfið á jákvæðan máta. 0 SPÁMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.