Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2005, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2005, Síða 3
DV Fyrst og fremst LAUGARDAGUR 7 7. SEPTEMBER 2005 3 Spurning dagsiiu Ætti að leyfa endurvarp á klámrásum á íslandi? „Ég hefekki persónulega áhuga, svo sem." „Já,já. Það er áreiðanlega einhver sem hefur gaman að því. 365 ætti að skella sér í það." Hulda Bjarkar, verslunarkona. „Já, af hverju ekki? Þetta er list. Menn ættu að geta valið um þetta eins og margt annað." Reynir Már Ólafsson, smiður. „Það mætti vera í áskriftarsjón- varpi. En geta menn annars 'kki náð í þetta á netinu?" Ólafur Mar- geirsson, stærðfræð- ingur. Ég veit það ekki...jú ætli það ekki?" Lára Guð- mundsdóttir, nemi íVersló. Erótík = klám = list? Ekki endilega,en fólk hefur almennt víðsýni í huga og hjarta gagnvart misjöfnum þörfum samborgara sinna. Ákveðin vatnaskil „Vaninn er sterkur og bragðlaukarnir taka ekki hverju sem er. Þótt ég borði miklu minna nammi en hér áður fyrr, finnst mér stundum gott að stelast í svolítið gotterí og held þá fast við fornar hefðir. Fjólublár Lakerol kemur þar sterkur inn. Og ekki síð- ur blár Opal sem bragðast ekki eins og annað nammi, skilur eftir sig seiðandi eftirbragð og nánast kallar á aðra pillu þegar sú fyrri hefur bráðnað uppi í manni. Og nú er búið að taka þessa nautn frá manni. Ekkert má lengur! Þeir eru hættir að fram- Deilt í fleirtölu leiða bláa Opalinn - það eru ákveðin vatnaskil, eins og sést á þessari myndskreytingu sem ég fékk senda í tölvupósti. Auðvitað er alltaf hægt að dramatísera alla hluti, en því verður samt ekki á móti mælt að í þessum efn- um verður ekkert eins og áður.“ Björn Ingi Hrafnsson skrifar a heimasiöu sma bjornmgi.is „í dagbókarfærslu á vef sínum fjallar Bjöm Bjarnason meðal annars um nýliðnar kosn- ingar í Noregi og örlög Evr- ópuumræðunn- ar, en það fór lítið fyrir henni í að- draganda kosninganna. Þetta virðist gefa honum tilefni til að senda mér sneið en ein- hverra hluta vegna vill hann frekar hafa mig í fleir- tölu og segir: „Hvað hafa margir Eirikir Bergmann spáð þvi, að nú myndi ís- land lenda í vanda, af því að Noregur ætlaði í Evrópusam- bandið?,, Þetta þykja mér merkileg ummæli hjá Birni þvi ég hef einmitt, öfugt við það sem Björn heldur fram,varað eindregið við þvi að við íslendingar séum að draga Noreg of mikið inn í umræður okkar um Evrópumálin, - fyrir utan auð- vitað að ræða sameiginleg örlög í EES en hvorugt land- ið getur lifað þar án hins.“ Eiríkur Bergmann Einarsson skrifar á eirikurbergmann.hexia.net Hallgrímur Helgason skrifar í DV á laugardögum. Hann fór tíl Flórída í frí - í kortér. Kortér í Flórída Ég var að ráfa um netheima í leit að umsögnum um ís- lensku myndimar á Toronto-hátíðinni þegar skjárinn fyllt- ist af upphrópunum: „Til hamingju! Þú hefur unnið $2000 ferðavinning! Það eina sem þú þarft að gera er að hringja í þetta símanúmer!" Ég hallaði mér aftur í stólnum. Og leit á frúna þar sem hún lá í sófanum með yngra bamið á brjósti. Hún hefði nú gott af smá fríi. „Special T Travel, may I help you?“ sagði dísæt og sam- anpressuð rödd sem minnti helst á talandi Snickers- súkkulaði. Ég gaf henni upp vinningsnúmerið sem blikkaði áf skjánum, hún óskaði mér til hamingju og þuldi svo upp hvað fælist í vinningnum: 7 nætur í Orlando, 4 á Daytona Beach og aðrar 4 á krúslæner til Bahama-eyja. Tveggja vikna draumafrí fyrir fjóra. Eg trúði þessu ekki alveg. Ungfrú Snickers heyrði það og sagði: „Your hotel at Daytona Beach is ocean- front. Ever stayed oceanfront before, Mr. Helgason?" „Eh... no.“ „Now, that's your once in a lifetime ex perience. If you now go to our website..." Ég sló inn slóðina og fékk upp á skjáinn: „This page cannot be displayed." Snickersröddin sagði að þetta gerðist stundum „í sumum tölvum". Ég ætti að prófa að sleppa forskeytinu http://. Ég gerði það og heimasíðan opnaðist, full af illa skönnuðum myndum af smekklausum hótelum. En samt... Veðrið var gott þama. Esjan hafði gránað í dag, var það ekki? „Looks pretty tempting, doesn't it, Mr. Helgason?" „Well... eh... yeali," svaraði ég og leit aftin á ffúna. „Hvað ertu eiginlega að gera?!“ spurði hún stómm augum. Ég tók fyr ir tólið og sagði sem var: Við vomm rétt í þessu að vinna hálfsmánaðarferð fyrir . Hálf- Vlti g^f ég /, verið.Eg áfc inn \ flóratilFlórída! ein4 3 leið | „Hótelið er ems og eg vaeri ný- I oce... ocean- ."Ottlinn Úr / front," stundi SKenuntiIegu / és °s ieit út um frn. Fiirtmtan / gluggann, sá DnínÚtna / strákinn okkar ./ hlaupa á sundskýlu ^ í hvítum sandi, en rankaði við mér þegar súkkulaðiröddin sagði: „Now, all you have to do is pay your con- Ifirmation fee: 898 dollars. Would that be VISA, JMasters or American Express?" „Eh... VISA." Ég fann augnaráðið sem frúin sendi mér úr rsófanum. Hvert var ég kominn? Til Flórída. Ekki alveg frítt. En samt... Fjögurra manna frí fyrir 55 þúsund kall! Var það ekki ótrúlegt? En hvemig gat ég treyst þessu fyrirtæki? Ég spurði Ms Snickers. „My colleague will take down your VISA card number and your conversation will be recorded, sir. That '11 be your receipt." „Spurðu hvort við fáum kassettuna senda," sagði frúin háðsk og fór fram á bað. Ég sat eftir með eyrað fullt af Snickers-súkkulaði og áttaði mig á því að með því að sleppa forskeytinu http:// hafði ég komist i „hinumegin" á netið; þar sem allt var á röngunni. | Þar sem maður þurfti að greiða sína lottóvinninga j fullu verði og hafa eigin orð fyrir loforðum annarra. Hálfviti gat ég verið. Ég afþakkaði vinninginn, ’lagði á og leið eins og ég væri nýkominn úr skemmtilegu fríi. Fimmtán mínúma fríi. 1 HallgrímurHelgason ÍNSEO SVEFNSOFI 160 / 209x95cm - SENSEO SVEFNSOFI 140 / 187x95cm - Margir litir Betra / BAK Faxafeni 5 • Sími 588 8477 • www.betrabak.is Opib virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 11-15 Komdu í verslun okkar að Faxafeni 5 og sjáðu glæsilegan sýningarsal okkar fullan af nýjum svefnsófum. Wimtex Svefnsófar með heilsudýnu og MicroFiber áklæði í mörgum litum og slærðum. Wimtex VW svefnsófi 184x91 cm - Litir Brúnt og svart leður. Svefnsvæði 150x200 cm. Kim svefnsófi 203x95 cm - Litir Camel, hvitur, brúnn. i Svefnsvæði 143x193/215 cm. Sýningarsalur á neðri hæð fullur af nýjum svefnsófum, glæsileg tilboð í gangi! Wimtex svefnsófar eru allir með rúmfatageymslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.