Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2005, Síða 35
ir\r\c n-'nK*-'Tr>-n t*r \
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR / 7. SEPTEMBER 2005 35
trúa því að þrátt fyrir ofboðslegt svart-
nætti sem fólk getur alltaf lent í sé hægt
að fá hjálp til að komast frá því. Ég vil
eiginlega hvort tveggja í senn trúa því
að honum hafi ekki verið sjálfrátt en
um leið vil ég trúa því að þetta hafi ver-
ið hans val á þessu augnabliki. Ég reyni
samt að undirstrika fyrir bömunum
mínum að þetta sé ekki val sem okkur
er kærkomið að hafa, en fyrst þetta fór
svona þá beri okkur að virða það.“
Sjálfsvíg líka hjá „góðum" fjöl-
skyldum
Jóna segir að þrátt fyrir að hún hafi
verið opin um örlög sonar sins og rætt
hreint út við fólk hafi hún mætt for-
dómum í samfélaginu. „Það hefur svo
margt í minu lífi verið dramatískt, og ég
held að fólk hafi þess vegna ákveðið að
ég tilheyrði þeim hópi sem svona lagað
gerist hjá. Eins og sjálfsvíg sé eitthvað
sem gerist bara hjá fjölsky'ldum sem
eiga við vandamál að stríða, ekki síst ef
vandamálin tengjast óreglu. Ég er samt
hætt kenna sjálfri mér um, en það var
stór hluti af sorginni. Svona atburður
getur orðið við allar aðstæður, það er
hinsvegar okkar eigin ótti að vilja
eymamerkja þetta ákveðnum hópum í
þjóðfélaginu. Það gerir fólk til að hlífa
sér, það vill ekki vita þetta, heyra um
þetta, enda hugsa allir að svona gerist
ekki hjá sér, bara hinum."
Jóna er stolt af sjáfrí sér yfir því hvað
hún var Jtreinsktlin strax í upphafi og
talaði tæpitungulaust. „Éghugsaðimeð
mér að ég þyrfti að bera þetta og ef fólk
höndlaði ekld sannleikann væri það
ekki mitt mál.“ Það tók Jónu og fjöl-
skyldu hennar samt mörg ár að jafría
sig og auðvitað jafría þau sig aldrei til
fulls.
Hefði þurft meiri aðstoð
„Ég myndi vilja sjá kerfið koma til
og hjálpa fjölskyldum sem em bromar
eftír svona harmleik. Ef ef það snýst um
peninga, sem það gerir því miður oft,
gæti verið gott að styðja fólk með ein-
hverri upphæð mánaðarlega svo það
væri minna þjakað af hversdagsáhyggj-
um fyrst í stað. Mitt sorgarferli var trú-
lega erfiðara af því ég hélt svo lengi
áfram að bretta upp ermamar og keyrði
mig áfram, enda er ég enn að súpa
seyðið af því. Þetta kemur ekki bara fjöl-
skyldunni við. Það er auðvitað misjafnt
hvað fjölskyldur þurfa milda hjálp, það
ættí að vega og meta í hvert skipti. Svo
hefði ég viljað að einhver segði mér að
taka mér frí og syrgja. Þeir sem ég leit-
aði hjálpar hjá horfðu á mig bretta upp
ermamar, vera í skóla og vinnu og
sinna heimili og bömum, en það sem
ég þurftí var kannski leyfi frá þjóðfélag-
inu til að syrgja og vinna mig fr á sjálfsá-
sölcunum. Á maður að vera svo þrosk-
aður að maður sjái það sjálfúr að þetta
er ekki manni kenna? Ég er samt mjög
ánægð að ég valdi frá upphafi að þetta
væri ekki leyndarmál. Þetta var það sem
ég hafði verið að upplifa og svona at-
burðir em hlutí af samfélaginu sem við
lifum í. Fólki kemur þetta við. Ef fólk
opnar sig fyrir því gæti margt breyst.“
Ástin ofan á þrátt fyrir alit
Hvar ertu stödd núna?
Það er stutt síðan ég gerði mér end-
anlega grein fyrir því að Hjaltí kemur
ekld aftur. Þegar ég fór að hugsa um að
ég ættí kannski eftír 25-30 ár hér á jörð-
inni og Hjaltí yrði ekki hér fór ég í gegn-
um nýtt sorgarferli. Ég hafði verið á
flótta undan þessari tilfinningu, í ein-
hverskonar biðstöðu. Ég veit ekki
hvemig ég á að koma orðum að því en
við höfum samt sem fjölskylda orðið
sterkari eftir þessa sám reynslu. Nú er
væntumþykja okkar hvers til annars
uppi á borðinu og við erum mjög góð
við hvert annað. Ef hægt er að nýta sér
svona ólýsanlega sára reynslu til að
læra eitthvað afhenni þáfinnstmérvið
hafa gert það. Einhvem veginn náðum
við að láta ástina verða ofan á þrátt fyr-
ir allt. Við höfum ekki sundrast en það
hefði getað gerst. Við höfum lært að
sldlja það í eitt skipti.fyrir öll hversu
óendanlega dýrmætt hvert mannslíf er
og það er inngreypt í okkur að við höf-
um aldrei efni á því að vera vond við
hvert annað. Stundum næ ég í þá til-
finningu að ekkert annað hefði getað
kennt mér það sem ég lærði á þessu og
nú er ég þakklátust fyrir kraftaverldð
sem Hjaltí var og að hafa fengið að
þiggja það sem hann hafði að gefa. Mér
finnst kærleikur minn til fólks vera
ótakmarkaður, mér dettur ekki í hug áð
dæma og finnst aliir elskuverðari en
mér fannst áður.“
Verður að tala við börn um
sjálfsvíg
Jóna vill undirstrika að þó hún hafi
stundum saknað þess að einhver gripi
inn í sorgaferlið er hún þakklát fýrir
stuðninginn sem hún fékk. „Öll hjálp
skiptí ofsalega mildu máli og nú hef ég
öðlast nægilega hugarró til að staldra
við og njóta þess sem mér hefur verið
gefið. Það fólk sem hefur sýnt hlýhug og
skilning hefur skilið eftir eitthvað sem
skiptír öllu máli. Hluttekning fólks í
kerfinu hefur líka verið ómetanleg. Ég
hef skrifað um þessa reynslu, bara fyrir
mig, og jógað hefur hjálpað mér og nú
er ég að reyna að fóta mig aftur eftir
veikindi. Ég fæ kannski ekki fulla orku
fyrr en eftír tvö ár, en á meðan er ég í
jóga og sinni sjálfri mér eftír bestu getu
og rækta sambandið við bömin mín.
Við ræðum þessa Jtlutí mikið okkar á
milli og ég er sannfærð um að það sem
foreldrar eða forráðamenn geta gert er
að ræða opinskátt við böm sín. Sjálfs-
vígshugsun hvarflar að svo ótalmörg-
um á lífsleiðinni og þegar böm eiga í
hlut verðum við foreldramir að þora
ræða um þessar hugsanir og tilfinning-
ar við bömin. Ekki láta sem ekkert sé.
Svona tal er ekki alltaf bara kall á athygli
heldur fylgir oft hugur máli. Þess vegna
verður að setjast niður og tala saman.“
Hversdagshetja
Jóna tekur sér málhvild og fær sér
meira te. Ég er hálforðlaus og finnst
Jóna ein af ótalmörgum hversdagshetj-
um í okkar þjóðfélagi. Hún hefur farið í
gegnum sorg og þjáningu og komið út
úr því betri manneskja. Það er ekki
sjálfgefið enda hefur það kostað Jónu
miklu vinnu. Hún brosir þegar ég orða
þetta og vill segja mér eitt að lokum:
„Mér finnst eftír á að í undimeðvit-
undinni hafi ég vitað hvert stefrídi með
Hjalta. Hann á afrnæli 4. júní og þetta ár
keyptí ég afmælisgjöfina mjög
snemma, sem ég hef aldrei gert áður.
Ég keypti handa honum peysu og bol
og var alltaf að spá í hvort ég ætti ekki
að gefa honum gjöfina strax. Það varð
einhvemveginn ekki úr því. Hann lést
10. maí og fékk aldrei afrnælisgjöfina
sína, en var jarðaður í þessum fötum."
heldur
o
áfram í þeim
sem eftir lifa
Salbjörg Bjarnadóttir
geðhjúkrunarfræðing-
ur stýrir verkefninu
Þjóð gegn þunglyndi.
Salbjörg Bjarnadóttir geð-
hjúkrunarfræðingur stýrir
verkefninu Þjóð gegn þung-
lyndi sem landlæknir kom á lagg-
imar árið 2001. „Þá fór landlækn-
ir að skoða sjálfsvígstölur á ís-
landi og komst að því að mikið af
ungu fólki var að fyrirfara sér,"
segir Salbjörg. „Þetta var líka að
gerast í Vestur-Evrópu og þama
var ákveðið að við, eins og önnur
lönd, ættum að skoða hvað væri
að gerast. Landlæknir skipaði
nefnd árið 2000 til að fara ofan í
þessi mál og kallaði til sjötíu ein-
staklinga hvaðanæva af landinu,
sem vom að vinna með fólki í
vanda. Þessum sjötíu manna hóp
var svo skipt niður í einingar og
landlæknir fékk skýrslu um hvað
þyrfti að gera. Það var ákveðið að
láta ekki þar við sitja eins og
hafði gerst árið 1996 þegar var
stofnuð nefríd sem fór að skoða
þessi mál. Sú nefnd gerði flotta
skýrslu sem aldrei var neitt gert
með. Nefndin núna krafðist þess
hinsvegar að ráðinn yrði starfs-
maður og sá starfsmaður er ég.
Ég er með nefríd á bak við mig
sem við köllum fagráð og í því
eru geðlæknar, sálfræðingar og
námsráðgjafi. Við byrjuðum á að
skoða hvað hefði reynst vel úti í
hinum stóra heimi og leist vel á
þetta verkefríi.
Þjóð gegn þunglyndi hófst í
Þýskalandi árið 2001 og er nú í
gangi víða í Evrópu. Við ákváðum
að gerast aðilar að því verkefni
en við höfum bætt heilmiklu við
og emm nú komin lang lengst
fýrir utan Þjóðverjana. Við höf-
um meira að segja unnið til verð-
launa, en starfið er í fullum gangi
og það er aðalatriðið enda þörfin
brýn."
Sjáanlegur árangur
Þjóð gegn þunglyndi stendur
meðal annars fyrir námskeiðum
fyrir fagfólk og aðstandendur
geðsjúkra þar sem er farið ná-
kvæmlega í gegnum sjálfsvígsat-
ferlið. „Þunglyndi er í flestum til-
fellurn undanfari sjálfsvíga og
það em nokkrir hópar sem við
teljum að séu í mestri hættu. Þar
em fremstir ungu karlmennirnir
okkar, sem em oft svo spontant
og hömlulausir undir áhrifum,
ungir fíklar og ungir samkyn-
hneigðir. Þá em fangar í mikill
hættu rétt áður en þeir þurfa að
fara inn og sitja af sér dóma.
Aldraðir eru einnig í áhættuhópi
og ntiðaldra konur á milli 50 og
65 ára. Þetta er stór hópur og svo
höfum við vaxandi áhyggjur af
karlmönnum sem em fráskildir
og lifa við erfiðar aðstæður svo
og atvinnulausum."
Farið var af stað með verkefrí-
ið til fimm ára en Salbjörgu til
mikillar gleði er árangurinn nú
þegar sjáanlegur og umræðan að
opnast. „Síðustu þrjú árin hefur
sjálfsvígum fækkað, sérstaklega
hjá ungum karlmönnum, sem er
rnjög dýrmætt. Markmiðiö er líka
að vinna gegn fordómum í þjóð-
félaginu sem em því miður mikl-
ir. Sjálfsvíg taka mikinn toll og
þegar einn fyrirfer sér em að
minnsta kosti 20 manns sem
þjást. Árið 2000 var 51 sjálfsvíg á
fslandi og ef við hugsum okkur
að á bak við hvern einstakling
séu 20-30 manns sem þjást emm
við að tala um yfir 2.000 manns
sem eiga um sárt að binda af
þessum sökum. Þar af em márgir
sem fá ekki þá aðstoð sem þeir
þyrftu. Þetta em 150-200 manns
á hverjum tíma sem hafa ekki
burði til að sinna sjálfum sér,
hvað þá bömum sínum, maka
eða starfi. Þess vegna er það
mjög þjóðhagslega hagkvæmt að
sinna þessum hópi vel.“
Þunglyndi flokkað undir
aumingjaskap
Salbjörg bendir á að mun
fleiri deyja á íslandi af völdum
sjálfsvíga en umferðarslysa. „Það
er nokkuð sem ég hef verið að
benda á þegar verið er að leggja
lítinn pening í forvarnir gegn
sjálfsvígum en risaupphæðir í
forvarnir í umferðinni, sem er þó
vissulega af hinu góða. Ég vildi
samt sjá miklu meira lagt af
mörkum í sjálfsvígsforvamir."
Salbjörg segir að mikið verði
vart við fordóma í þjóðfélaginu
og að þunglyndi sé allt of oft
flokkað undir aumingjaskap.
„Fólk hefur líka tillineigingu
til að halda að ungt fólk sem
fremur sjálfsmorð komi frá
slæmum íjölskyldum. Það er
mikill misskilningur. Sá sem
fremur sjálfsvíg er kominn í öng-
stræti með sjálfan sig og það ger-
ist í í öllum stéttum. Þá skiptir
ekki máli hvort um er að ræða
lækna, lögfræðinga eða verka-
menn, og allt þar á milli. Það þarf
lflca að sinna þeirn íjölskyldum
sem upplifa þann harmleik sem
sjálfsvíg eru, ekki bara fýrstu tíu
dagana heldur miklu lengur.
Tómleikinn, efasemdirnar og
sjálfásakanimar koma þegar út-
förin er afstaðin og fólk situr eitt
eftir. Fólk verður að fá að tjá sig
um þessa sorg eins og alla aðra
sorg og við viljum fá fjölmiðlana í
liö með okkur til að ræða þessi
mál af virðingu. Það má heldur
aldrei hefja sjálfsmorð upp til
skýjanna, sjálfsvíg er alltaf harm-
leikur sem heldur áfram í þeim
sem eftir lifa og sumir ná sér
aldrei."
%